„Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 09:08 Dekk flutningabíla þakin því sem blæddi úr klæðningu vegarins. Mynd/Facebook „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. Ólafur sagði blæðingar á vegunum hafa verið til umræðu í sex eða sjö ár. „Sko, síðast töluðum við um malbik og það er nú þannig, eins og við sögðum, að malbikið eiginlega endar uppi í Borgarnesi. Það er malbikað frá Reykjavík og upp í Borgarnes og síðan rétt austur fyrir Selfoss eða Þjórsárbrú en restin af vegakerfinu er nánast bara klæðningar.“ Ólafur sagði klæðninguna allt annað en malbikið. „Malbikið er hitað þegar það er sett á en klæðningin er lögð með því að þynna bik með... upphaflega var það „white spirit“ en síðan vildu menn ekki nota white spirit því það væri soddan umhverfissóðaskapur af því og þá hafa menn farið að nota önnur efni,“ sagði hann og nefndi repju- og fiskiolíu sem dæmi. Þess ber að geta að „white spirit“ er svokallað lakkbensín. Athugið: Varað er við verulegum tjörublæðingum frá Borgarfirði og í Skagafjörð og eru vegfarendur beðnir að hægja ferðina þegar þeir mæta öðrum bílum vegna hættu á steinkasti. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 15, 2020 Sú aðferð sem við erum að nota á vegunum er ekki að virka, sagði Ólafur. Áður hefði lakkbensínið gufað upp við lagningu en það gerði olían hins vegar ekki. „Þetta er bara fita sem undir einhverjum kringumstæðum , sem ég held að menn séu nú enn að klóra sér yfir... þá allt í einu gerist það að þetta linast upp aftur.“ Ólafur segir orsökina álag og mögulega miklar hitasveiflur en afleiðingin sé sú að „olían eða bikið er að pressast upp í gegnum mölina og þá límist þetta á dekkin og mölin og bikið rúllast upp í kringum hjólbarðana.“ Tímabært væri að huga að því að hætta að nota klæðninguna á helstu vegum, til dæmis þjóðvegi eitt. Ólafur sagðist ekki vita til þess að klæðning væri notuð í löndunum í kringum Ísland en hins vegar væru Svíar farnir að nota rússneska aðferð sem hann kallaði „kalda malbikun.“ Komið hefði til tals að nota þá aðferð hérlendis. „En það hefur ekki verið áhugi fyrir því ennþá skilst mér.“ Spurður að því hvort klæðningin væri ekki notuð vegna þess að hún kostaði minna svaraði Ólafur játandi. „Það er kjarni málsins og Vegagerðin gerir sitt besta en þeir bara hafa ekki fjármagn í meira. Þeir myndu örugglega vilja malbika þetta allt saman og gullhúða það ef þeir fyndu pening til þess.“ „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir,“ sagði Ólafur. „Þetta er sleipt, „balansinn“ fer úr dekkjunum, þau eyðileggjast. Það geta flogið úr þessu heljarinnar klumpar, eins og sýndi sig í gær, það eru brotnir stuðarar og rúður á trukkum og ég veit ekki hvað... drullusokkar rifnir af. Ég held að það sé illmögulegt að þrífa þetta af. Þannig að þetta er stórtjón fyrir það fyrsta og núna stöndum við frammi fyrir því rétt fyrir jól að vegurinn norður til Akureyrar er ekki að fúnkera.“ Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Ólafur sagði blæðingar á vegunum hafa verið til umræðu í sex eða sjö ár. „Sko, síðast töluðum við um malbik og það er nú þannig, eins og við sögðum, að malbikið eiginlega endar uppi í Borgarnesi. Það er malbikað frá Reykjavík og upp í Borgarnes og síðan rétt austur fyrir Selfoss eða Þjórsárbrú en restin af vegakerfinu er nánast bara klæðningar.“ Ólafur sagði klæðninguna allt annað en malbikið. „Malbikið er hitað þegar það er sett á en klæðningin er lögð með því að þynna bik með... upphaflega var það „white spirit“ en síðan vildu menn ekki nota white spirit því það væri soddan umhverfissóðaskapur af því og þá hafa menn farið að nota önnur efni,“ sagði hann og nefndi repju- og fiskiolíu sem dæmi. Þess ber að geta að „white spirit“ er svokallað lakkbensín. Athugið: Varað er við verulegum tjörublæðingum frá Borgarfirði og í Skagafjörð og eru vegfarendur beðnir að hægja ferðina þegar þeir mæta öðrum bílum vegna hættu á steinkasti. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 15, 2020 Sú aðferð sem við erum að nota á vegunum er ekki að virka, sagði Ólafur. Áður hefði lakkbensínið gufað upp við lagningu en það gerði olían hins vegar ekki. „Þetta er bara fita sem undir einhverjum kringumstæðum , sem ég held að menn séu nú enn að klóra sér yfir... þá allt í einu gerist það að þetta linast upp aftur.“ Ólafur segir orsökina álag og mögulega miklar hitasveiflur en afleiðingin sé sú að „olían eða bikið er að pressast upp í gegnum mölina og þá límist þetta á dekkin og mölin og bikið rúllast upp í kringum hjólbarðana.“ Tímabært væri að huga að því að hætta að nota klæðninguna á helstu vegum, til dæmis þjóðvegi eitt. Ólafur sagðist ekki vita til þess að klæðning væri notuð í löndunum í kringum Ísland en hins vegar væru Svíar farnir að nota rússneska aðferð sem hann kallaði „kalda malbikun.“ Komið hefði til tals að nota þá aðferð hérlendis. „En það hefur ekki verið áhugi fyrir því ennþá skilst mér.“ Spurður að því hvort klæðningin væri ekki notuð vegna þess að hún kostaði minna svaraði Ólafur játandi. „Það er kjarni málsins og Vegagerðin gerir sitt besta en þeir bara hafa ekki fjármagn í meira. Þeir myndu örugglega vilja malbika þetta allt saman og gullhúða það ef þeir fyndu pening til þess.“ „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir,“ sagði Ólafur. „Þetta er sleipt, „balansinn“ fer úr dekkjunum, þau eyðileggjast. Það geta flogið úr þessu heljarinnar klumpar, eins og sýndi sig í gær, það eru brotnir stuðarar og rúður á trukkum og ég veit ekki hvað... drullusokkar rifnir af. Ég held að það sé illmögulegt að þrífa þetta af. Þannig að þetta er stórtjón fyrir það fyrsta og núna stöndum við frammi fyrir því rétt fyrir jól að vegurinn norður til Akureyrar er ekki að fúnkera.“
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14. desember 2020 22:14