Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 22:14 Dekk flutningabíla þakin því sem blæddi úr klæðningu vegarins. Mynd/Facebook Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason var á ferðinni norður yfir heiðar í kvöld og hann segir bíl sinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Jafnvel þó hann hafi farið hægt yfir vegna ástands vegarins. Í samtali við Vísi segir Ívar framrúðuna hjá sér tvíbrotna eftir að hann mætti öðrum bílum, þrátt fyrir að allir hafi hægt mjög mikið á sér. Þá brotnaði framstuðari hans einnig því svo mikil vegklæðning hafði safnast saman í hjólskálinni, af framdekkinu, að stuðarinn brotnaði. „Þó við séum bara að tippla á tánum, þá erum við að rífa upp malbikið. Bílinn minn, hann er svo stórtjónaður,“ segir Ívar. Hann segist fyrst hafa orðið var við blæðingu í Norðurárdalnum, við Bifröst. Upp á Holtavörðuheiði hafi ástandið versnað en ástandið hafi orðið hræðilegt á milli Hvammstangarafleggjaranum að Blönduósi. Hann deildi myndböndum og myndböndum af sínum bíl og bíl annars bílstjóra sem tekin voru í kvöld á Facebook. Þar hafa aðrir birti myndir og segjast einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Ìslensk vegager 2020... Teki upp ì Hrútafir i/Húnavatnsýslunum 14 des. Og fyrir ykkur sem leggi stundum lei ykkar...Posted by Ívar Örn Smárason on Monday, 14 December 2020 Ívar segir þetta vera eins og að baða dekkin í karamellu. „Hugsaðu þér ef einhver hleypur fyrir mig eða bremsar og við þurfum að negla niður. Við, sem erum fjörutíu til 49 tonn, þurfum að negla niður. Við skautum bara eins og í hálku,“ segir Ívar. Hann segir einnig að vetrardekk hans og annarra séu ónýtt. Þeir eyði mörg hundruð þúsundum í að vera á góðum dekkjum og öll mynstur í þeim séu bara stútfull af drullu. „Við getum ekkert gert ofan á hálku, á þessu,“ segir Ívar. „Þú ert bara eins og á sköllóttum sumardekkjum. Þú ert með sama grip og þetta gerir ekki neitt.“ Lögreglan á Norðurlandi Vestra varaði við ástandinu fyrr í kvöld. Í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að tjón hafi verið tilkynnt í dag og eitt umferðaróhapp megi rekja til tjörublæðinga. Lögreglan biður ökumenn um að aka varlega. Lögreglan á Norðurlandi vestra við vekja athygli á miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Monday, 14 December 2020 Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason var á ferðinni norður yfir heiðar í kvöld og hann segir bíl sinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Jafnvel þó hann hafi farið hægt yfir vegna ástands vegarins. Í samtali við Vísi segir Ívar framrúðuna hjá sér tvíbrotna eftir að hann mætti öðrum bílum, þrátt fyrir að allir hafi hægt mjög mikið á sér. Þá brotnaði framstuðari hans einnig því svo mikil vegklæðning hafði safnast saman í hjólskálinni, af framdekkinu, að stuðarinn brotnaði. „Þó við séum bara að tippla á tánum, þá erum við að rífa upp malbikið. Bílinn minn, hann er svo stórtjónaður,“ segir Ívar. Hann segist fyrst hafa orðið var við blæðingu í Norðurárdalnum, við Bifröst. Upp á Holtavörðuheiði hafi ástandið versnað en ástandið hafi orðið hræðilegt á milli Hvammstangarafleggjaranum að Blönduósi. Hann deildi myndböndum og myndböndum af sínum bíl og bíl annars bílstjóra sem tekin voru í kvöld á Facebook. Þar hafa aðrir birti myndir og segjast einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Ìslensk vegager 2020... Teki upp ì Hrútafir i/Húnavatnsýslunum 14 des. Og fyrir ykkur sem leggi stundum lei ykkar...Posted by Ívar Örn Smárason on Monday, 14 December 2020 Ívar segir þetta vera eins og að baða dekkin í karamellu. „Hugsaðu þér ef einhver hleypur fyrir mig eða bremsar og við þurfum að negla niður. Við, sem erum fjörutíu til 49 tonn, þurfum að negla niður. Við skautum bara eins og í hálku,“ segir Ívar. Hann segir einnig að vetrardekk hans og annarra séu ónýtt. Þeir eyði mörg hundruð þúsundum í að vera á góðum dekkjum og öll mynstur í þeim séu bara stútfull af drullu. „Við getum ekkert gert ofan á hálku, á þessu,“ segir Ívar. „Þú ert bara eins og á sköllóttum sumardekkjum. Þú ert með sama grip og þetta gerir ekki neitt.“ Lögreglan á Norðurlandi Vestra varaði við ástandinu fyrr í kvöld. Í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að tjón hafi verið tilkynnt í dag og eitt umferðaróhapp megi rekja til tjörublæðinga. Lögreglan biður ökumenn um að aka varlega. Lögreglan á Norðurlandi vestra við vekja athygli á miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Monday, 14 December 2020
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira