Nets-tvíeykið er farið af stað, Giannis á eftir að skrifa undir og óvænt stjarna hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 16:00 Kevin Durant og Kyrie Irving léku í fyrsta sinn saman hjá Brooklyn Nets þann 13. desember. Sarah Stier/Getty Images Eftir vægast sagt stutt „sumarfrí“ eru lið NBA-deildarinnar í körfubolta farin að undirbúa komandi tímabil. Þann 12. des hófu liðin að leika æfingaleiki og eru nokkrir hlutir sem vekja strax athygli. Þar ber hæst að Brooklyn Nets-tvíeykið er þegar byrjað að stilla saman strengi. Hér er um að ræða þá Kevin Durant og Kyrie Irving, sá fyrrnefndi hefur ekki leikið í 18 mánuði. Durant lék 24 mínútur í fimm stiga sigri Nets á Washington Wizards í fyrsta æfingaleik tímabilsins. Lokatölur leiksins 119-114 þar sem Durant skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Irving skoraði 18 stig og gaf fjórar stoðsendingar á þeim 17 mínútum sem hann lék. 15 for @KDTrey5 in his @BrooklynNets debut! pic.twitter.com/GynywniKsz— NBA (@NBA) December 14, 2020 Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig Steve Nash gengur í sínu fyrsta starfi sem þjálfari en ef þeir Durant og Irving verða upp á sitt besta í vetur má reikna með fantagóðu Brooklyn-liði. Meistarar Los Angeles Lakers hafa unnið nágranna sína í Clippers tvívegis nú á þremur dögum. Hvorki LeBron James né Anthony Davis hafa leikið með liðinu til þessa. Fyrri leikinn van Lakers 87-81 en þann síðari 131-106. Í síðari leik liðanna var það hinn tvítugi Talen Horton-Tucker sem stal senunni. Hann lék 41 mínútu og gerði 33 stig ásamt því að tíu fráköst. Enginn leikmaður vallarins skoraði fleiri stig né tók fleiri fráköst. Var hann einnig stigahæstur í fyrri leiknum, þá með 19 stig. Talen Horton-Tucker (@Thortontucker) GOES OFF in the @Lakers win! #NBAPreseason33 PTS | 10 REB | 4 AST | 4-5 3PM pic.twitter.com/F4KOLfDNM4— NBA (@NBA) December 14, 2020 Milwaukee Bucks og Dallas Mavericks eru búin með einn af tveimur æfingaleikjum sínum. Þó svo að Giannis Antetokounmpo hafi verið með tvöfalda tvennu - 25 stig og tíu fráköst - þá vann Dallas samt tíu stiga sigur, 112-102. Athygli vekur þó að Giannis á enn eftir að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Bucks. Ef hann skrifar ekki undir fyrir 21. desember getur hann samið við annað lið næsta sumar. 25 points in 25 mins.The back-to-back MVP at work: pic.twitter.com/UUDoumHLKa— Milwaukee Bucks (@Bucks) December 13, 2020 Hjá Dallas var Luka Dončić að sjálfsögðu stigahæstur í liði Dallas með 13 stig á þeim 16 mínútum sem hann lék. Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í liði Dallas. NBA-deildin fer af stað á nýjan leik þann 23. desember og þá fyrst skiptir máli hvernig leikur Lakers og Clippers fer en liðin mætast strax í fyrstu umferð deildarinnar. Deildinni er þannig skipt upp á komandi tímabili að fyrri hluti hennar verður leikinn 22. desember til 4. mars. Þá kemur hlé vegna Stjörnuleiksins og öllu sem honum tilheyrir. Síðari hluti tímabilsins fer fram frá 11. mars til 16. maí og frá 22. maí til 22. júlí er úrslitakeppnin á dagskrá. Körfubolti NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Þar ber hæst að Brooklyn Nets-tvíeykið er þegar byrjað að stilla saman strengi. Hér er um að ræða þá Kevin Durant og Kyrie Irving, sá fyrrnefndi hefur ekki leikið í 18 mánuði. Durant lék 24 mínútur í fimm stiga sigri Nets á Washington Wizards í fyrsta æfingaleik tímabilsins. Lokatölur leiksins 119-114 þar sem Durant skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Irving skoraði 18 stig og gaf fjórar stoðsendingar á þeim 17 mínútum sem hann lék. 15 for @KDTrey5 in his @BrooklynNets debut! pic.twitter.com/GynywniKsz— NBA (@NBA) December 14, 2020 Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig Steve Nash gengur í sínu fyrsta starfi sem þjálfari en ef þeir Durant og Irving verða upp á sitt besta í vetur má reikna með fantagóðu Brooklyn-liði. Meistarar Los Angeles Lakers hafa unnið nágranna sína í Clippers tvívegis nú á þremur dögum. Hvorki LeBron James né Anthony Davis hafa leikið með liðinu til þessa. Fyrri leikinn van Lakers 87-81 en þann síðari 131-106. Í síðari leik liðanna var það hinn tvítugi Talen Horton-Tucker sem stal senunni. Hann lék 41 mínútu og gerði 33 stig ásamt því að tíu fráköst. Enginn leikmaður vallarins skoraði fleiri stig né tók fleiri fráköst. Var hann einnig stigahæstur í fyrri leiknum, þá með 19 stig. Talen Horton-Tucker (@Thortontucker) GOES OFF in the @Lakers win! #NBAPreseason33 PTS | 10 REB | 4 AST | 4-5 3PM pic.twitter.com/F4KOLfDNM4— NBA (@NBA) December 14, 2020 Milwaukee Bucks og Dallas Mavericks eru búin með einn af tveimur æfingaleikjum sínum. Þó svo að Giannis Antetokounmpo hafi verið með tvöfalda tvennu - 25 stig og tíu fráköst - þá vann Dallas samt tíu stiga sigur, 112-102. Athygli vekur þó að Giannis á enn eftir að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Bucks. Ef hann skrifar ekki undir fyrir 21. desember getur hann samið við annað lið næsta sumar. 25 points in 25 mins.The back-to-back MVP at work: pic.twitter.com/UUDoumHLKa— Milwaukee Bucks (@Bucks) December 13, 2020 Hjá Dallas var Luka Dončić að sjálfsögðu stigahæstur í liði Dallas með 13 stig á þeim 16 mínútum sem hann lék. Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í liði Dallas. NBA-deildin fer af stað á nýjan leik þann 23. desember og þá fyrst skiptir máli hvernig leikur Lakers og Clippers fer en liðin mætast strax í fyrstu umferð deildarinnar. Deildinni er þannig skipt upp á komandi tímabili að fyrri hluti hennar verður leikinn 22. desember til 4. mars. Þá kemur hlé vegna Stjörnuleiksins og öllu sem honum tilheyrir. Síðari hluti tímabilsins fer fram frá 11. mars til 16. maí og frá 22. maí til 22. júlí er úrslitakeppnin á dagskrá.
Körfubolti NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira