Stockmann selur húsnæði sitt í Helsinki Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2020 14:19 Stockmannbyggingin við Alexandersgötu í miðborg Helsinki. Getty Finnski verslunarrisinn Stockmann hefur ákveðið að selja fjölda fasteigna sinna, þar á meðal þá sem hýsir flaggskipið í miðborg Helsinki, í tilraun til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Í tillögum félagsins um endurskipulagningu kemur einnig fram að fasteignir félagsins verði einnig seldar í eistnesku og lettnesku höfuðborgunum Tallinn og Riga. Söluandvirðið verður notað til að greiða niður skuldir að því er fram kemur í tilkynningu til finnsku kauphallarinnar í morgun. Rekstur Stockmann hefur gengið erfiðlega síðustu misserin og þá hefur heimsfaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn. Skuldir félagsins eru sagðar nema um 740 milljónum evra. Flaggskipið við Alexandersgötu í Helsinki verður því í eigu einhvers annars og verður Stockmann rekið þar áfram og mun félagið greiða leigu, gangi áætlunin eftir. Viðskiptavinir eigi þó ekki að taka eftir nokkurri breytingu, að því er fram kemur í máli forstjórans Jari Latvanen. Latvanen vill í samtali við YLE ekki gefa upp neitt um mögulega kaupendur að fasteignunum. Í kauphallartilkynningunni segir ennfremur að samið hafi verið um lægri leigu fyrir verslanir Stockmann sem reknar eru í Vantaa, Turku, Tampere og Espoo. Fjárfestar munu hafa tekið vel í fyrirhugaða endurskipulagningu, en virði bréfanna hækkuðu um 19 prósent skömmu eftir opnun markaða í morgun. Finnland Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í tillögum félagsins um endurskipulagningu kemur einnig fram að fasteignir félagsins verði einnig seldar í eistnesku og lettnesku höfuðborgunum Tallinn og Riga. Söluandvirðið verður notað til að greiða niður skuldir að því er fram kemur í tilkynningu til finnsku kauphallarinnar í morgun. Rekstur Stockmann hefur gengið erfiðlega síðustu misserin og þá hefur heimsfaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn. Skuldir félagsins eru sagðar nema um 740 milljónum evra. Flaggskipið við Alexandersgötu í Helsinki verður því í eigu einhvers annars og verður Stockmann rekið þar áfram og mun félagið greiða leigu, gangi áætlunin eftir. Viðskiptavinir eigi þó ekki að taka eftir nokkurri breytingu, að því er fram kemur í máli forstjórans Jari Latvanen. Latvanen vill í samtali við YLE ekki gefa upp neitt um mögulega kaupendur að fasteignunum. Í kauphallartilkynningunni segir ennfremur að samið hafi verið um lægri leigu fyrir verslanir Stockmann sem reknar eru í Vantaa, Turku, Tampere og Espoo. Fjárfestar munu hafa tekið vel í fyrirhugaða endurskipulagningu, en virði bréfanna hækkuðu um 19 prósent skömmu eftir opnun markaða í morgun.
Finnland Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira