Segir ríkisstjórnina keyra í gegn stefnu um málefni trans fólks án umræðu í samfélaginu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 18:30 „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur. Vísir/Vilhelm „Ef fólk getur sjálft skilgreint kyn sitt fyrirvaralaust, hvað þýðir það þá t.d. um þátttöku fyrrverandi karla í íþróttum kvenna, aðgang að salernum, búningsklefum, kvennafangelsum o.s.frv.? Þessum spurningum sem mikið eru ræddar víða annars staðar var ósvarað þegar ríkisstjórn Íslands dreif málið í gegn.“ Þannig spyr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pistli sem birtist á heimasíðu hans í dag. Þar fjallar hann meðal annars um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum trans fólks. Sigmundur segir stjórnvöld hafa innleitt lög um kynrænt sjálfræði án nokkurrar umræðu í samfélaginu og án þess að áhrif málsins lægju fyrir. Nú eigi að halda áfram og fyrir liggi ný frumvörp þar sem meðala annars eigi að „taka orðin „móðir“ og „kvenmaður“ úr lögum. Orð sem þóttu jákvæð og falleg.“ Ríkisstjórn Íslands vilji leggja bann við aðkomu foreldra og lækna Upplagið að pistlinum er mál sem fór fyrir hæstarétt Bretlands, þar sem ung kona sagðist hafa verið látin fara í gegnum kynleiðréttingarferlið sem barn, sem hefði skaðað sig fyrir lífstíð. „Dómstóllinn tók undir þá afstöðu [Keiru Bell] að börn hefðu ekki þroska til að taka slíkar ákvarðanir og að ekki ætti að setja þau í þá stöðu. Í tilviki 16 og 17 ára barna væri eðlilegt að fara fram á dómsúrskurð áður en ráðist yrði í lyfjagjöf og aðgerðir sem enn er óljóst hvaða áhrif muni hafa til langs tíma,“ segir Sigmundur. Þá segir hann að ólíkt niðurstöðu dómstólsins um að börn skuli njóta leiðsagnar fullorðinna leggi „ríkisstjórn Íslands nú til að lagt verði bann við því að foreldrar eða læknar taki ákvörðun um aðstoð við börn sem fæðast með svokölluð ódæmigerð kyneinkenni.“ Umræddar aðgerðir hafi verið algengar og mörg hundruð börn fengið slíkar lækningar á undanförnum árum og áratugum. Fá bágt fyrir að spyrja spurninga „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur og rekur það hvernig margir hafi fengið bágt fyrir að vekja upp spurningar um þróun mála, til dæmis femínistar sem séu uppnefndar „terfur“ en það stendur fyrir Trans Exclusionary Radical Feminist. „Meðal frægustu fórnarlamba slíkra árása er breski rithöfundurinn J.K. Rowling sem leyfði sér að minna á að til væri orð yfir þann hóp fólks sem hefur tíðir og gaf til kynna að það orð gæti verið „kona“. Rowling er í aðstöðu til að standa af sér þá miklu herferð sem rekin hefur verið gegn henni en aðrar konur hafa misst vinnuna og mátt þola útskúfun fyrir að ræða þessi mál.“ Þá vísar hann einnig til afstöðu LGB Alliance, sem bendi á að sum þeirra barna sem fólk vill meina að séu trans gætu orðið samkynhneigð og hamingjusöm. „Hví þá að setja þau í lyfjameðferð og aðgerð? Samtökin benda á að við séum aftur komin á þann stað að samkynhneigð krefjist leiðréttingar.“ Pistill Sigmundar í heild. Hinsegin Heilbrigðismál Málefni transfólks Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þannig spyr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pistli sem birtist á heimasíðu hans í dag. Þar fjallar hann meðal annars um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum trans fólks. Sigmundur segir stjórnvöld hafa innleitt lög um kynrænt sjálfræði án nokkurrar umræðu í samfélaginu og án þess að áhrif málsins lægju fyrir. Nú eigi að halda áfram og fyrir liggi ný frumvörp þar sem meðala annars eigi að „taka orðin „móðir“ og „kvenmaður“ úr lögum. Orð sem þóttu jákvæð og falleg.“ Ríkisstjórn Íslands vilji leggja bann við aðkomu foreldra og lækna Upplagið að pistlinum er mál sem fór fyrir hæstarétt Bretlands, þar sem ung kona sagðist hafa verið látin fara í gegnum kynleiðréttingarferlið sem barn, sem hefði skaðað sig fyrir lífstíð. „Dómstóllinn tók undir þá afstöðu [Keiru Bell] að börn hefðu ekki þroska til að taka slíkar ákvarðanir og að ekki ætti að setja þau í þá stöðu. Í tilviki 16 og 17 ára barna væri eðlilegt að fara fram á dómsúrskurð áður en ráðist yrði í lyfjagjöf og aðgerðir sem enn er óljóst hvaða áhrif muni hafa til langs tíma,“ segir Sigmundur. Þá segir hann að ólíkt niðurstöðu dómstólsins um að börn skuli njóta leiðsagnar fullorðinna leggi „ríkisstjórn Íslands nú til að lagt verði bann við því að foreldrar eða læknar taki ákvörðun um aðstoð við börn sem fæðast með svokölluð ódæmigerð kyneinkenni.“ Umræddar aðgerðir hafi verið algengar og mörg hundruð börn fengið slíkar lækningar á undanförnum árum og áratugum. Fá bágt fyrir að spyrja spurninga „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur og rekur það hvernig margir hafi fengið bágt fyrir að vekja upp spurningar um þróun mála, til dæmis femínistar sem séu uppnefndar „terfur“ en það stendur fyrir Trans Exclusionary Radical Feminist. „Meðal frægustu fórnarlamba slíkra árása er breski rithöfundurinn J.K. Rowling sem leyfði sér að minna á að til væri orð yfir þann hóp fólks sem hefur tíðir og gaf til kynna að það orð gæti verið „kona“. Rowling er í aðstöðu til að standa af sér þá miklu herferð sem rekin hefur verið gegn henni en aðrar konur hafa misst vinnuna og mátt þola útskúfun fyrir að ræða þessi mál.“ Þá vísar hann einnig til afstöðu LGB Alliance, sem bendi á að sum þeirra barna sem fólk vill meina að séu trans gætu orðið samkynhneigð og hamingjusöm. „Hví þá að setja þau í lyfjameðferð og aðgerð? Samtökin benda á að við séum aftur komin á þann stað að samkynhneigð krefjist leiðréttingar.“ Pistill Sigmundar í heild.
Hinsegin Heilbrigðismál Málefni transfólks Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira