Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2020 19:01 Bjarni Benediktsson segir mikilvægt að tryggja hagsmuni neytenda. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hafi verið ólögmæt. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Ríkið hefur áfrýjað dómnum en ef efra dómstig kemst að sömu niðurstöðu gæti ríkissjóður þurft að greiða út tugi milljarða. „Hérna eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við erum að fjalla um,“ segir Bjarni. Vandi Íbúðalánasjóðs hafi verið töluverður undanfarin ár. „Þetta bætist ofan á önnur vandræði sem Íbúðalánasjóður hefur verið í. Heildarvandi ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs er í kringum 200 milljarðar.“ Það verði skellur ef niðurstaða efra dómstigs falli á sömu leið en að það muni þó ekki valda straumhvörfum í ríkisfjármálunum. „Maður hefur ekki leyfi til þess að horfa á þetta bara út frá stöðu ríkissjóðs. Maður verður að horfa á hinn enda málsins. Ef fólk á rétt á því að vera laust úr viðskiptum við Íbúðalánasjóð án þess að reiða þessi háu útgöngugjöld, þessi uppgreiðslugjöld, þá verðum við að veita þann rétt og það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við verðum að tryggja,“ segir Bjarni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi lán Íbúðalánasjóðs ólögmæt í síðustu viku, en um er að ræða lán sem voru veitt árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hafi verið ólögmæt. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Ríkið hefur áfrýjað dómnum en ef efra dómstig kemst að sömu niðurstöðu gæti ríkissjóður þurft að greiða út tugi milljarða. „Hérna eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við erum að fjalla um,“ segir Bjarni. Vandi Íbúðalánasjóðs hafi verið töluverður undanfarin ár. „Þetta bætist ofan á önnur vandræði sem Íbúðalánasjóður hefur verið í. Heildarvandi ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs er í kringum 200 milljarðar.“ Það verði skellur ef niðurstaða efra dómstigs falli á sömu leið en að það muni þó ekki valda straumhvörfum í ríkisfjármálunum. „Maður hefur ekki leyfi til þess að horfa á þetta bara út frá stöðu ríkissjóðs. Maður verður að horfa á hinn enda málsins. Ef fólk á rétt á því að vera laust úr viðskiptum við Íbúðalánasjóð án þess að reiða þessi háu útgöngugjöld, þessi uppgreiðslugjöld, þá verðum við að veita þann rétt og það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við verðum að tryggja,“ segir Bjarni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi lán Íbúðalánasjóðs ólögmæt í síðustu viku, en um er að ræða lán sem voru veitt árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira