Milljarða jólagjöf til hinna ríkustu Drífa Snædal skrifar 11. desember 2020 15:30 Það er handagangur í öskjunni á Alþingi rétt fyrir jól og möguleikar almennings, til að greina ákvarðanir og veita aðhald, takamarkaðir. Nú stendur fyrir dyrum að létta skattbyrði á þeim allra ríkustu í samfélaginu með því að hækka frítekjumark fjármagnstekna úr 150 þúsund í 300 þúsund og láta það ná til arðgreiðslna og söluhagnaðs. Aðgerð sem kostar ríkissjóð um milljarð á ári á sama tíma og Landspítalinn þarf að hagræða um 4 milljarða. Þetta má setja í samhengi við baráttuna um að ná fram skattalækkunum á þá allra tekjulægstu í samfélaginu samhliða Lífskjarasamningum. Sú skattalækkun var knúin fram í krafti kjaraviðræðna og var hluti af kjarabótum almennings. Samningaviðræður áttu sér stað og Alþýðusambandið lagði fram gögn sem sýndu að skattbyrði hefði aukist á þá sem lægst hafa launin. Það þurfti mikið afl til að breyta skattkerfinu og það var gert til að auka jöfnuð. Nú þegar ríkisstjórnin vill létta sköttum á þeim allra ríkustu og þar með veikja tekjustofna ríkisins er ekkert samráð og afar veikur rökstuðningur en jólagjöfin þeim mun veglegri. Í því sambandi má nefna að núverandi frítekjumark fjármagnstekna nýtist 90% framteljenda. Aðgerðin nýtist því 10% tekjuhæstu framteljendunum best. Horfið er af braut jöfnuðar og ekkert sem styður þennan gjörning á tímum þegar ríkissjóður hefur sannanlega ekki efni á að minnka tekjur sínar nema fyrir því séu afar góð rök. Nær væri að efla tekjuöflun ríkisins en með því að veikja tekjustofna sína er ríkið líka að rýra tekjur sveitarfélaga. Fleiri munu falla út af atvinnuleysisbótum og þurfa að treysta á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna auk þess sem þau hafa ríkar skyldur að halda uppi velferð á krepputímum. Á meðan þarf ríkasta fólk landsins, þau sem fá tekjur sínar af peningum og fjármálagjörningum, ekki að greiða útsvar til sveitarfélaga þótt þau nýti þjónustu þeirra á við alla aðra, hvort sem litið er til snjómoksturs eða leik- og grunnskóla. Þessar áherslur stjórnvalda vekja ekki vonir um að við komumst út úr kreppunni með jafnara og sanngjarnara samfélag. Þvert á móti á að nýta ástandið til að lauma bitlingum til ríkasta fólksins, það er jólagjöfin í ár. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það er handagangur í öskjunni á Alþingi rétt fyrir jól og möguleikar almennings, til að greina ákvarðanir og veita aðhald, takamarkaðir. Nú stendur fyrir dyrum að létta skattbyrði á þeim allra ríkustu í samfélaginu með því að hækka frítekjumark fjármagnstekna úr 150 þúsund í 300 þúsund og láta það ná til arðgreiðslna og söluhagnaðs. Aðgerð sem kostar ríkissjóð um milljarð á ári á sama tíma og Landspítalinn þarf að hagræða um 4 milljarða. Þetta má setja í samhengi við baráttuna um að ná fram skattalækkunum á þá allra tekjulægstu í samfélaginu samhliða Lífskjarasamningum. Sú skattalækkun var knúin fram í krafti kjaraviðræðna og var hluti af kjarabótum almennings. Samningaviðræður áttu sér stað og Alþýðusambandið lagði fram gögn sem sýndu að skattbyrði hefði aukist á þá sem lægst hafa launin. Það þurfti mikið afl til að breyta skattkerfinu og það var gert til að auka jöfnuð. Nú þegar ríkisstjórnin vill létta sköttum á þeim allra ríkustu og þar með veikja tekjustofna ríkisins er ekkert samráð og afar veikur rökstuðningur en jólagjöfin þeim mun veglegri. Í því sambandi má nefna að núverandi frítekjumark fjármagnstekna nýtist 90% framteljenda. Aðgerðin nýtist því 10% tekjuhæstu framteljendunum best. Horfið er af braut jöfnuðar og ekkert sem styður þennan gjörning á tímum þegar ríkissjóður hefur sannanlega ekki efni á að minnka tekjur sínar nema fyrir því séu afar góð rök. Nær væri að efla tekjuöflun ríkisins en með því að veikja tekjustofna sína er ríkið líka að rýra tekjur sveitarfélaga. Fleiri munu falla út af atvinnuleysisbótum og þurfa að treysta á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna auk þess sem þau hafa ríkar skyldur að halda uppi velferð á krepputímum. Á meðan þarf ríkasta fólk landsins, þau sem fá tekjur sínar af peningum og fjármálagjörningum, ekki að greiða útsvar til sveitarfélaga þótt þau nýti þjónustu þeirra á við alla aðra, hvort sem litið er til snjómoksturs eða leik- og grunnskóla. Þessar áherslur stjórnvalda vekja ekki vonir um að við komumst út úr kreppunni með jafnara og sanngjarnara samfélag. Þvert á móti á að nýta ástandið til að lauma bitlingum til ríkasta fólksins, það er jólagjöfin í ár. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun