Markmiðið að uppbyggingin hefjist sem fyrst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2020 10:32 Umrætt svæði. Mynd/Kollgáta Tillögur að breytingum á miðbæjarskipulagi Akureyrar voru kynntar í gær. Breytingarnar miða að því að uppbyggingin geti hafist sem fyrst. Tillögurnar voru kynntar á rafrænum íbúafundi í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Horft er til þess að um tuttugu þúsund fermetrar af nýju húsnæði rísi á svæði sem nú er að mestu bílastæði. Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var árið 2014. Svæðið sem breytingarnar ná til afmarkast við Glerárgötu, Kaupvangsstræti, Skipagötu, Hofsbót og Strandgötu. Á vef Akureyrarbæjar segir að markmiðið sé að nýta betur opið landrými á milli Skipagötu og Glerárgötu með nýjum húsaröðum, stækka þannig miðbæinn og bæta tengingu við höfnina og Hof með rúmgóðum austur-vestur gönguásum. Helstu breytingarnar eru þær að Glerárgata, þjóðvegur 1, verður áfram 2+2 vegur í núverandi legu, en gert er ráð fyrir þrengingu á einum stað með gönguþverun. Samkvæmt því skipulagi sem nú er í gildi átti að þrengja Glerárgötu en þar sem ekki hefur náðst samkomulag um það minnka lóðirnar og byggingareitirnir frá gildandi skipulagi. Gert er ráð fyrir að hæð þeirra bygginga sem muni rísa verðu að mestu þrjár hæðir, með inndreginni fjórðu hæð. Gerð er krafa um að á jarðhæð nýrra bygginga sem snúa að Skipagötu, Hofsbót og austur-vestur gönguásum verði lifandi starfsemi, svo sem verslanir, veitingastaðir, þjónusta og menningarstarfsemi sem stuðli að fjölbreyttu miðbæjarlífi. Þverun yfir Glerárgötu.Kollgáta. Auk þess er til að hluti Skipagötu verði einstefna til suðurs og að sama gildi um Hofsbót frá Skipagötu að Strandgötu. Þá er gert ráð fyrir nýjum og afmörkuðum hjólastíg eftir Skipagötu sem og reiðhjólastæðum og -skýlum fyrir almenning í miðbænum, auk þess sem kvöð er sett um reiðhjólageymslur í öllum nýjum byggingum innan svæðisins. Í tilkynningu frá bænum er haft eftir Hildi Jönu Gísladóttur bæjarfulltrúa og formanni stýrihóps um uppbyggingu miðbæjarsins að vonast sé til að með þessari tillögu geti uppbygging hafist hið fyrsta. Akureyri Skipulag Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Tillögurnar voru kynntar á rafrænum íbúafundi í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Horft er til þess að um tuttugu þúsund fermetrar af nýju húsnæði rísi á svæði sem nú er að mestu bílastæði. Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var árið 2014. Svæðið sem breytingarnar ná til afmarkast við Glerárgötu, Kaupvangsstræti, Skipagötu, Hofsbót og Strandgötu. Á vef Akureyrarbæjar segir að markmiðið sé að nýta betur opið landrými á milli Skipagötu og Glerárgötu með nýjum húsaröðum, stækka þannig miðbæinn og bæta tengingu við höfnina og Hof með rúmgóðum austur-vestur gönguásum. Helstu breytingarnar eru þær að Glerárgata, þjóðvegur 1, verður áfram 2+2 vegur í núverandi legu, en gert er ráð fyrir þrengingu á einum stað með gönguþverun. Samkvæmt því skipulagi sem nú er í gildi átti að þrengja Glerárgötu en þar sem ekki hefur náðst samkomulag um það minnka lóðirnar og byggingareitirnir frá gildandi skipulagi. Gert er ráð fyrir að hæð þeirra bygginga sem muni rísa verðu að mestu þrjár hæðir, með inndreginni fjórðu hæð. Gerð er krafa um að á jarðhæð nýrra bygginga sem snúa að Skipagötu, Hofsbót og austur-vestur gönguásum verði lifandi starfsemi, svo sem verslanir, veitingastaðir, þjónusta og menningarstarfsemi sem stuðli að fjölbreyttu miðbæjarlífi. Þverun yfir Glerárgötu.Kollgáta. Auk þess er til að hluti Skipagötu verði einstefna til suðurs og að sama gildi um Hofsbót frá Skipagötu að Strandgötu. Þá er gert ráð fyrir nýjum og afmörkuðum hjólastíg eftir Skipagötu sem og reiðhjólastæðum og -skýlum fyrir almenning í miðbænum, auk þess sem kvöð er sett um reiðhjólageymslur í öllum nýjum byggingum innan svæðisins. Í tilkynningu frá bænum er haft eftir Hildi Jönu Gísladóttur bæjarfulltrúa og formanni stýrihóps um uppbyggingu miðbæjarsins að vonast sé til að með þessari tillögu geti uppbygging hafist hið fyrsta.
Akureyri Skipulag Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira