Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2020 19:00 Einar Georgsson, lánasérfræðingur hjá HMS, og Inga Rós Gunnarsdóttir. Vísir/Egill Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í september. Síðan þá hafa borist 192 umsóknir og þar af hafa 72 verið samþykktar í þessari fyrstu úthlutun. Önnur úthlutun fer fram í lok desember og í framhaldinu verður lánunum úthlutað sex sinnum á ári. Heildarfjárhæð samþykktra lána er 617 milljónir og meðalaldur umsækjenda er 34 ár. „Þetta eru rosalega stór tímamót og við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) erum ofboðslega ánægð með að geta tekið þátt í þessu,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS. Inga Rós Gunnarsdóttir var fyrsti lántakandinn en hún mun flytja í nýbyggingu í Mosfellsbæ ásamt unnusta sínum og syni í febrúar. „Við fjölskyldan erum búin að vera á leigumarkaði lengi og átt erfitt með að safna fyrir útborgun í íbúð þannig að okkur þótti sniðugt að sækja um. Þetta er að hjálpa okkur að eignast okkar fyrstu íbúð og við erum ótrúlega ánægð með það,“ segir Inga. „Þetta er mikið gæfuspor fyrir fjölskylduna.“ Þá segir hún að afborganirnar af íbúðaláni verði töluvert lægri en á leigumarkaðnum. „Það munar miklu á leiguverðinu og það sem við munum borga af íbúðinni,“ segir hún. „Við vorum að borga um 220 þúsund á mánuði fyrir um 69 fermetra íbúð.“ Einar Georgsson lánasérfræðingur afhenti Ingu Rós blómvönd og hamingjuóskir í nýju íbúðinni hennar í dag, en hún fær hana formlega afhenta í febrúarmánuði. „Við erum með þessu að horfa á fyrstu kaupendur sem hafa verið á leigumarkaði og ekki náð að safna eigið fé. Þar erum við að koma inn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hjálpa með þann hluta útborgunarinnar. Þannig að fólk sem er þannig statt fær íbúðalán frá fjármálafyrirtæki og svo erum við að hjálpa með eigið féð,“ segir Einar. Nú þegar hefur stofnunin samþykkt 468 íbúðir, þar af 200 á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf um að byggja hagkvæmar íbúðir sem hægt verður að fjármagna með hlutdeildarláni, en þeir hyggjast byggja ríflega 2.300 íbúðir, þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Anna Guðmunda vonar að hlutdeildarlánin leiði til aukningar á nýjum, hagkvæmum íbúðum á fasteignamarkaði.Vísir/Egill „Við vonumst til að hlutdeildarlán hafi þau áhrif að það verði farið að byggja meira. Það vantar að byggja meira. Það er óuppfyllt íbúðaþörf núna. Það eru í raun og veru ekki nægilega margar íbúðir til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar á landinu. Við sjáum í raun og veru skýr merki um það að það er að draga verulega saman í nýbyggingum, sem er hættulegt á þessu stigi, þannig að við vonumst til að þetta vinni á móti því,“ segir Anna Guðmunda. Hlutdeildarlánin gera ráð fyrir að kaupandi þurfi aðeins að leggja fram fimm prósent kaupverðs í útborgum, og taki 75 prósent húsnæðislán. Í framhaldinu veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir 20 prósent kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af láninu en lántaki endurgreiðir það þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Lánið er veitt til tíu ára en hægt er að framlengja lánstíma um fimm ár í senn. Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í september. Síðan þá hafa borist 192 umsóknir og þar af hafa 72 verið samþykktar í þessari fyrstu úthlutun. Önnur úthlutun fer fram í lok desember og í framhaldinu verður lánunum úthlutað sex sinnum á ári. Heildarfjárhæð samþykktra lána er 617 milljónir og meðalaldur umsækjenda er 34 ár. „Þetta eru rosalega stór tímamót og við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) erum ofboðslega ánægð með að geta tekið þátt í þessu,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS. Inga Rós Gunnarsdóttir var fyrsti lántakandinn en hún mun flytja í nýbyggingu í Mosfellsbæ ásamt unnusta sínum og syni í febrúar. „Við fjölskyldan erum búin að vera á leigumarkaði lengi og átt erfitt með að safna fyrir útborgun í íbúð þannig að okkur þótti sniðugt að sækja um. Þetta er að hjálpa okkur að eignast okkar fyrstu íbúð og við erum ótrúlega ánægð með það,“ segir Inga. „Þetta er mikið gæfuspor fyrir fjölskylduna.“ Þá segir hún að afborganirnar af íbúðaláni verði töluvert lægri en á leigumarkaðnum. „Það munar miklu á leiguverðinu og það sem við munum borga af íbúðinni,“ segir hún. „Við vorum að borga um 220 þúsund á mánuði fyrir um 69 fermetra íbúð.“ Einar Georgsson lánasérfræðingur afhenti Ingu Rós blómvönd og hamingjuóskir í nýju íbúðinni hennar í dag, en hún fær hana formlega afhenta í febrúarmánuði. „Við erum með þessu að horfa á fyrstu kaupendur sem hafa verið á leigumarkaði og ekki náð að safna eigið fé. Þar erum við að koma inn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hjálpa með þann hluta útborgunarinnar. Þannig að fólk sem er þannig statt fær íbúðalán frá fjármálafyrirtæki og svo erum við að hjálpa með eigið féð,“ segir Einar. Nú þegar hefur stofnunin samþykkt 468 íbúðir, þar af 200 á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf um að byggja hagkvæmar íbúðir sem hægt verður að fjármagna með hlutdeildarláni, en þeir hyggjast byggja ríflega 2.300 íbúðir, þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Anna Guðmunda vonar að hlutdeildarlánin leiði til aukningar á nýjum, hagkvæmum íbúðum á fasteignamarkaði.Vísir/Egill „Við vonumst til að hlutdeildarlán hafi þau áhrif að það verði farið að byggja meira. Það vantar að byggja meira. Það er óuppfyllt íbúðaþörf núna. Það eru í raun og veru ekki nægilega margar íbúðir til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar á landinu. Við sjáum í raun og veru skýr merki um það að það er að draga verulega saman í nýbyggingum, sem er hættulegt á þessu stigi, þannig að við vonumst til að þetta vinni á móti því,“ segir Anna Guðmunda. Hlutdeildarlánin gera ráð fyrir að kaupandi þurfi aðeins að leggja fram fimm prósent kaupverðs í útborgum, og taki 75 prósent húsnæðislán. Í framhaldinu veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir 20 prósent kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af láninu en lántaki endurgreiðir það þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Lánið er veitt til tíu ára en hægt er að framlengja lánstíma um fimm ár í senn.
Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira