Deila um tölur snýst raunverulega um umfang og forgangsröðun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2020 11:45 Málið virðist ekki snúast um hvað torgið kostaði, heldur heildarumfang verksins og forgangsröðun. Framkvæmdakostnaður Reykjavíkurborgar vegna Óðinstorgs nam 60,6 milljónum króna samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar en heildarkostnaður framkvæmda á torginu og í nágrenni var 474 milljónir króna. Samþykktar fjárheimildir til verksins nema 505 milljónum króna. Það voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sem spurðust fyrir um kostnaðinn en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá sig tilneyddan til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum eftir að Vigdís Hauksdóttir, umræddur áheyrnarfulltrúi, hélt því fram á sama vettvangi að kostnaður Reykavíkurborgar vegna „torg hins himneska Dags“ hefði verið nær hálfur milljarður króna. Dagur greindi frá því að kostnaður við torgið sjálft hefði raunar verið um 60 milljónir og að torgið væri ekki sitt, heldur ætti heiðurinn að hugmyndinni Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona „í því sem þá hét Miðborgarstjórn.“ Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 10, 2020 Um hvað snýst málið? Málið virðist að hluta hártog þar sem aðilar eru að vísa í nákvæmlega sömu tölurnar. Það er rétt að kostnaður við Óðinstorg nam, samkvæmt svarinu sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, sannarlega 60 milljónum króna. Hins vegar virðist umkvörtunarefnið ekki nákvæmar tölur heldur heildarumfang verksins. Þannig vill Vigdís meina að „aðilar hafi verið blekktir“ þegar verkið var kynnt. Á þeim tíma hefði öll áhersla verið lögð á Óðinstorg og Týsgötu að hluta en á endanum hafi miklu stærra svæði verið undir. Þá gagnrýna borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins forgangsröðun verkefnisins umfram önnur brýnni mál. Torg hins himneska Dags/Óðistorg ;-) Verðmiðinn er kominn hér er bókun mín í málinu "Flott og dýrt skal það vera á...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Thursday, December 10, 2020 Lagnaframkvæmdirnar dýrastar Í svörum borgarmeirihlutans er vissulega gengist við því að verkið hafi verið umfangsmeira en svo að snúast bara um Óðinstorg og Týsgötu. Þar segir að framkvæmdasvæðið hafi náð til Skólavörðustígs, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastígs, Freyjutorg, Freyjugötu, Bjargarstígs og Óðinsgötu við Freyjutorg. Þá bendir meirihlutinn á að stærstur hluti kostnaðarins sé til komin vegna meira en 100 ára gamalla lagna undir svæðinu, sem hafi verið löngu komnar á tíma og stefnt að því frá hruni að skipta um. Borgarbúar geta verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs, segir Dagur. Fundargerð borgarráðs 10. desember. Tengd skjöl Framkvaemdakostnadur_vid_Odinstorg_og_nagrenniPDF406KBSækja skjal Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Samþykktar fjárheimildir til verksins nema 505 milljónum króna. Það voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sem spurðust fyrir um kostnaðinn en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá sig tilneyddan til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum eftir að Vigdís Hauksdóttir, umræddur áheyrnarfulltrúi, hélt því fram á sama vettvangi að kostnaður Reykavíkurborgar vegna „torg hins himneska Dags“ hefði verið nær hálfur milljarður króna. Dagur greindi frá því að kostnaður við torgið sjálft hefði raunar verið um 60 milljónir og að torgið væri ekki sitt, heldur ætti heiðurinn að hugmyndinni Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona „í því sem þá hét Miðborgarstjórn.“ Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 10, 2020 Um hvað snýst málið? Málið virðist að hluta hártog þar sem aðilar eru að vísa í nákvæmlega sömu tölurnar. Það er rétt að kostnaður við Óðinstorg nam, samkvæmt svarinu sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, sannarlega 60 milljónum króna. Hins vegar virðist umkvörtunarefnið ekki nákvæmar tölur heldur heildarumfang verksins. Þannig vill Vigdís meina að „aðilar hafi verið blekktir“ þegar verkið var kynnt. Á þeim tíma hefði öll áhersla verið lögð á Óðinstorg og Týsgötu að hluta en á endanum hafi miklu stærra svæði verið undir. Þá gagnrýna borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins forgangsröðun verkefnisins umfram önnur brýnni mál. Torg hins himneska Dags/Óðistorg ;-) Verðmiðinn er kominn hér er bókun mín í málinu "Flott og dýrt skal það vera á...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Thursday, December 10, 2020 Lagnaframkvæmdirnar dýrastar Í svörum borgarmeirihlutans er vissulega gengist við því að verkið hafi verið umfangsmeira en svo að snúast bara um Óðinstorg og Týsgötu. Þar segir að framkvæmdasvæðið hafi náð til Skólavörðustígs, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastígs, Freyjutorg, Freyjugötu, Bjargarstígs og Óðinsgötu við Freyjutorg. Þá bendir meirihlutinn á að stærstur hluti kostnaðarins sé til komin vegna meira en 100 ára gamalla lagna undir svæðinu, sem hafi verið löngu komnar á tíma og stefnt að því frá hruni að skipta um. Borgarbúar geta verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs, segir Dagur. Fundargerð borgarráðs 10. desember. Tengd skjöl Framkvaemdakostnadur_vid_Odinstorg_og_nagrenniPDF406KBSækja skjal
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira