Hertar sóttvarnir hafi dregið úr bjartsýni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2020 12:21 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gert er ráð fyrir um fimmtíu og sex milljarða króna meiri halla á næsta ári en kynnt var í fjárlögum í haust. Samkvæmt breytingatillögu meirihluta fjármálanefndar nemur hann nú um 320 milljörðum króna. Önnur umræða um fjárlög fer nú fram á Alþingi og kynnti Willum Þór Þórsson, nefndarformaður breytingatillögur meirihluta nefndarinnar í morgun. „Það er ljóst að framleiðslusamdrátturinn í hagkerfinu er mikill og snöggur, eða allt að þrjú hundruð milljarða króna framleiðslutap. Mér er til efs að við höfum nokkurn tíman séð slíkan snöggan skell,“ sagði Willum á Alþingi í morgun. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 320 milljarða króna á næsta ári. Þegar fjárlög voru kynnt í byrjun október var gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla og í áliti er þessi 56 milljarða króna mismunur skýrður með því að efnahagsframvindan hafi reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Þá hafi verið bætt við mótvægisaðgerðir vegna faraldursins. „Og hertar sóttvarnir síðustu mánuði, frá því að frumvarpið var unnið, hafa aðeins dregið úr þeirri bjartsýni sem við leyfðum okkur að hafa í sumar,“ sagði Willum. Samkvæmt fjármálastefnu er miðað við að halli á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga geti samtals numið tíu prósentum af vergri landsframleiðslu auk þess sem gert er ráð fyrir óvissusvigrúmi sem nemur þremur prósentum. Þrjú hundruð og tuttugu milljarða króna halli fer yfir tíu prósenta viðmiðið og er nú gengið á um helming óvissusvigrúmsins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Segir loftslagsmarkmið ófjármögnuð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun var rætt um ný loftslagsmarkmið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst kynna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Stefnt er að meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en áður. Samkvæmt tilkynningu verður farið úr núverandi markmiði um 40 prósenta samdrátt, miðað við árið 1990, í 55% samdrátt eða meira fyrir árið 2030. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sagði á Alþingi í morgun að þessi áætlun væri ófjármögnuð. „Við upphaf annarrar umræðu fjárlaga í dag liggur fyrir að þessi nýju áform forsætisráðherra eru ófjármögnuð. Einungis 0,1 prósenta aukning af landsframleiðslu til umhverfismála og sannarlega ekki gert ráð fyrir þessum nýju markmiðum í fjárlögum,“ sagði Logi og spurði hvort ríkisstjórnin væri ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra væri ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Önnur umræða um fjárlög fer nú fram á Alþingi og kynnti Willum Þór Þórsson, nefndarformaður breytingatillögur meirihluta nefndarinnar í morgun. „Það er ljóst að framleiðslusamdrátturinn í hagkerfinu er mikill og snöggur, eða allt að þrjú hundruð milljarða króna framleiðslutap. Mér er til efs að við höfum nokkurn tíman séð slíkan snöggan skell,“ sagði Willum á Alþingi í morgun. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar segir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 320 milljarða króna á næsta ári. Þegar fjárlög voru kynnt í byrjun október var gert ráð fyrir 264 milljarða króna halla og í áliti er þessi 56 milljarða króna mismunur skýrður með því að efnahagsframvindan hafi reynst heldur lakari en gert var ráð fyrir. Þá hafi verið bætt við mótvægisaðgerðir vegna faraldursins. „Og hertar sóttvarnir síðustu mánuði, frá því að frumvarpið var unnið, hafa aðeins dregið úr þeirri bjartsýni sem við leyfðum okkur að hafa í sumar,“ sagði Willum. Samkvæmt fjármálastefnu er miðað við að halli á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga geti samtals numið tíu prósentum af vergri landsframleiðslu auk þess sem gert er ráð fyrir óvissusvigrúmi sem nemur þremur prósentum. Þrjú hundruð og tuttugu milljarða króna halli fer yfir tíu prósenta viðmiðið og er nú gengið á um helming óvissusvigrúmsins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Segir loftslagsmarkmið ófjármögnuð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun var rætt um ný loftslagsmarkmið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst kynna á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardag. Stefnt er að meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en áður. Samkvæmt tilkynningu verður farið úr núverandi markmiði um 40 prósenta samdrátt, miðað við árið 1990, í 55% samdrátt eða meira fyrir árið 2030. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sagði á Alþingi í morgun að þessi áætlun væri ófjármögnuð. „Við upphaf annarrar umræðu fjárlaga í dag liggur fyrir að þessi nýju áform forsætisráðherra eru ófjármögnuð. Einungis 0,1 prósenta aukning af landsframleiðslu til umhverfismála og sannarlega ekki gert ráð fyrir þessum nýju markmiðum í fjárlögum,“ sagði Logi og spurði hvort ríkisstjórnin væri ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra væri ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira