Paolo Rossi kvaddi okkur í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 07:30 Paolo Rossi á hápunkti ferils síns á heimsmeistaramótinu á Spáni 1982 þar sem hann varð heimsmeistari, markakóngur og besti leikmaður. Getty/Mark Leech Árið 2020 heldur áfram að taka. Ítalska knattspyrnugoðsögnin Paolo Rossi lést í gær 64 ára að aldri. Paolo Rossi er önnur stjarna heimsmeistarakeppni í knattspyrnu sem yfirgefur okkur á stuttum tíma því Diego Maradona lést í lok nóvember. Paolo Rossi var markakóngur og besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar á Spáni árið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í þriðja sinn. Ítalska sjónvarpsstöðin RAI Sport tilkynnti um fráfall Rossi en hann var knattspyrnusérfræðingur hjá stöðinni. Rossi skoraði sex mörk á HM á Spáni en öll mörkin komu í þremur síðustu leikjum ítalska liðsins, þrenna í mikilvægum sigri á Brasilíu, tvö mörk í undanúrslitum á móti Póllandi og loks fyrsta markið í sigri á Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Paolo Rossi, Italian football great and World Cup winner, dies aged 64 https://t.co/WdOmTquRTd— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Cappelletti Federica, eiginkona Rossi, staðfesti fréttirnar með því að birta minningarorð um eiginmann sinn á Instagram en hvergi hefur komið fram úr hverju Paolo Rossi lést. Paolo Rossi lék með Juventus á hápunkti ferils síns og varð tvisvar ítalskur meistari og tvisvar Evrópumeistari með liðinu. Rossi er aðeins einn þriggja leikmanna sem hefur unnið öll verðlaun í boði á einni heimsmeistarakeppni, það er Gullskóinn sem markahæsti leikmaður, Gullhnöttinn sem besti leikmaður og svo gullverðlaun sem heimsmeistari. Hann afrekaði þetta eins og áður sagði með Ítalíu 1982 en hinir eru Garrincha með Brasilíu árið 1962 og Mario Kempes með Argentínu árið 1978. Rossi skoraði alls níu mörk fyrir Ítalíu á heimsmeistaramótum og er markahæsti leikmaður þjóðarinnar ásamt þeim Roberto Baggio og Christian Vieri. Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Ítalía Andlát Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Paolo Rossi er önnur stjarna heimsmeistarakeppni í knattspyrnu sem yfirgefur okkur á stuttum tíma því Diego Maradona lést í lok nóvember. Paolo Rossi var markakóngur og besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar á Spáni árið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í þriðja sinn. Ítalska sjónvarpsstöðin RAI Sport tilkynnti um fráfall Rossi en hann var knattspyrnusérfræðingur hjá stöðinni. Rossi skoraði sex mörk á HM á Spáni en öll mörkin komu í þremur síðustu leikjum ítalska liðsins, þrenna í mikilvægum sigri á Brasilíu, tvö mörk í undanúrslitum á móti Póllandi og loks fyrsta markið í sigri á Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Paolo Rossi, Italian football great and World Cup winner, dies aged 64 https://t.co/WdOmTquRTd— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Cappelletti Federica, eiginkona Rossi, staðfesti fréttirnar með því að birta minningarorð um eiginmann sinn á Instagram en hvergi hefur komið fram úr hverju Paolo Rossi lést. Paolo Rossi lék með Juventus á hápunkti ferils síns og varð tvisvar ítalskur meistari og tvisvar Evrópumeistari með liðinu. Rossi er aðeins einn þriggja leikmanna sem hefur unnið öll verðlaun í boði á einni heimsmeistarakeppni, það er Gullskóinn sem markahæsti leikmaður, Gullhnöttinn sem besti leikmaður og svo gullverðlaun sem heimsmeistari. Hann afrekaði þetta eins og áður sagði með Ítalíu 1982 en hinir eru Garrincha með Brasilíu árið 1962 og Mario Kempes með Argentínu árið 1978. Rossi skoraði alls níu mörk fyrir Ítalíu á heimsmeistaramótum og er markahæsti leikmaður þjóðarinnar ásamt þeim Roberto Baggio og Christian Vieri.
Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Ítalía Andlát Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn