Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:21 Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir breytingarnar sem þingmenn sameinuðust allir um þýddu að greiðslur til öryrkja hækkuðu í samræmi við launahækkanir. Vísir/Vilhelm Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. Önnur umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um framfærsluuppbót og eingreiðslu til öryrkja fór fram í dag og skiluðu fulltrúar allra flokka í velferðarnefnd sameiginlegu áliti í málinu. Upphæð tekjuuppbótar er uppfærð og síðan hækkuð um 3,6 prósent og dregið úr tekjutengingum til lækkunar bóta. Halla Signý Kristjánsdóttir segir þingheim leggja höfuðáherslu á að öryrkjum berist 50 þúsund króna skattfrjáls eingreiðsla fyrir jól.Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir annar varamaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins mælti fyrir nefndaráliti fulltrúa allra flokka. Hún sagði frumvarpið tryggja öryrkjum miðað við fullar bætur 50 þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu og öðrum miðað við hlutfall bóta sem ekki skerði aðrar greiðslur til þeirra. „Nefndin leggur áherslu á að sérstök eingreiðsla verði greidd út tímanlega fyrir jólin. Nefndin telur brýnt að tryggja hraðan framgang málsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt,“ segir Halla Signý. Guðmundur Ingi Kristinsson segir vinnubrögð fulltrúa flokka í velferðarnefnd hafa verið til fyrirmyndar í þessu máli.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fagnaði því sérstaklega að allir flokkar skyldu sameinast um afgreiðslu málsins. Batnandi mönnum væri best að lifa. „Ég vona heitt og innilega þessi vinnubrögð sem við erum búin að sýna í þessu máli, hvernig við unnum þetta mál og koma því fyrir og hvernig er verið að setja þetta fram allir í sátt og samlyndi viti á gott. Þetta þurfum við að gera oftar og við þurfum að taka höndum saman og sjá til þess líka í þessu samhengi og gera það á þann hátt að við sjáum til þess að enginn þurfi að lifa í fátækt eða sárafátækt á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi. Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um framfærsluuppbót og eingreiðslu til öryrkja fór fram í dag og skiluðu fulltrúar allra flokka í velferðarnefnd sameiginlegu áliti í málinu. Upphæð tekjuuppbótar er uppfærð og síðan hækkuð um 3,6 prósent og dregið úr tekjutengingum til lækkunar bóta. Halla Signý Kristjánsdóttir segir þingheim leggja höfuðáherslu á að öryrkjum berist 50 þúsund króna skattfrjáls eingreiðsla fyrir jól.Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir annar varamaður velferðarnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins mælti fyrir nefndaráliti fulltrúa allra flokka. Hún sagði frumvarpið tryggja öryrkjum miðað við fullar bætur 50 þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu og öðrum miðað við hlutfall bóta sem ekki skerði aðrar greiðslur til þeirra. „Nefndin leggur áherslu á að sérstök eingreiðsla verði greidd út tímanlega fyrir jólin. Nefndin telur brýnt að tryggja hraðan framgang málsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt,“ segir Halla Signý. Guðmundur Ingi Kristinsson segir vinnubrögð fulltrúa flokka í velferðarnefnd hafa verið til fyrirmyndar í þessu máli.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fagnaði því sérstaklega að allir flokkar skyldu sameinast um afgreiðslu málsins. Batnandi mönnum væri best að lifa. „Ég vona heitt og innilega þessi vinnubrögð sem við erum búin að sýna í þessu máli, hvernig við unnum þetta mál og koma því fyrir og hvernig er verið að setja þetta fram allir í sátt og samlyndi viti á gott. Þetta þurfum við að gera oftar og við þurfum að taka höndum saman og sjá til þess líka í þessu samhengi og gera það á þann hátt að við sjáum til þess að enginn þurfi að lifa í fátækt eða sárafátækt á Íslandi,“ sagði Guðmundur Ingi.
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Fátækum neitað um réttlæti Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. 12. október 2020 09:00
Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur. 19. maí 2020 19:20