Sjúkraþjálfun eldri borgara - Ég var í þrísetnum barnaskóla Jakobína Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2020 11:02 „Baby Boom“ kynslóðin er að komast á ellilífeyrisaldur. Þegar þessi kynslóð var að alast upp voru mörg börn á hverju heimili í góðæri eftirstríðsáranna. Barnaskólinn í hverfinu mínu var vel byggður og góður en allt of lítill fyrir þennan mikla barnaskara. Þess vegna var brugðið á það ráð að þrísetja skólann. Einn hópur kom klukkan átta, annar klukkan ellefu og sá þriðji klukkan tvö. Mömmurnar voru heima og þetta gekk vel. Á menntaskólaárunum var ég um tíma í tvísetnum skóla, a.m.k. fyrstu árin. „Baby Boom“ kynslóðin hefur haft ruðningsáhrif ef svo má segja. Skólar voru stækkaðir, og innviðir þjóðfélagsins stækkuðu, á endanum voru skólar einsetnir. Mömmurnar voru ekki lengur heima og börnin fengu mat í skólanum, allt féll í ljúfa löð. Nú er komið að síðasta kafla ruðningsáhrifa „Baby Boom“ kynslóðarinnar. Hún er að komast á ellilífeyrisaldur og HVAÐ ÞÁ-? Við munum ekki tví- eða þrísetja hjúkrunarheimili, -eða hvað? Á næstu árum má vænta mikillar fjölgunar landsmanna í hópi eldri borgara. Reiknað er með að landsmönnum 67 ára og eldri fjölgi um 42% á næstu fimmtán árum eða um 30 þúsund. Fjölgun 85 ára og eldri verður veruleg eftir 2028. Reiknað er með að þessi hópur næstum þrefaldist að stærð á tímabilinu frá 2019 til 2060, úr tæplega 2% í rúmlega 5% af þjóðinni. Við þurfum sem samfélag að vera tilbúin til þess að gera eldri borgurum mögulegt að lifa með reisn. Gera þeim kleift að vera eins sjálfbjarga og mögulegt er eins lengi og nokkur kostur er. Stærsti þátturinn í að gera þetta mögulegt er að viðhalda góðri heilsu og þá kemur gildi þjálfunar strax í hugann. Það sýnir sig betur og betur með rannsóknum í nútímanum, það sem sjúkraþjálfarar hafa alltaf vitað, að þjálfun er einn mikilvægasti þátturinn í að halda góðri heilsu í gegnum lífið. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun hægir á framgangi öldrunarsjúkdóma. Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í að þjálfa fólk og viðhalda færni við allar mögulegar aðstæður frá vöggu til grafar. Þjálfun eldri borgara og allt það sem gera má til þess að endurhæfa og viðhalda færni gerir þeim kleift að búa lengur sjálfbjarga heima við. Þjálfun á styrk, jafnvægi og úthaldi bætir ekki einungis heilsu, bæði líkamlega og andlega, heldur stuðlar hún einnig að meira öryggi, færri byltum og færri brotum. Sjúkraþjálfun er nú í boði á stofum úti í bæ og inni á heimilum fyrir þá sem veikari eru. Þjónusta við eldri borgara á þennan hátt er samfélagslega miklvæg og seinkar og eða fækkar innlögnum á sjúkrahús og á hjúkrunarheimili. Með því má spara háar fjárhæðir fyrir samfélagið á sama tíma og aldraðir geta búið lengur heima við verið meira sjálfbjarga og haldið virðingu sinni og reisn. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og landsmenn allir séu meðvitaðir um gildi þjálfunar. Sparnaður á þessu sviði getur valdið óþarfa og óvæntum útgjöldum annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraþjálfarar hafa nú starfað án samnings við Sjúkratryggingar, á reglugerð, í bráðum tvö ár. Nýverið var reglugerð framlengd til tveggja mánaða með ákvæði um þrengra aðgengi almennings að sjúkraþjálfun þar sem bráðameðferðir voru felldar niður. Skýtur hér skökku við á tímum þar sem álag á heilbrigðiskerfið er mikið. Vilji ráðamenn bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er lykillinn að því stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar. Hver kynslóð hefur mikið fram að færa. Enginn vill verða byrði á samfélaginu. „Baby Boom“ kynslóðin hefur ekki sungið sitt síðasta. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Baby Boom“ kynslóðin er að komast á ellilífeyrisaldur. Þegar þessi kynslóð var að alast upp voru mörg börn á hverju heimili í góðæri eftirstríðsáranna. Barnaskólinn í hverfinu mínu var vel byggður og góður en allt of lítill fyrir þennan mikla barnaskara. Þess vegna var brugðið á það ráð að þrísetja skólann. Einn hópur kom klukkan átta, annar klukkan ellefu og sá þriðji klukkan tvö. Mömmurnar voru heima og þetta gekk vel. Á menntaskólaárunum var ég um tíma í tvísetnum skóla, a.m.k. fyrstu árin. „Baby Boom“ kynslóðin hefur haft ruðningsáhrif ef svo má segja. Skólar voru stækkaðir, og innviðir þjóðfélagsins stækkuðu, á endanum voru skólar einsetnir. Mömmurnar voru ekki lengur heima og börnin fengu mat í skólanum, allt féll í ljúfa löð. Nú er komið að síðasta kafla ruðningsáhrifa „Baby Boom“ kynslóðarinnar. Hún er að komast á ellilífeyrisaldur og HVAÐ ÞÁ-? Við munum ekki tví- eða þrísetja hjúkrunarheimili, -eða hvað? Á næstu árum má vænta mikillar fjölgunar landsmanna í hópi eldri borgara. Reiknað er með að landsmönnum 67 ára og eldri fjölgi um 42% á næstu fimmtán árum eða um 30 þúsund. Fjölgun 85 ára og eldri verður veruleg eftir 2028. Reiknað er með að þessi hópur næstum þrefaldist að stærð á tímabilinu frá 2019 til 2060, úr tæplega 2% í rúmlega 5% af þjóðinni. Við þurfum sem samfélag að vera tilbúin til þess að gera eldri borgurum mögulegt að lifa með reisn. Gera þeim kleift að vera eins sjálfbjarga og mögulegt er eins lengi og nokkur kostur er. Stærsti þátturinn í að gera þetta mögulegt er að viðhalda góðri heilsu og þá kemur gildi þjálfunar strax í hugann. Það sýnir sig betur og betur með rannsóknum í nútímanum, það sem sjúkraþjálfarar hafa alltaf vitað, að þjálfun er einn mikilvægasti þátturinn í að halda góðri heilsu í gegnum lífið. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun hægir á framgangi öldrunarsjúkdóma. Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í að þjálfa fólk og viðhalda færni við allar mögulegar aðstæður frá vöggu til grafar. Þjálfun eldri borgara og allt það sem gera má til þess að endurhæfa og viðhalda færni gerir þeim kleift að búa lengur sjálfbjarga heima við. Þjálfun á styrk, jafnvægi og úthaldi bætir ekki einungis heilsu, bæði líkamlega og andlega, heldur stuðlar hún einnig að meira öryggi, færri byltum og færri brotum. Sjúkraþjálfun er nú í boði á stofum úti í bæ og inni á heimilum fyrir þá sem veikari eru. Þjónusta við eldri borgara á þennan hátt er samfélagslega miklvæg og seinkar og eða fækkar innlögnum á sjúkrahús og á hjúkrunarheimili. Með því má spara háar fjárhæðir fyrir samfélagið á sama tíma og aldraðir geta búið lengur heima við verið meira sjálfbjarga og haldið virðingu sinni og reisn. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og landsmenn allir séu meðvitaðir um gildi þjálfunar. Sparnaður á þessu sviði getur valdið óþarfa og óvæntum útgjöldum annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraþjálfarar hafa nú starfað án samnings við Sjúkratryggingar, á reglugerð, í bráðum tvö ár. Nýverið var reglugerð framlengd til tveggja mánaða með ákvæði um þrengra aðgengi almennings að sjúkraþjálfun þar sem bráðameðferðir voru felldar niður. Skýtur hér skökku við á tímum þar sem álag á heilbrigðiskerfið er mikið. Vilji ráðamenn bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er lykillinn að því stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar. Hver kynslóð hefur mikið fram að færa. Enginn vill verða byrði á samfélaginu. „Baby Boom“ kynslóðin hefur ekki sungið sitt síðasta. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun