Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. desember 2020 20:00 Fátækt á sér margar birtingarmyndir. Enda þótt við sjáum ekki grátandi börn á götunni að betla, þá eru allt of margir á vergangi með börnin sín. Fátækar fjölskyldur leita sér skjóls jafnvel í óleyfishúsnæði, húsnæði sem er stundum í slæmu ásigkomulagi þar sem brunavarnir eru ekki í lagi. Flokkur fólksins vill sjá málefni þeirra verst settu sett ofar á forgangslista borgarinnar. Útsvarsprósenta er eins há og hún má vera í Reykjavík en samt er hér fólk sem býr við slæman efnahag. Þeir sem búa við fátækt eru oft börn einstæðra foreldra. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega þurfa að forgangsraða ef endar ná ekki saman og þá koma grunnþarfir fyrst. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti tekna fátækra og láglaunafólks í húsaleigu, allt að 80% . Það er erfitt að ná endum saman þegar 20% launa eiga að duga fyrir öllu öðru. Þessi staða hefur ríkt í Reykjavík lengi. Börn fátækra foreldra sitja þess vegna ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Tillagan um fríar máltíðir í leik- og grunnskólum Flokkur fólksins hefur bæði lagt fram tillögur um að skólamáltíðir verði fríar og einnig að þær verði tekjutengdar. Flokkur fólksins hefur jafnframt lagt til að gjald fyrir frístundaheimili verði tekjutengt og tillögur hafa einnig verið lagðar fram um lækkun á þessum gjöldum eins og fordæmi eru fyrir í öðrum sveitarfélögum. Í tekjujöfnun eru tvær meginleiðir. Sú fyrri er að fólk borgi mismikla skatta. En þá þarf skattkerfið að vera þrepaskipt, t.d. með 5 þrepum. Andstæðan við það er að skattprósenta sé eins hjá öllum en að þeir efnaðri greiði meira fyrir velferðarþjónustu en þeir fátæku. Sem borgarfulltrúi get ég ekki haft áhrif á skattprósentuna en er að reyna með þessum tillögum að hafa áhrif á hvað velferðarþjónusta kostar. Hvað við kemur skólamáltíðum þá er aðeins ein fær leið sem tryggir að ekkert barn verði nokkurn tíma svangt í skólanum og það er að hafa skólamáltíðirnar fríar. Núna eru skattar á Íslandi lítið þrepaskiptir. Þeir ríku borgar hlutfallslega minni skatta en þeir fátæku og því er mjög eðlilegt að tekjutengja nauðsynleg gjöld, sérstaklega þau sem snúa að þjónustu við börnin. Margir sem eru í góðum efnum vilja gjarnan borga meira og finnst sjálfsagt að þeir sem minna hafa milli handanna borgi minna. Kostir við að tekjutengja gjöld að þessu tagi er að tryggja að það fólk sem virkilega þarf aðstoðina fái hana og að þeir efnameiri borgi meira en þeir efnaminni og fátæku. Það er alla vega ekki annað hægt að segja en að Flokkur fólksins hafi reynt allt til að tryggja að ekkert barn þurfi nokkurn tíma að vera svangt í skóla og að öll börn geti átt öruggt athvarf í frístundinni án tillits til efnahags foreldra. Þetta var eitt af því sem Flokkur fólksins lofaði að beita sér fyrir í kosningabaráttunni og Flokkur fólksins stendur við gefin loforð. Vandinn er sá að Flokkur fólksins er í minnihluta bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Í sambandi við fríar skólamáltíðir er gjarnan spurt, hvar á að taka fjármagnið? Vissulega fylgir því umtalsverður kostnaður að hafa fríar skólamáltíðir en borgarsjóður er ekki tómur. Þetta er einfaldlega spurning um hvernig við óskum að deila út fjármagninu. Samhliða er sjálfsagt að skoða hvernig megi hagræða í þessum málaflokki. Ein leið er að minnka matarsóun. Minnka má matarsóun með því að leyfa börnum að skammta sér sjálf og vigta það sem þau leifa. Þeirra þátttaka í að sporna við matarsóun hefur sýnt að skili árangri. Fátæku börnin njóta síður góðs af Frístundakortinu Frá árinu 2009 hefur verið heimilt að nota frístundakort barnsins, sem hugsað var til að auka jöfnuð barna í íþróttum, til að greiða gjald frístundaheimilis. Það eru oftast fátæku og efnaminni foreldrarnir sem verða stundum að grípa til þessa ráðs. Þessu hefði þurft að breyta þannig að í staðinn fyrir að grípa til frístundakortsins sem gjaldmiðils fyrir frístundaheimili fengju foreldrar sérstakan styrk fyrir frístundaheimilinu. Frístundakortið er réttur barnsins og við honum á ekki að hrófla heldur frekar að hjálpa barninu til að finna sér tómstund eða íþrótt þar sem það getur nýtt rétt sinn til frístundakortsins. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Fátækt á sér margar birtingarmyndir. Enda þótt við sjáum ekki grátandi börn á götunni að betla, þá eru allt of margir á vergangi með börnin sín. Fátækar fjölskyldur leita sér skjóls jafnvel í óleyfishúsnæði, húsnæði sem er stundum í slæmu ásigkomulagi þar sem brunavarnir eru ekki í lagi. Flokkur fólksins vill sjá málefni þeirra verst settu sett ofar á forgangslista borgarinnar. Útsvarsprósenta er eins há og hún má vera í Reykjavík en samt er hér fólk sem býr við slæman efnahag. Þeir sem búa við fátækt eru oft börn einstæðra foreldra. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega þurfa að forgangsraða ef endar ná ekki saman og þá koma grunnþarfir fyrst. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti tekna fátækra og láglaunafólks í húsaleigu, allt að 80% . Það er erfitt að ná endum saman þegar 20% launa eiga að duga fyrir öllu öðru. Þessi staða hefur ríkt í Reykjavík lengi. Börn fátækra foreldra sitja þess vegna ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Tillagan um fríar máltíðir í leik- og grunnskólum Flokkur fólksins hefur bæði lagt fram tillögur um að skólamáltíðir verði fríar og einnig að þær verði tekjutengdar. Flokkur fólksins hefur jafnframt lagt til að gjald fyrir frístundaheimili verði tekjutengt og tillögur hafa einnig verið lagðar fram um lækkun á þessum gjöldum eins og fordæmi eru fyrir í öðrum sveitarfélögum. Í tekjujöfnun eru tvær meginleiðir. Sú fyrri er að fólk borgi mismikla skatta. En þá þarf skattkerfið að vera þrepaskipt, t.d. með 5 þrepum. Andstæðan við það er að skattprósenta sé eins hjá öllum en að þeir efnaðri greiði meira fyrir velferðarþjónustu en þeir fátæku. Sem borgarfulltrúi get ég ekki haft áhrif á skattprósentuna en er að reyna með þessum tillögum að hafa áhrif á hvað velferðarþjónusta kostar. Hvað við kemur skólamáltíðum þá er aðeins ein fær leið sem tryggir að ekkert barn verði nokkurn tíma svangt í skólanum og það er að hafa skólamáltíðirnar fríar. Núna eru skattar á Íslandi lítið þrepaskiptir. Þeir ríku borgar hlutfallslega minni skatta en þeir fátæku og því er mjög eðlilegt að tekjutengja nauðsynleg gjöld, sérstaklega þau sem snúa að þjónustu við börnin. Margir sem eru í góðum efnum vilja gjarnan borga meira og finnst sjálfsagt að þeir sem minna hafa milli handanna borgi minna. Kostir við að tekjutengja gjöld að þessu tagi er að tryggja að það fólk sem virkilega þarf aðstoðina fái hana og að þeir efnameiri borgi meira en þeir efnaminni og fátæku. Það er alla vega ekki annað hægt að segja en að Flokkur fólksins hafi reynt allt til að tryggja að ekkert barn þurfi nokkurn tíma að vera svangt í skóla og að öll börn geti átt öruggt athvarf í frístundinni án tillits til efnahags foreldra. Þetta var eitt af því sem Flokkur fólksins lofaði að beita sér fyrir í kosningabaráttunni og Flokkur fólksins stendur við gefin loforð. Vandinn er sá að Flokkur fólksins er í minnihluta bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Í sambandi við fríar skólamáltíðir er gjarnan spurt, hvar á að taka fjármagnið? Vissulega fylgir því umtalsverður kostnaður að hafa fríar skólamáltíðir en borgarsjóður er ekki tómur. Þetta er einfaldlega spurning um hvernig við óskum að deila út fjármagninu. Samhliða er sjálfsagt að skoða hvernig megi hagræða í þessum málaflokki. Ein leið er að minnka matarsóun. Minnka má matarsóun með því að leyfa börnum að skammta sér sjálf og vigta það sem þau leifa. Þeirra þátttaka í að sporna við matarsóun hefur sýnt að skili árangri. Fátæku börnin njóta síður góðs af Frístundakortinu Frá árinu 2009 hefur verið heimilt að nota frístundakort barnsins, sem hugsað var til að auka jöfnuð barna í íþróttum, til að greiða gjald frístundaheimilis. Það eru oftast fátæku og efnaminni foreldrarnir sem verða stundum að grípa til þessa ráðs. Þessu hefði þurft að breyta þannig að í staðinn fyrir að grípa til frístundakortsins sem gjaldmiðils fyrir frístundaheimili fengju foreldrar sérstakan styrk fyrir frístundaheimilinu. Frístundakortið er réttur barnsins og við honum á ekki að hrófla heldur frekar að hjálpa barninu til að finna sér tómstund eða íþrótt þar sem það getur nýtt rétt sinn til frístundakortsins. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun