Rússneskur vísindamaður ákærður fyrir landráð Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2020 16:51 Anatoly Gubanov er sagður vera sérfræðingur í þróun hljóðfrárra eldflauga. EPA/Maxim Shipenkov Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir landráð. Fregnir bárust af handtöku Anatoly Gubanov í gær og er hann sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum um þróun hljóðfrárra flugvéla og eldflauga til útsendara annars ríkis. TASS fréttaveitan, sem er í eigu ríkisins, sagði frá því í gær að mál Gubanov væri leynilegt og því væru upplýsingar um hvaða gögn eðlisfræðingurinn er sakaður um að hafa afhent og til hvaða ríkis, væru ríkisleyndarmál. Réttarhöldin sjálf verða líklegast leynileg en verði Gubanov fundinn sekur gæti hann verið dæmdur til allt að tuttugu ára fangelsisvistar. Rússar hafa á undanförnum árum lagt mikið kapp í að þróa hljóðfráar eldfalugar og flugvélar. Þegar tilraun með eina slíka eldflaug heppnaðist í október sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að slík vopn myndu tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Þá var eldflaug af gerðinni Tsirkon skotið af skipi og að eyju í um 450 kílómetra fjarlægð. Þegar mest var, náði eldflaugin áttföldum hljóðhraða, sem samsvarar tæplega tíu þúsund kílómetrum á klukkustund. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Reuters segir málaferli eins og þau sem beinast nú gegn Gubanov vera tiltölulega algeng í Rússlandi. Í síðasta mánuði hafi maður verið dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að reyna að leka hernaðarleyndarmálum til Bandaríkjanna. Þá hafi hermaður og bróðir hans verið handteknir í október fyrir að leka ríkisleyndarmálum til Eistlands. Rússland Hernaður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
TASS fréttaveitan, sem er í eigu ríkisins, sagði frá því í gær að mál Gubanov væri leynilegt og því væru upplýsingar um hvaða gögn eðlisfræðingurinn er sakaður um að hafa afhent og til hvaða ríkis, væru ríkisleyndarmál. Réttarhöldin sjálf verða líklegast leynileg en verði Gubanov fundinn sekur gæti hann verið dæmdur til allt að tuttugu ára fangelsisvistar. Rússar hafa á undanförnum árum lagt mikið kapp í að þróa hljóðfráar eldfalugar og flugvélar. Þegar tilraun með eina slíka eldflaug heppnaðist í október sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að slík vopn myndu tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Þá var eldflaug af gerðinni Tsirkon skotið af skipi og að eyju í um 450 kílómetra fjarlægð. Þegar mest var, náði eldflaugin áttföldum hljóðhraða, sem samsvarar tæplega tíu þúsund kílómetrum á klukkustund. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Reuters segir málaferli eins og þau sem beinast nú gegn Gubanov vera tiltölulega algeng í Rússlandi. Í síðasta mánuði hafi maður verið dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að reyna að leka hernaðarleyndarmálum til Bandaríkjanna. Þá hafi hermaður og bróðir hans verið handteknir í október fyrir að leka ríkisleyndarmálum til Eistlands.
Rússland Hernaður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira