„Þetta er alls ekki tíminn til að slaka á“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. desember 2020 11:47 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í gær. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ánægjulegt að allir þeir tólf sem greindust með veiruna innanlands í gær hafi verið í sóttkví. Það sé þó alls ekki svo að það megi slaka á og hætta að fara eftir leiðbeiningum um sóttvarnir. Þá minnir Þórólfur einnig á að það hafi verið tekin heldur færri sýni í gær en undanfarið. „Þetta þýðir bara það að við þurfum að halda áfram að vera dugleg og vanda okkur og gera það sem við þurfum að gera. Þetta er alls ekki tíminn til að slaka á og hætta að fara eftir leiðbeiningum, síður en svo,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þannig að fólk á ekki að taka þessu sem svo að það sé óhætt að mæta í boð um helgina? „Nei, alls ekki, síður en svo. Þá bara glutrum við þessu niður aftur.“ Þórólfur hyggst eftir helgi skila nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Aðspurður hvort hann sé farinn að sjá fyrir sér að það verði hægt að fara í tilslakanir segist hann ekki kominn svo langt. Hlutirnir geti breyst mjög hratt eins og reynslan sýni. „Auðvitað er ég alltaf að pæla eitthvað en ég er ekkert svona alvarlega sem ég get deilt með þjóðinni. Við verðum að sjá hvernig helgin verður og hvernig þetta verður því við sáum hvað gerðist síðast. Við héldum að við værum komin á góðan stað þegar allt í einu hlutirnir snerust við og ég þurfti að draga í land með allt sem ég var búinn að ákveða,“ segir Þórólfur. Hávær en lítill hópur sem sé mótfallinn bólusetningu Fregnir bárust af því í gær að vandamál væru komin upp við framleiðslu bóluefnis Pfizer gegn Covid-19 en íslenska ríkið mun í næstu viku skrifa undir samning við lyfjafyrirtækið um kaup á skömmtum fyrir 85 þúsund manns. Gerir Pfizer ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu. Þórólfur segir að svona vandamál við framleiðslu geti haft áhrif á afhendingu skammta hér. Hann viti þó ekki nákvæmlega hvaða þýðingu þetta hafi og segir að við þurfum að vera viðbúin því að eitthvað komi upp á í tengslum við áætlanir um dreifingu og afhendingu bóluefna gegn Covid-19. Þá minnir hann á að Lyfjastofnun Evrópu eigi enn eftir að samþykkja bóluefni Pfizer en ráðgert er að stofnunin gefi álit sitt á efninu eigi síðar en 29. desember. Þórólfur segir forsendu þess að bóluefni sé notað hér á landi sé að Lyfjastofnun Evrópa hafi samþykkt að efnið bæði virki eins og það eigi að gera og að það sé öruggt. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að einhver hópur hér á landi muni ekki vilja bólusetja sig og það muni áhrif á hvort hér náist hjarðónæmi segir Þórólfur erfitt að segja til um það. „Þessi umræða er gamalgróin hér um andstöðu við bólusetningu. En við vitum það með aðrar bólusetningar hér að andstaða á Íslandi gegn bólusetningu er mjög lítil. Það er lítill hópur sem er mótfallinn bólusetningum og mjög hávær og maður gæti haldið að andstaðan væri meiri en raunin er en endurteknar rannsóknir hafa sýnt það að Íslendingar kunna að meta og sjá alveg gagnsemina af bólusetningum og eru þess vegna hlynntir bólusetningum. Ég vona svo sannarlega að fólk muni bregðast vel við ef niðurstaðan er sú að bóluefnin virka vel og eru örugg,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lyf Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Það sé þó alls ekki svo að það megi slaka á og hætta að fara eftir leiðbeiningum um sóttvarnir. Þá minnir Þórólfur einnig á að það hafi verið tekin heldur færri sýni í gær en undanfarið. „Þetta þýðir bara það að við þurfum að halda áfram að vera dugleg og vanda okkur og gera það sem við þurfum að gera. Þetta er alls ekki tíminn til að slaka á og hætta að fara eftir leiðbeiningum, síður en svo,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þannig að fólk á ekki að taka þessu sem svo að það sé óhætt að mæta í boð um helgina? „Nei, alls ekki, síður en svo. Þá bara glutrum við þessu niður aftur.“ Þórólfur hyggst eftir helgi skila nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Aðspurður hvort hann sé farinn að sjá fyrir sér að það verði hægt að fara í tilslakanir segist hann ekki kominn svo langt. Hlutirnir geti breyst mjög hratt eins og reynslan sýni. „Auðvitað er ég alltaf að pæla eitthvað en ég er ekkert svona alvarlega sem ég get deilt með þjóðinni. Við verðum að sjá hvernig helgin verður og hvernig þetta verður því við sáum hvað gerðist síðast. Við héldum að við værum komin á góðan stað þegar allt í einu hlutirnir snerust við og ég þurfti að draga í land með allt sem ég var búinn að ákveða,“ segir Þórólfur. Hávær en lítill hópur sem sé mótfallinn bólusetningu Fregnir bárust af því í gær að vandamál væru komin upp við framleiðslu bóluefnis Pfizer gegn Covid-19 en íslenska ríkið mun í næstu viku skrifa undir samning við lyfjafyrirtækið um kaup á skömmtum fyrir 85 þúsund manns. Gerir Pfizer ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu. Þórólfur segir að svona vandamál við framleiðslu geti haft áhrif á afhendingu skammta hér. Hann viti þó ekki nákvæmlega hvaða þýðingu þetta hafi og segir að við þurfum að vera viðbúin því að eitthvað komi upp á í tengslum við áætlanir um dreifingu og afhendingu bóluefna gegn Covid-19. Þá minnir hann á að Lyfjastofnun Evrópu eigi enn eftir að samþykkja bóluefni Pfizer en ráðgert er að stofnunin gefi álit sitt á efninu eigi síðar en 29. desember. Þórólfur segir forsendu þess að bóluefni sé notað hér á landi sé að Lyfjastofnun Evrópa hafi samþykkt að efnið bæði virki eins og það eigi að gera og að það sé öruggt. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að einhver hópur hér á landi muni ekki vilja bólusetja sig og það muni áhrif á hvort hér náist hjarðónæmi segir Þórólfur erfitt að segja til um það. „Þessi umræða er gamalgróin hér um andstöðu við bólusetningu. En við vitum það með aðrar bólusetningar hér að andstaða á Íslandi gegn bólusetningu er mjög lítil. Það er lítill hópur sem er mótfallinn bólusetningum og mjög hávær og maður gæti haldið að andstaðan væri meiri en raunin er en endurteknar rannsóknir hafa sýnt það að Íslendingar kunna að meta og sjá alveg gagnsemina af bólusetningum og eru þess vegna hlynntir bólusetningum. Ég vona svo sannarlega að fólk muni bregðast vel við ef niðurstaðan er sú að bóluefnin virka vel og eru örugg,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lyf Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira