Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2020 23:45 Bóluefnið er framleitt í Belgíu og geymist við um 70 stiga frost. Rafael Henrique/SOPA Images/LightRocket/Getty Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bretar heimiluðu notkun á Pfizer-bóluefninu fyrstir þjóða í gær og voru skammtarnir fljótlega sendir af stað frá Belgíu, þar sem bóluefnið er framleitt. Jonathan Van-Tam, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bretlands, segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að dreifa bóluefninu eins hratt og í eins miklu magni og hægt væri. Vistmenn og starfsmenn á hjúkrunarheimilum er efst á forgangslistanum í Bretlandi, auk fólks yfir áttrætt og heilbrigðisstarfsmanna. Bretar hafa þegar pantað 40 milljónir skammta af bóluefninu sem dugar fyrir tuttugu milljónir, en tvær sprautur þarf til að efnið virki sem skyldi. Aldrei áður hefur bóluefni verið þróað á svo skömmum tíma, eða á um tíu mánuðum, þróunaferli sem hefði í venjulegu árferði tekið um tíu ár. Greint var frá því í dag að snurða væri hlaupin á þráðinn hjá Pfizer/BioNTech. Fyrirtækið gerir nú ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra skammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs, að sögn vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu nauðsynlegra hráefna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Vandræði við bóluefnaframleiðslu Pfizer Lyfjaframleiðandinn Pfizer gerir ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra Covid-19 bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu. 3. desember 2020 22:07 Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. 2. desember 2020 20:39 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bretar heimiluðu notkun á Pfizer-bóluefninu fyrstir þjóða í gær og voru skammtarnir fljótlega sendir af stað frá Belgíu, þar sem bóluefnið er framleitt. Jonathan Van-Tam, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bretlands, segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að dreifa bóluefninu eins hratt og í eins miklu magni og hægt væri. Vistmenn og starfsmenn á hjúkrunarheimilum er efst á forgangslistanum í Bretlandi, auk fólks yfir áttrætt og heilbrigðisstarfsmanna. Bretar hafa þegar pantað 40 milljónir skammta af bóluefninu sem dugar fyrir tuttugu milljónir, en tvær sprautur þarf til að efnið virki sem skyldi. Aldrei áður hefur bóluefni verið þróað á svo skömmum tíma, eða á um tíu mánuðum, þróunaferli sem hefði í venjulegu árferði tekið um tíu ár. Greint var frá því í dag að snurða væri hlaupin á þráðinn hjá Pfizer/BioNTech. Fyrirtækið gerir nú ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra skammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs, að sögn vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu nauðsynlegra hráefna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Vandræði við bóluefnaframleiðslu Pfizer Lyfjaframleiðandinn Pfizer gerir ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra Covid-19 bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu. 3. desember 2020 22:07 Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. 2. desember 2020 20:39 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01
Vandræði við bóluefnaframleiðslu Pfizer Lyfjaframleiðandinn Pfizer gerir ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra Covid-19 bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu. 3. desember 2020 22:07
Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. 2. desember 2020 20:39