Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2020 16:34 Glæpir áströlsku sveitarinnar áttu sér stað á árunum 2009-2013. epa/Paul Miller Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. Mikil líkindi þykja með Sómalíu-hneykslinu og því máli sem nú er til rannsóknar innan ástralska hersins en samkvæmt nýrri skýrslu tóku 19 úrvalssveitarmenn þátt í því að myrða 39 almenna borgara í Afganistan á árunum 2009-2013. Í skýrslu Australian Defence Force segir m.a. að morðin megi rekja til „stríðsmannakúltúrs“ innan sveitarinnar en nýliðar voru t.d. „vígðir“ með því að láta skjóta fanga. Þá tóku menn lögin í eigin hendur og gengust upp í því að vera útvaldir og „sérstakir“. Stilltu sér upp með fórnarlambinu og tóku myndir Sómalíu-hneykslið snérist um hermenn í Airborne Regiment en þeir urðu m.a. uppvísir að því að hafa pyntað og myrt 16 ára sómalskan dreng árið 1993. Þeir voru á þeim tíma hluti af friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu. Hermennirnir tóku hryllilegar myndir þar sem þeir stilltu sér upp með hinum 16 ára Shidane Arone á meðan pyntingunum stóð en í framhaldinu komu einnig í ljós myndskeið sem sýndu hermenn láta rasísk ummæli falla og taka þátt í grimmdarlegum „busavígslum“. Málið vakti mikla reiði meðal Kanadamanna og árið 1995 ákvað David Collenette, þáverandi varnarmálaráðherra, að leysa sveitina upp og láta fallhlífaherdeildirnar þrjár sem henni tilheyrðu renna inn í aðrar sveitir. Eina leiðin til að uppræta vandann Engar fregnir hafa borist af því að áströlsk stjórnvöld séu að velta því fyrir sér að fara sömu leið en Collenette sagði í samtali við Guardian að þetta hefði verið eina leiðin til að takast á við þau djúpstæðu vandamál sem hefðu leitt til framgöngu hermannanna. „Ég er ekki að segja að bara af því að Kanada gerði þetta ættu önnur ríki að gera slíkt hið sama,“ sagði hann. „En ef þú horfir á okkar reynslu, þar sem stríðsglæpir enduðu í sakfelllingum og þær afhjúpuðu kerfislæg vandamál innan þeirra stofnana þaðan sem einstaklingarnir komu, þá virtist rökrétt, ef þú taldir þig ekki geta breytt kúltúrnum, að byrja upp á nýtt. Sem er það sem við gerðum og það virkaði.“ Collenette sagði vandann m.a. hafa verið fólginn í því að innan hersins voru menn enn að hugsa eins og þeir gerðu í heimsstyrjöldunum, í Kóreu og á tímum kalda stríðsins. Ákvörðun hans hefði komið mönnum á óvart en það hefði engu að síður verið tilfinning manna að grípa þyrfti til róttækra ráðstafana. Aðgerðirnar hefðu borið árangur; Sómalíu-hneykslið væri ljótasti bletturinn á hernaðarsögu Kanada en mikið vatn runnið til sjávar. Enginn kanadískur hermaður hefur verið ásakaður um stríðsglæp síðan. Guardian og BBC sögðu frá. Ástralía Kanada Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32 Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Mikil líkindi þykja með Sómalíu-hneykslinu og því máli sem nú er til rannsóknar innan ástralska hersins en samkvæmt nýrri skýrslu tóku 19 úrvalssveitarmenn þátt í því að myrða 39 almenna borgara í Afganistan á árunum 2009-2013. Í skýrslu Australian Defence Force segir m.a. að morðin megi rekja til „stríðsmannakúltúrs“ innan sveitarinnar en nýliðar voru t.d. „vígðir“ með því að láta skjóta fanga. Þá tóku menn lögin í eigin hendur og gengust upp í því að vera útvaldir og „sérstakir“. Stilltu sér upp með fórnarlambinu og tóku myndir Sómalíu-hneykslið snérist um hermenn í Airborne Regiment en þeir urðu m.a. uppvísir að því að hafa pyntað og myrt 16 ára sómalskan dreng árið 1993. Þeir voru á þeim tíma hluti af friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu. Hermennirnir tóku hryllilegar myndir þar sem þeir stilltu sér upp með hinum 16 ára Shidane Arone á meðan pyntingunum stóð en í framhaldinu komu einnig í ljós myndskeið sem sýndu hermenn láta rasísk ummæli falla og taka þátt í grimmdarlegum „busavígslum“. Málið vakti mikla reiði meðal Kanadamanna og árið 1995 ákvað David Collenette, þáverandi varnarmálaráðherra, að leysa sveitina upp og láta fallhlífaherdeildirnar þrjár sem henni tilheyrðu renna inn í aðrar sveitir. Eina leiðin til að uppræta vandann Engar fregnir hafa borist af því að áströlsk stjórnvöld séu að velta því fyrir sér að fara sömu leið en Collenette sagði í samtali við Guardian að þetta hefði verið eina leiðin til að takast á við þau djúpstæðu vandamál sem hefðu leitt til framgöngu hermannanna. „Ég er ekki að segja að bara af því að Kanada gerði þetta ættu önnur ríki að gera slíkt hið sama,“ sagði hann. „En ef þú horfir á okkar reynslu, þar sem stríðsglæpir enduðu í sakfelllingum og þær afhjúpuðu kerfislæg vandamál innan þeirra stofnana þaðan sem einstaklingarnir komu, þá virtist rökrétt, ef þú taldir þig ekki geta breytt kúltúrnum, að byrja upp á nýtt. Sem er það sem við gerðum og það virkaði.“ Collenette sagði vandann m.a. hafa verið fólginn í því að innan hersins voru menn enn að hugsa eins og þeir gerðu í heimsstyrjöldunum, í Kóreu og á tímum kalda stríðsins. Ákvörðun hans hefði komið mönnum á óvart en það hefði engu að síður verið tilfinning manna að grípa þyrfti til róttækra ráðstafana. Aðgerðirnar hefðu borið árangur; Sómalíu-hneykslið væri ljótasti bletturinn á hernaðarsögu Kanada en mikið vatn runnið til sjávar. Enginn kanadískur hermaður hefur verið ásakaður um stríðsglæp síðan. Guardian og BBC sögðu frá.
Ástralía Kanada Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32 Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35
Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03
Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32
Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08