Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:16 Húsið er eitt það verðmætasta á landinu og státar meðal annars af sundlaug og útsýni til sjávar. Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Greint er frá kaupunum í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt heimildum Markaðarins nemi kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Það er vel yfir fasteignamati sem er 221 milljón króna. Húsið er rúmlega 600 fermetrar og keypti Skúli það árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni sem kenndur var við verslanir 10-11. Kaupveðrið var á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla og síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hafði Skúli lýst því að hann hefði fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Í september var síðan greint frá því að Arion banki hefði eignast húsið. Þegar það var auglýst til sölu á þeim tíma var óskað eftir tilboðum í það en ári áður hafði Skotsilfur Fréttablaðsins haft eftir heimildum að ásett verð væri um 700 milljónir króna. Að því er segir í frétt Markaðarins er Davíð á meðal ríkustu núlifandi Íslendinga eftir að Unity var skráð í kauphöllina í New York um miðjan september. Er markaðsvirði félagsins, sem hefur hækkað um 200 prósent frá skráningu, nú um 41,7 milljarðar Bandaríkjadala eða jafnvirði um 5.500 milljarðar íslenskra króna. Davíð á um fjögur prósent í Unity og er eignarhlutur hans því metinn á um 200 milljarða króna. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum árið 2004. Hann hefur búið erlendis um langt skeið en ætlar nú að flytja heim, að því er fram kemur í Markaðnum. Hús og heimili WOW Air Íslenskir bankar Seltjarnarnes Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Greint er frá kaupunum í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt heimildum Markaðarins nemi kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Það er vel yfir fasteignamati sem er 221 milljón króna. Húsið er rúmlega 600 fermetrar og keypti Skúli það árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni sem kenndur var við verslanir 10-11. Kaupveðrið var á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla og síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hafði Skúli lýst því að hann hefði fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Í september var síðan greint frá því að Arion banki hefði eignast húsið. Þegar það var auglýst til sölu á þeim tíma var óskað eftir tilboðum í það en ári áður hafði Skotsilfur Fréttablaðsins haft eftir heimildum að ásett verð væri um 700 milljónir króna. Að því er segir í frétt Markaðarins er Davíð á meðal ríkustu núlifandi Íslendinga eftir að Unity var skráð í kauphöllina í New York um miðjan september. Er markaðsvirði félagsins, sem hefur hækkað um 200 prósent frá skráningu, nú um 41,7 milljarðar Bandaríkjadala eða jafnvirði um 5.500 milljarðar íslenskra króna. Davíð á um fjögur prósent í Unity og er eignarhlutur hans því metinn á um 200 milljarða króna. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum árið 2004. Hann hefur búið erlendis um langt skeið en ætlar nú að flytja heim, að því er fram kemur í Markaðnum.
Hús og heimili WOW Air Íslenskir bankar Seltjarnarnes Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira