Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn ekki krefjast þess að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í verði endurupptekinn og ekki dæmt brotaþola í prófmáli bætur. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm dómstólsins sjálfs frá því í fyrra um að þáverandi dómsmálaráðherra hafi vissulega haft lagalega heimild til að breyta lista hæfnisnefndar um fimmtán dómara í nýjan Landsrétt. Ráðherra hafi hins vegar hundsað þau skilyrði að rannsaka umsækjendur og leggja á þá sjálfstætt mat. Þá hafi Alþingi gerst brotlegt við lagaákvæði um skipan dómaranna með því að láta ekki greiða atkvæði um hvern og einn þeirra heldur alla saman. Sigríður segir dóminn ekki koma sér á óvart miðað við fyrri dóm og skipan dómstólsins. Sigríður Andersen segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu.EPA/PATRICK SEEGER „Það er auðvitað hnýtt í ráðherrann. Það er hnýtt í Alþingi og það er hnýtt í Hæstarétt Íslands því það er dómur Hæstaréttar sem er þarna undir. En niðurstaðan virðist samt sem áður í rauninni ekki gera neitt með það og það er sérstaklega áréttað að þetta kalli ekki á að íslenska ríkið þurfi að endurupptaka alla dóma sér hér hafa fallið,“ segir Sigríður. Það væru þá dómar sem þeir fjórir dómarar hefðu dæmt sem Sigríður bætti á lista hæfisnefndar yfir hæfa dómara hafa dæmt. Hver og einn dæmdur í þeim málum þyrfi að ákveða hvort hann leggði mál sitt fyrir nýjan endurupptökudóm sem tók gildi í dag á fullveldisdaginn 1. desember. Sigríður segir ljóst eftir samtöl hennar við leiðtoga allra flokka að óbreyttur listi hefði aldrei verið samþykktur á Alþingi. Alþingi samþykkti að greiða atkvæði um alla dómarana fimmtán í einni atkvæðagreiðslu en ekki í sitthvoru lagi eins og lögin kváðu á um. Sigríður segir það fullkomlega í samræmi við þingskaparlög.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég reyndar lagði að mönnum að greiða atkvæði um hvern og einn. En það var ákvörðun forsætisnefndar, ábyggilega í samstarfi við skrifstofustjórann að gera það með þessum hætti. En ég árétta að ég fellst alveg á sjónarmið þingsins að þessu leyti. Þetta er fullkomlega í samræmi við þingskapareglur,“ segir dómsmálaráðherrann fyrrverandi sem sagði af sér eftir dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins. Sigríður segir það mikinn misskilning að halda því fram að þetta væri eitthvað stórkostlegt atriði. Enda hefði Hæstiréttur bent á að þetta varðaði ekki að dómarar hefðu verið ólöglega skipaðir. Tillit hafi verið tekið til margra ábendinga Mannréttindadómstólsins á undanförnum árum en ekki allra. Hæstiréttur hefði lokaorðið í öllum ágreiningi fyrir dómi á Íslandi. „En það virðist vera svlítið erfitt að fá umræðuna eða þá sem taka þátt í þessari umræðu til að átta sig á þessu grundvallaratriði,“ segir Sigríður. Íslendingar séu bundnir af þjóðarrétti en ekki landsrétti í þessum málum. „Það sem ég hef lesið er ótrúleg óvirðing í garð Alþingis Íslendinga sérstaklega með þessari niðurstöðu. Þá held ég að mönnum sé holt að staldra aðeins við og reyna að átta sig á tilgangi og markmiði með þessari þátttöku í dómstólnum,“ segir Sigríður Andersen. Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. 1. desember 2020 16:23 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm dómstólsins sjálfs frá því í fyrra um að þáverandi dómsmálaráðherra hafi vissulega haft lagalega heimild til að breyta lista hæfnisnefndar um fimmtán dómara í nýjan Landsrétt. Ráðherra hafi hins vegar hundsað þau skilyrði að rannsaka umsækjendur og leggja á þá sjálfstætt mat. Þá hafi Alþingi gerst brotlegt við lagaákvæði um skipan dómaranna með því að láta ekki greiða atkvæði um hvern og einn þeirra heldur alla saman. Sigríður segir dóminn ekki koma sér á óvart miðað við fyrri dóm og skipan dómstólsins. Sigríður Andersen segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu.EPA/PATRICK SEEGER „Það er auðvitað hnýtt í ráðherrann. Það er hnýtt í Alþingi og það er hnýtt í Hæstarétt Íslands því það er dómur Hæstaréttar sem er þarna undir. En niðurstaðan virðist samt sem áður í rauninni ekki gera neitt með það og það er sérstaklega áréttað að þetta kalli ekki á að íslenska ríkið þurfi að endurupptaka alla dóma sér hér hafa fallið,“ segir Sigríður. Það væru þá dómar sem þeir fjórir dómarar hefðu dæmt sem Sigríður bætti á lista hæfisnefndar yfir hæfa dómara hafa dæmt. Hver og einn dæmdur í þeim málum þyrfi að ákveða hvort hann leggði mál sitt fyrir nýjan endurupptökudóm sem tók gildi í dag á fullveldisdaginn 1. desember. Sigríður segir ljóst eftir samtöl hennar við leiðtoga allra flokka að óbreyttur listi hefði aldrei verið samþykktur á Alþingi. Alþingi samþykkti að greiða atkvæði um alla dómarana fimmtán í einni atkvæðagreiðslu en ekki í sitthvoru lagi eins og lögin kváðu á um. Sigríður segir það fullkomlega í samræmi við þingskaparlög.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég reyndar lagði að mönnum að greiða atkvæði um hvern og einn. En það var ákvörðun forsætisnefndar, ábyggilega í samstarfi við skrifstofustjórann að gera það með þessum hætti. En ég árétta að ég fellst alveg á sjónarmið þingsins að þessu leyti. Þetta er fullkomlega í samræmi við þingskapareglur,“ segir dómsmálaráðherrann fyrrverandi sem sagði af sér eftir dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins. Sigríður segir það mikinn misskilning að halda því fram að þetta væri eitthvað stórkostlegt atriði. Enda hefði Hæstiréttur bent á að þetta varðaði ekki að dómarar hefðu verið ólöglega skipaðir. Tillit hafi verið tekið til margra ábendinga Mannréttindadómstólsins á undanförnum árum en ekki allra. Hæstiréttur hefði lokaorðið í öllum ágreiningi fyrir dómi á Íslandi. „En það virðist vera svlítið erfitt að fá umræðuna eða þá sem taka þátt í þessari umræðu til að átta sig á þessu grundvallaratriði,“ segir Sigríður. Íslendingar séu bundnir af þjóðarrétti en ekki landsrétti í þessum málum. „Það sem ég hef lesið er ótrúleg óvirðing í garð Alþingis Íslendinga sérstaklega með þessari niðurstöðu. Þá held ég að mönnum sé holt að staldra aðeins við og reyna að átta sig á tilgangi og markmiði með þessari þátttöku í dómstólnum,“ segir Sigríður Andersen.
Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. 1. desember 2020 16:23 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. 1. desember 2020 16:23
Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04