Átak í eldvörnum um allt land Húsnæðis- og mannvirkjstofnun 30. nóvember 2020 11:57 Eyrún Viktorsdóttir, forvarnarfulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ýtt úr vör átakinu Eldklár. Markmiðið er að fræða landsmenn alla um brunavarnir og vekja fólk til umhugsunar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ýtt úr vör átakinu Eldklár. Markmiðið er að fræða landsmenn alla um brunavarnir og vekja fólk til umhugsunar. „Ástæða þess að við förum af stað með átakið er augljós en það hafa orðið alvarlegir brunar upp á síðakastið, mannskæðir brunar sem mikið hefur verið fjallað um og við skynjum ótta og óhug í samfélaginu. Því viljum við grípa inn í með fræðslu og forvörnum í formi þessa átaks því brunavarnir heimafyrir eru grundvallaratriði. Í öðru lagi er mikið álag á slökkviliði landsins og með átakinu vonumst við einnig til að draga úr álaginu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir, forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Eldklár - Fjögur einföld atriði from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Átakið fer þannig fram að fólk skráir þátttöku inni á heimasíðunni hms.is/eldklár eða á facebook. Þátttakendur fá sendan gátlista með þeim grundvallar brunavörum sem eiga að vera á hverju heimili. Síðan er farið yfir heimilið með gátlistann og hakað við það sem er í lagi. Ef einhverju þarf að bæta úr eru fræðslumyndbönd og upplýsingar inni á hms.is „Gátlistarnir eru almennir en einnig er hægt að sækja sérhæfðari fræðslu á heimasíðunni okkar, eftir því í hvernig húsnæði viðkomandi býr. Er til dæmis um einbýli að ræða, fjölbýli eða timburhús? Ólík viðmið geta gilt um mismunandi húsnæði,“ útskýrir Eyrún. „Þá fylgjum við þátttakendum eftir með því að senda reglulegar áminningar því það er auðvelt að gleyma sér. Nú er aðventan gengin í garð og landsmenn kveikja á kertum og skreyta heimilin jólaljósum. Sérstaka aðgát þarf því að viðhafa í jólamánuðinum en Eyrún segir Eldklár ekki hugsað sem tímabundið átak. „Við setjum enga endadagsetningu á þetta. Við leggjum áherslu á heimilin núna og svo í framhaldinu tökum við opinberar byggingar, skrifstofur, veitingastaði og svo koll af kolli. Við ætlum okkur að koma brunavörunum alls staðar í lag og eldklár verður fastur hluti af þjónustu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar næstu árin.“ Upplýsingar um átakið og skráningu er að finna á hms.is/eldklar . Einnig er hægt að fylgjast með átakinu á facebook Hús og heimili Jól Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ýtt úr vör átakinu Eldklár. Markmiðið er að fræða landsmenn alla um brunavarnir og vekja fólk til umhugsunar. „Ástæða þess að við förum af stað með átakið er augljós en það hafa orðið alvarlegir brunar upp á síðakastið, mannskæðir brunar sem mikið hefur verið fjallað um og við skynjum ótta og óhug í samfélaginu. Því viljum við grípa inn í með fræðslu og forvörnum í formi þessa átaks því brunavarnir heimafyrir eru grundvallaratriði. Í öðru lagi er mikið álag á slökkviliði landsins og með átakinu vonumst við einnig til að draga úr álaginu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir, forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Eldklár - Fjögur einföld atriði from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Átakið fer þannig fram að fólk skráir þátttöku inni á heimasíðunni hms.is/eldklár eða á facebook. Þátttakendur fá sendan gátlista með þeim grundvallar brunavörum sem eiga að vera á hverju heimili. Síðan er farið yfir heimilið með gátlistann og hakað við það sem er í lagi. Ef einhverju þarf að bæta úr eru fræðslumyndbönd og upplýsingar inni á hms.is „Gátlistarnir eru almennir en einnig er hægt að sækja sérhæfðari fræðslu á heimasíðunni okkar, eftir því í hvernig húsnæði viðkomandi býr. Er til dæmis um einbýli að ræða, fjölbýli eða timburhús? Ólík viðmið geta gilt um mismunandi húsnæði,“ útskýrir Eyrún. „Þá fylgjum við þátttakendum eftir með því að senda reglulegar áminningar því það er auðvelt að gleyma sér. Nú er aðventan gengin í garð og landsmenn kveikja á kertum og skreyta heimilin jólaljósum. Sérstaka aðgát þarf því að viðhafa í jólamánuðinum en Eyrún segir Eldklár ekki hugsað sem tímabundið átak. „Við setjum enga endadagsetningu á þetta. Við leggjum áherslu á heimilin núna og svo í framhaldinu tökum við opinberar byggingar, skrifstofur, veitingastaði og svo koll af kolli. Við ætlum okkur að koma brunavörunum alls staðar í lag og eldklár verður fastur hluti af þjónustu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar næstu árin.“ Upplýsingar um átakið og skráningu er að finna á hms.is/eldklar . Einnig er hægt að fylgjast með átakinu á facebook
Upplýsingar um átakið og skráningu er að finna á hms.is/eldklar . Einnig er hægt að fylgjast með átakinu á facebook
Hús og heimili Jól Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið Sjá meira