Vonast til að De Gea geti mætt PSG Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 12:01 David de Gea fær aðhlynningu eftir að hafa meiðst gegn Southampton í gær. Getty/Mike Hewitt Ole Gunnar Solskjær vonast til þess að spænski markmaðurinn David de Gea verði búinn að jafna sig fyrir stórleik Manchester United við PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. De Gea fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik í leik United við Southampton í gær. Þá var staðan 2-0 fyrir Southampton. Lítið reyndi á Dean Henderson sem stóð í markinu í seinni hálfleik þegar United sneri leiknum sér í vil og vann 3-2. De Gea skall með vinstra hnéð í stöngina þegar hann reyndi að verjast aukaspyrnu James Ward-Prowse, þegar Southampton komst í 2-0. Solskjær var spurður út í meiðslin eftir leik: „Við skulum fara með De Gea í smávægilega skönnun eða skoðun. Vonandi verður hann í lagi á miðvikudaginn en ég er ekki viss,“ sagði knattspyrnustjórinn. „Dean spilaði samt vel. Hann er markmaður sem er vanur því að láta í sér heyra. Hann vill skipuleggja liðið. Hann þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í markvörslunum en sýndi öryggi í höndunum,“ sagði Solskjær. View this post on Instagram A post shared by Dean Henderson (@deanhenderson) Þetta var fyrsti leikur Hendersons fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði hann spilað í deildabikarnum og Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, eftir að hafa verið að láni hjá Sheffield United síðustu tvö ár og þótt standa sig vel í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Spurður út í orðróm þess efnis að Henderson færi að láni í janúar sagði Solskjær í síðustu viku að enski markmaðurinn „vildi vera áfram hjá Manchester United“. Henderson berst fyrir sæti sínu í enska landsliðshópnum sem fer á EM næsta sumar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
De Gea fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik í leik United við Southampton í gær. Þá var staðan 2-0 fyrir Southampton. Lítið reyndi á Dean Henderson sem stóð í markinu í seinni hálfleik þegar United sneri leiknum sér í vil og vann 3-2. De Gea skall með vinstra hnéð í stöngina þegar hann reyndi að verjast aukaspyrnu James Ward-Prowse, þegar Southampton komst í 2-0. Solskjær var spurður út í meiðslin eftir leik: „Við skulum fara með De Gea í smávægilega skönnun eða skoðun. Vonandi verður hann í lagi á miðvikudaginn en ég er ekki viss,“ sagði knattspyrnustjórinn. „Dean spilaði samt vel. Hann er markmaður sem er vanur því að láta í sér heyra. Hann vill skipuleggja liðið. Hann þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í markvörslunum en sýndi öryggi í höndunum,“ sagði Solskjær. View this post on Instagram A post shared by Dean Henderson (@deanhenderson) Þetta var fyrsti leikur Hendersons fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði hann spilað í deildabikarnum og Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, eftir að hafa verið að láni hjá Sheffield United síðustu tvö ár og þótt standa sig vel í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Spurður út í orðróm þess efnis að Henderson færi að láni í janúar sagði Solskjær í síðustu viku að enski markmaðurinn „vildi vera áfram hjá Manchester United“. Henderson berst fyrir sæti sínu í enska landsliðshópnum sem fer á EM næsta sumar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. 29. nóvember 2020 16:00