Kim sagður reiður og óskynsamur Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 12:53 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. Þetta er meðal þess sem kom fram í upplýsingum sem leyniþjónusta Suður-Kóreu veitti þingmönnum í dag. Meðal þess sem kom fram á fundinum, samkvæmt þingmönnum sem sóttu fundinn og hafa rætt við fjölmiðla, er að Kim hefur látið taka minnst tvo menn að lífi á undanförnum mánuðum. Einn þeirra var kom að gjaldmiðlaviðskiptum Norður-Kóreu og var víst tekinn af lífi þar sem Kim kenndi honum um versnandi gengi. Hinn er sagður hafa verið landamæravörður og var tekinn af lífi fyrir að fylgja ekki eftir ströngum reglum um sóttvarnir varðandi innflutning. Kim er einnig sagður hafa bannað fiskveiðar og saltvinnslu af ótta við að sjórinn beri kórónuveiruna. Fjölmiðlar hafa ekki getað sannreynt frásagnir þingmanna af fundinum í dag, þar sem erfitt er að gera slíkt varðandi einræðisríkið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðhæft að ekkert Covid-19 smit hafi greinst þar í landi, né komið upp. Það draga sérfræðingar þó verulega í efa. Kóreumenn hafa lagt mikið púður í sóttvarnir á undanförnum mánuðum en faraldur Covid-19 þar í landi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Í fyrsta lagi er heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu ekki talið upp á marga fiska og þá að miklu leyti vegna skorts á lyfjum og öðrum nauðsynjum. Þá eru almenn heilsa íbúa einræðisríkisins ekki talin mjög góð fyrir. Hagkerfi Norður-Kóreu gengur að miklu leyti á viðskiptum við Kína en Kim lét svo gott sem loka landamærum ríkjanna við upphaf faraldursins. Varað var við því að ef einhverjir færu yfir landamærin í leyfisleysi yrðu þeir skotnir á færi. Þá neituðu yfirvöld í Norður-Kóreu að taka við matvælaaðstoð frá Kína af ótta við að hrísgrjónin bæru veiruna. Washington Post segir að í Suður-Kóreu sé áætlað að viðskipti Norður-Kóreu og Kína hafi dregist saman um 73 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Auk landamæralokunarinnar hafa viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu, komið niður á hagkerfi ríkisins. Í ræðu sem hann hélt í október bað Kim íbúa afsökunar á þeim harðindum sem þau hafa gengið í gegnum. Þingmenn í Suður-Kóreu segja einnig að Kim hafi skipað erindrekum sínum erlendis að ögra ekki Bandaríkjunum. Kóreumenn hafa ekkert tjáð sig um sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í upphafi mánaðarins en sérfræðingar óttast að Kim muni hefja eldflaugatilraunir á nýjan leik og jafnvel gera tilraun með kjarnorkuvopn eftir að Biden tekur við völdum í janúar. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kom fram í upplýsingum sem leyniþjónusta Suður-Kóreu veitti þingmönnum í dag. Meðal þess sem kom fram á fundinum, samkvæmt þingmönnum sem sóttu fundinn og hafa rætt við fjölmiðla, er að Kim hefur látið taka minnst tvo menn að lífi á undanförnum mánuðum. Einn þeirra var kom að gjaldmiðlaviðskiptum Norður-Kóreu og var víst tekinn af lífi þar sem Kim kenndi honum um versnandi gengi. Hinn er sagður hafa verið landamæravörður og var tekinn af lífi fyrir að fylgja ekki eftir ströngum reglum um sóttvarnir varðandi innflutning. Kim er einnig sagður hafa bannað fiskveiðar og saltvinnslu af ótta við að sjórinn beri kórónuveiruna. Fjölmiðlar hafa ekki getað sannreynt frásagnir þingmanna af fundinum í dag, þar sem erfitt er að gera slíkt varðandi einræðisríkið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðhæft að ekkert Covid-19 smit hafi greinst þar í landi, né komið upp. Það draga sérfræðingar þó verulega í efa. Kóreumenn hafa lagt mikið púður í sóttvarnir á undanförnum mánuðum en faraldur Covid-19 þar í landi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Í fyrsta lagi er heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu ekki talið upp á marga fiska og þá að miklu leyti vegna skorts á lyfjum og öðrum nauðsynjum. Þá eru almenn heilsa íbúa einræðisríkisins ekki talin mjög góð fyrir. Hagkerfi Norður-Kóreu gengur að miklu leyti á viðskiptum við Kína en Kim lét svo gott sem loka landamærum ríkjanna við upphaf faraldursins. Varað var við því að ef einhverjir færu yfir landamærin í leyfisleysi yrðu þeir skotnir á færi. Þá neituðu yfirvöld í Norður-Kóreu að taka við matvælaaðstoð frá Kína af ótta við að hrísgrjónin bæru veiruna. Washington Post segir að í Suður-Kóreu sé áætlað að viðskipti Norður-Kóreu og Kína hafi dregist saman um 73 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Auk landamæralokunarinnar hafa viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu, komið niður á hagkerfi ríkisins. Í ræðu sem hann hélt í október bað Kim íbúa afsökunar á þeim harðindum sem þau hafa gengið í gegnum. Þingmenn í Suður-Kóreu segja einnig að Kim hafi skipað erindrekum sínum erlendis að ögra ekki Bandaríkjunum. Kóreumenn hafa ekkert tjáð sig um sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í upphafi mánaðarins en sérfræðingar óttast að Kim muni hefja eldflaugatilraunir á nýjan leik og jafnvel gera tilraun með kjarnorkuvopn eftir að Biden tekur við völdum í janúar.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40
Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00