Ofbeldissambandi lýkur… hvað svo? Hulda Sædís Bryngeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 08:01 Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum. En gerir samfélagið okkar almennt ráð fyrir því að þolendur ofbeldis þurfi stuðning og jafnvel heildræna endurhæfingu til lengri tíma? Eitt ár eða tvö? Þolendur ofbeldis í nánum samböndum hafa oft á tíðum búið við langvarandi ofbeldi, árum og jafnvel áratugum saman sem hefur haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, áhrif sem sitja eftir þó ofbeldissambandinu ljúki. Það eru fjölmargar hindranir sem geta staðið í vegi fyrir þeirri ákvörðun að yfirgefa ofbeldissamband, s.s.: Hvert get ég farið, hversu lengi er hægt að vera þar og hvað svo eftir það? Hvernig verður með börnin mín, verður þeirra líf nógu gott, munu þau höndla það að þurfa að umgangast ofbeldismanninn (hitt foreldrið) án þess að ég sé með til að verja þau? Mun ég hafa efni á að sjá fyrir fjölskyldu, mun ég ná/halda heilsu til að vinna og mun ég fá vinnu? Húsnæði? Hvað heldur fólk eiginlega um mig, ætli vinirnir séu búnir að gleyma mér? Hvað var ég eiginlega að hugsa? Mun ég einhverntímann fá frið fyrir ofbeldismanninum? Mun kerfið styðja mig og vernda börnin mín? Verður lífið kannski bara alltaf svona, endalaust basl og niðurbrot? Undirrituð rannsakar nú hvort og þá hvernig konur á Íslandi ná að eflast þrátt fyrir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og var rannsóknin hýst af Jafnréttisstofu og m.a. styrkt af Jafnréttissjóði. Skilgreining á hugtakinu “efling í kjölfar áfalla” (e. Posttraumatic Growth) er eftirfarandi: Jákvæð sálfræðileg breyting eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegur styrkur; aukin ánægja í samböndum; jákvæð breyting á lífssýn; kemur auga á nýja möguleika. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfu sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir mig sem manneskju. Sjálfsvinna, uppbygging og úrvinnsla með aðstoð fagfólks sem viðkomandi treystir, öruggur samastaður til lengri tíma, endurhæfing til lengri tíma og stöðugt fjárhagslegt öryggi eru meðal þeirra þátta sem líklegir eru til að gera þolendum ofbeldis í nánu sambandi kleift að eflast þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þarna virðist lýsingin “til lengri tíma” gegna mikilvægu hlutverki. Flestir eiga ástvini og margir eiga börn sem eiga á hættu að erfa áföll foreldranna sé ekkert að gert til að rjúfa vítahring vanlíðunar. Langvarandi stuðningur við þolendur ofbeldis í nánum samböndum er mikilvægur svo þær nái að eflast og sinna persónulegum og samfélagslegum hlutverkum sínum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Þar er ekki aðeins mikið í húfi fyrir þolandann, ástvini hennar og börn heldur íslenskt samfélag í heild sinni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur MSc, fyrrverandi ráðgjafi í starfsendurhæfingu og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum. En gerir samfélagið okkar almennt ráð fyrir því að þolendur ofbeldis þurfi stuðning og jafnvel heildræna endurhæfingu til lengri tíma? Eitt ár eða tvö? Þolendur ofbeldis í nánum samböndum hafa oft á tíðum búið við langvarandi ofbeldi, árum og jafnvel áratugum saman sem hefur haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, áhrif sem sitja eftir þó ofbeldissambandinu ljúki. Það eru fjölmargar hindranir sem geta staðið í vegi fyrir þeirri ákvörðun að yfirgefa ofbeldissamband, s.s.: Hvert get ég farið, hversu lengi er hægt að vera þar og hvað svo eftir það? Hvernig verður með börnin mín, verður þeirra líf nógu gott, munu þau höndla það að þurfa að umgangast ofbeldismanninn (hitt foreldrið) án þess að ég sé með til að verja þau? Mun ég hafa efni á að sjá fyrir fjölskyldu, mun ég ná/halda heilsu til að vinna og mun ég fá vinnu? Húsnæði? Hvað heldur fólk eiginlega um mig, ætli vinirnir séu búnir að gleyma mér? Hvað var ég eiginlega að hugsa? Mun ég einhverntímann fá frið fyrir ofbeldismanninum? Mun kerfið styðja mig og vernda börnin mín? Verður lífið kannski bara alltaf svona, endalaust basl og niðurbrot? Undirrituð rannsakar nú hvort og þá hvernig konur á Íslandi ná að eflast þrátt fyrir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og var rannsóknin hýst af Jafnréttisstofu og m.a. styrkt af Jafnréttissjóði. Skilgreining á hugtakinu “efling í kjölfar áfalla” (e. Posttraumatic Growth) er eftirfarandi: Jákvæð sálfræðileg breyting eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegur styrkur; aukin ánægja í samböndum; jákvæð breyting á lífssýn; kemur auga á nýja möguleika. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfu sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir mig sem manneskju. Sjálfsvinna, uppbygging og úrvinnsla með aðstoð fagfólks sem viðkomandi treystir, öruggur samastaður til lengri tíma, endurhæfing til lengri tíma og stöðugt fjárhagslegt öryggi eru meðal þeirra þátta sem líklegir eru til að gera þolendum ofbeldis í nánu sambandi kleift að eflast þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þarna virðist lýsingin “til lengri tíma” gegna mikilvægu hlutverki. Flestir eiga ástvini og margir eiga börn sem eiga á hættu að erfa áföll foreldranna sé ekkert að gert til að rjúfa vítahring vanlíðunar. Langvarandi stuðningur við þolendur ofbeldis í nánum samböndum er mikilvægur svo þær nái að eflast og sinna persónulegum og samfélagslegum hlutverkum sínum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Þar er ekki aðeins mikið í húfi fyrir þolandann, ástvini hennar og börn heldur íslenskt samfélag í heild sinni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur MSc, fyrrverandi ráðgjafi í starfsendurhæfingu og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun