Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2020 08:55 Jón Eiríksson var gjarnan kallaður Drangeyjarjarl enda tíður gestur í eynni. Siv Friðleifsdóttir Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt. Það er Morgunblaðið sem greinir frá andláti Jóns. Jón fluttist ungur að árum á Reykjaströnd í Skagafirði og bjó lengst af að Fagranesi. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni en sneri að því loknu aftur á heimaslóðirnar. Á Fagranesi rak Jón lengi blandað bú og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum í sveitinni. Hann fór snemma að sækja í Drangey þar sem hann seig í björg eftir eggjum og veiddi fugla. Hann hóf skipulagðar ferðir út í eyna árið 1990 og kom upp nýrri bryggju og lendingaraðstöðu. Ný höfn var svo útbúin um 2008 líkt og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2008 þar sem rætt er við Jón. Jón var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir, fædd 1940 og eignuðust þau fimm börn - Eirík, Sigurjón, Viggó, Sigmund og Öldu. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir (1944-1997). Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn. Siglt út í Drangey.Siv Friðleifsdóttir Að neðan má sjá tilkynningu frá aðstandendum Jóns: Jón Sigurður Eiríksson, Drangeyjarjarl, fæddist á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði hefðbundinn búskap ásamt samt því að gera út á grásleppu og veiðar á þorski. Jón byggði upp ferðaþjónustu á Reykjum á Reykjaströnd og hóf Drangeyjarferðir þar sem hann fræddi margar kynslóðir um Grettir sterka og sögu eyjarinnar. Hann stundaði jafnframt fuglaveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 50 ár. Einn af fáum sem kleif Kerlinguna sem er 52m hár drangur við Drangey. Jón átti auðvelt með að hrífa fólk með nærveru sinni og frásagnarhæfileikar hans voru einstakir, þar með varð öllum þeim sem fóru með honum til Drangeyjar þær ferðir ógleymanlegar. Jón hefur náð að áorka gífurlega miklu um ævina. Hann steypti upp bryggju í Drangey, byggði upp Grettislaug og síðar Jarlslaug.Einnig sá hann um gerð varnargarðs til verndar landminja á Reykjum fyrir sjóágangi. Jón var útsjónarsamur og gerði hvað hann gat til að nýta það sem hann hafði til fullnustu. Það sýndi sig best í því þegar hann kom upp rafstöð bæði á Fagranesi árið 1958 og á Reykjum árið 2007. Jón var stórhuga enda voru jákvæðni og drifkrafturinn allsráðandi í hans hugarfari. Framlag hans til menningar-, ferða- og félagsmála voru mikils metin í samfélaginu. Jón var mikill hagyrðingur og liggja margar góðar vísur eftir hann. Jón hafði oft orðatiltækið; Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysinu. Jón eignaðist 10 börn og eru þau öll uppkomin. Drangeyjarjarlinn með gesti úti í eynni.Siv Friðleifsdóttir Andlát Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt. Það er Morgunblaðið sem greinir frá andláti Jóns. Jón fluttist ungur að árum á Reykjaströnd í Skagafirði og bjó lengst af að Fagranesi. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni en sneri að því loknu aftur á heimaslóðirnar. Á Fagranesi rak Jón lengi blandað bú og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum í sveitinni. Hann fór snemma að sækja í Drangey þar sem hann seig í björg eftir eggjum og veiddi fugla. Hann hóf skipulagðar ferðir út í eyna árið 1990 og kom upp nýrri bryggju og lendingaraðstöðu. Ný höfn var svo útbúin um 2008 líkt og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2008 þar sem rætt er við Jón. Jón var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir, fædd 1940 og eignuðust þau fimm börn - Eirík, Sigurjón, Viggó, Sigmund og Öldu. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir (1944-1997). Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn. Siglt út í Drangey.Siv Friðleifsdóttir Að neðan má sjá tilkynningu frá aðstandendum Jóns: Jón Sigurður Eiríksson, Drangeyjarjarl, fæddist á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði hefðbundinn búskap ásamt samt því að gera út á grásleppu og veiðar á þorski. Jón byggði upp ferðaþjónustu á Reykjum á Reykjaströnd og hóf Drangeyjarferðir þar sem hann fræddi margar kynslóðir um Grettir sterka og sögu eyjarinnar. Hann stundaði jafnframt fuglaveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 50 ár. Einn af fáum sem kleif Kerlinguna sem er 52m hár drangur við Drangey. Jón átti auðvelt með að hrífa fólk með nærveru sinni og frásagnarhæfileikar hans voru einstakir, þar með varð öllum þeim sem fóru með honum til Drangeyjar þær ferðir ógleymanlegar. Jón hefur náð að áorka gífurlega miklu um ævina. Hann steypti upp bryggju í Drangey, byggði upp Grettislaug og síðar Jarlslaug.Einnig sá hann um gerð varnargarðs til verndar landminja á Reykjum fyrir sjóágangi. Jón var útsjónarsamur og gerði hvað hann gat til að nýta það sem hann hafði til fullnustu. Það sýndi sig best í því þegar hann kom upp rafstöð bæði á Fagranesi árið 1958 og á Reykjum árið 2007. Jón var stórhuga enda voru jákvæðni og drifkrafturinn allsráðandi í hans hugarfari. Framlag hans til menningar-, ferða- og félagsmála voru mikils metin í samfélaginu. Jón var mikill hagyrðingur og liggja margar góðar vísur eftir hann. Jón hafði oft orðatiltækið; Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysinu. Jón eignaðist 10 börn og eru þau öll uppkomin. Drangeyjarjarlinn með gesti úti í eynni.Siv Friðleifsdóttir
Andlát Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira