Staðfesta sigur Bidens í Pennsylvaníu Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 16:52 Joe Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar. AP/Carolyn Kaster Sigur Joe Bidens í Pennsylvaínu hefur verið staðfestur af innanríkisráðuneyti ríkisins og hefur Tom Wolf, ríkisstjóri, skrifað undir þá staðfestingu. Þrjár vikur eru frá því kosningarnar fóru fram en niðurstöður þeirra eru á þann veg að Biden og Kamala Harris fengu 3,46 milljónir atkvæða. Donald Trump og Mike Pence fengu 3,38 milljónir og Jo Jorgensen fékk 79 þúsund atkvæði. Donald Trump hafði gert Pennsylvaníu að miðpunkti viðleitni sinnar til að reyna að snúa niðurstöðum kosninganna en hann heldur því fastlega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Enn sem komið er hefur Trump-liðum gengið erfiðlega að sýna fram á það. Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum hófst formlega í gærkvöldi. Sjá einnig: Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Bæði Wolf og Kathy Boockvar, innanríkisráðherra Pennsylvaníu hafa kastað kveðju á starfsmenn kjörstjórna í 676 sýslum ríkisins og segja þá hafa staðið sig frábærlega. Þrátt fyrir að hafa verið undir gífurlegum þrýstingi. Boockvar segir í yfirlýsingu að þeir séu hetjur. Þeir hafi unnið erfiða vinnu til að tryggja örugga talningu allra kjósenda. Again, I want to thank the election officials who have administered a fair and free election during an incredibly challenging time in our commonwealth and country's history.Our election workers have been under constant attack and they have performed admirably and honorably.— Governor Tom Wolf (@GovernorTomWolf) November 24, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Tekst á við enn eina krísuna Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Hún hefur mikla reynslu og var til að mynda seðlabankastjóri. 24. nóvember 2020 12:23 Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Sigur Joe Bidens í Pennsylvaínu hefur verið staðfestur af innanríkisráðuneyti ríkisins og hefur Tom Wolf, ríkisstjóri, skrifað undir þá staðfestingu. Þrjár vikur eru frá því kosningarnar fóru fram en niðurstöður þeirra eru á þann veg að Biden og Kamala Harris fengu 3,46 milljónir atkvæða. Donald Trump og Mike Pence fengu 3,38 milljónir og Jo Jorgensen fékk 79 þúsund atkvæði. Donald Trump hafði gert Pennsylvaníu að miðpunkti viðleitni sinnar til að reyna að snúa niðurstöðum kosninganna en hann heldur því fastlega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Enn sem komið er hefur Trump-liðum gengið erfiðlega að sýna fram á það. Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum hófst formlega í gærkvöldi. Sjá einnig: Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Bæði Wolf og Kathy Boockvar, innanríkisráðherra Pennsylvaníu hafa kastað kveðju á starfsmenn kjörstjórna í 676 sýslum ríkisins og segja þá hafa staðið sig frábærlega. Þrátt fyrir að hafa verið undir gífurlegum þrýstingi. Boockvar segir í yfirlýsingu að þeir séu hetjur. Þeir hafi unnið erfiða vinnu til að tryggja örugga talningu allra kjósenda. Again, I want to thank the election officials who have administered a fair and free election during an incredibly challenging time in our commonwealth and country's history.Our election workers have been under constant attack and they have performed admirably and honorably.— Governor Tom Wolf (@GovernorTomWolf) November 24, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Tekst á við enn eina krísuna Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Hún hefur mikla reynslu og var til að mynda seðlabankastjóri. 24. nóvember 2020 12:23 Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Tekst á við enn eina krísuna Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Hún hefur mikla reynslu og var til að mynda seðlabankastjóri. 24. nóvember 2020 12:23
Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53
Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11