Undarleg málmsúla fannst í eyðimörk Utah Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 15:15 Súlan sem um ræðir er í óbyggðum Utah og virðist hafa fundist fyrir tilviljun. Almannaöryggisstofnun Utah Opinberir starfsmenn á vegum Almenningsöryggisstofnunar Utah á flugi yfir Red Rock í Bandaríkjunum ráku augun í eitthvað sem vakti athygli þeirra. Þeir lentu þar nærri og í ljós kom um þriggja metra há málmsúla með þrjár hliðar sem búið var að koma fyrir í berginu. Súlan er í miðjum óbyggðum en embættismenn vilja ekki gefa upp nákvæmlega hvar af ótta við að fólk muni reyna að ferðast þangað og það sé hættulegt. Bret Hutchings, flugmaður þyrlunnar, sagði héraðsmiðlinum KSL-TV um helgina að þeir hafi komið að súlunni í gjá, eftir að einn þeirra sá hana úr lofti. The @UtahDPS helicopter was assisting the @UtahDWR in counting bighorn sheep in remote southern Utah Wednesday when the crew encountered something entirely 'out of this world'...@KSL5TV #KSLTV #UtahPhotojournalist: @Photog_Steve5 pic.twitter.com/f8P0fayDIS— Andrew Adams (@AndrewAdamsKSL) November 21, 2020 Hutchings telur að þarna hafi listamenn líklegast verið á ferðinni, eða aðdáendur kvikmyndarinnar 2001: A Space Odyssey eftir Stanleyu Kubrick. Þar má sjá svartar en sambærilegar súlur. Netverjar voru fljótir að tengja súluna við geimverur og jafnvel djöfla og þá auðvitað í gríni. Flestir brandaranir virðast á þá leið að súlan sé einhvers konar undarfari innrásar, sem yrði þá í takt við árið 2020. BBC segir að Almannaöryggisstofnun Utah hafi gefið út tilkynningu, sem er ekki aðgengileg hér á landi, vegna súlunnar en þar segir að ólöglegt sé að koma fyrir byggingum eða listaverkum á opinberu landi í leyfisleysi. Það gildi um alla, sama frá hvaða plánetu viðkomandi er. Myndbönd af fundi súlunnar hafa verið birt á netinu. Stofnunin sem mennirnir vinna fyrir hefur einnig leitað svarað um hvað þetta gæti mögulega verið á netinu en án árangurs. View this post on Instagram A post shared by UtahDPSAeroBureau (@utahdpsaerobureau) Bandaríkin Grín og gaman Geimurinn Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Opinberir starfsmenn á vegum Almenningsöryggisstofnunar Utah á flugi yfir Red Rock í Bandaríkjunum ráku augun í eitthvað sem vakti athygli þeirra. Þeir lentu þar nærri og í ljós kom um þriggja metra há málmsúla með þrjár hliðar sem búið var að koma fyrir í berginu. Súlan er í miðjum óbyggðum en embættismenn vilja ekki gefa upp nákvæmlega hvar af ótta við að fólk muni reyna að ferðast þangað og það sé hættulegt. Bret Hutchings, flugmaður þyrlunnar, sagði héraðsmiðlinum KSL-TV um helgina að þeir hafi komið að súlunni í gjá, eftir að einn þeirra sá hana úr lofti. The @UtahDPS helicopter was assisting the @UtahDWR in counting bighorn sheep in remote southern Utah Wednesday when the crew encountered something entirely 'out of this world'...@KSL5TV #KSLTV #UtahPhotojournalist: @Photog_Steve5 pic.twitter.com/f8P0fayDIS— Andrew Adams (@AndrewAdamsKSL) November 21, 2020 Hutchings telur að þarna hafi listamenn líklegast verið á ferðinni, eða aðdáendur kvikmyndarinnar 2001: A Space Odyssey eftir Stanleyu Kubrick. Þar má sjá svartar en sambærilegar súlur. Netverjar voru fljótir að tengja súluna við geimverur og jafnvel djöfla og þá auðvitað í gríni. Flestir brandaranir virðast á þá leið að súlan sé einhvers konar undarfari innrásar, sem yrði þá í takt við árið 2020. BBC segir að Almannaöryggisstofnun Utah hafi gefið út tilkynningu, sem er ekki aðgengileg hér á landi, vegna súlunnar en þar segir að ólöglegt sé að koma fyrir byggingum eða listaverkum á opinberu landi í leyfisleysi. Það gildi um alla, sama frá hvaða plánetu viðkomandi er. Myndbönd af fundi súlunnar hafa verið birt á netinu. Stofnunin sem mennirnir vinna fyrir hefur einnig leitað svarað um hvað þetta gæti mögulega verið á netinu en án árangurs. View this post on Instagram A post shared by UtahDPSAeroBureau (@utahdpsaerobureau)
Bandaríkin Grín og gaman Geimurinn Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira