„Verðum að fá að tala um hlutina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 07:00 Helgi Ómarsson ræddi málefni sem er honum hugleikið. Mynd/Helgi Ómarsson Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær. Þar ræddi hann um samfélagsmiðla og hvernig fólk keppist við það að rífa hvort annað niður fyrir allskyns ummæli. Hann segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um ýmis málefni. „Við lifum í svona cancel-kúltur sem á að mörgu leyti rétt á sér. T.d. eiga afbrotamenn eða kynferðisbrotamenn ekki að vera í bíómyndum og allskonar. En við verðum að fá að tala um hlutina, við verðum að fá að tala um rasisma. Umræðan um rasisma er bara þegar verið er að benda á fólki. Þú ert talar eins og Kínverji eða Rússi,“ segir Helgi. „Við megum ekki forðast að tala um rasisma og endalaust vera að labba á einhverjum eggjaskeljum. Hjálpumst að að fræða hvert annað. Ég veit ekki hversu oft ég hef hætt að fylgja einhverjum á Instagram því það er bara verið að skamma mann fyrir eitthvað sem á ekki einu sinni rétt á sér. En hvað veitir okkur innblástur til þess að verða betri? Það er þegar við verðum fróðari.“ Lærði að verða femínisti Hann segist fá mikið af skilaboðum þar sem verið sé að benda honum á hluti sem gæti verið óheppilegir. „Ég segi alltaf bara takk, þetta virkilega virkar. En ef það er sagt við mig, fokkaðu þér, þú ert rasisti, sem ég hef svo sem ekki lent í, þá myndi maður fara í klessu. Af hverju tölum við bara ekki um hlutina, setjum þá upp á borðið og leyfum okkur að segja eitthvað sem við erum ekki alveg viss um og þá getur fólk bara kennt okkur. Eins og hvernig ég varð femínisti, það er góð saga. Dagný systir var að vinna á Laufásborg og þar vinna tvær systur. Þær kenndu mér bara að vera femínisti og ég er svo þakklátur fyrir það. Þær voru bara, nú skulum við passa orðin okkar og þær ræddu við mig. Þetta var svo hollt.“ Og Helgi heldur áfram. „Nú er ég t.d. að hugsa til baka og ég sagði pottþétt eitthvað vitlaust. En það er kannski bara af því að ég veit ekki betur. Ef einhver vill benda mér á, að ég hefði geta sagt eitthvað betur þá má endilega senda á mig. Segið mér það bara með kærleik af því þá get ég orðið betri fyrir næsta viðtal,“ segir Helga en hann var spurður út í samfélagsmiðilinn Twitter. „Það er bara eineltisbúlla. Þar er alveg rosalega mikið af leiðinlegu fólki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Ómars. Brennslan Samfélagsmiðlar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær. Þar ræddi hann um samfélagsmiðla og hvernig fólk keppist við það að rífa hvort annað niður fyrir allskyns ummæli. Hann segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um ýmis málefni. „Við lifum í svona cancel-kúltur sem á að mörgu leyti rétt á sér. T.d. eiga afbrotamenn eða kynferðisbrotamenn ekki að vera í bíómyndum og allskonar. En við verðum að fá að tala um hlutina, við verðum að fá að tala um rasisma. Umræðan um rasisma er bara þegar verið er að benda á fólki. Þú ert talar eins og Kínverji eða Rússi,“ segir Helgi. „Við megum ekki forðast að tala um rasisma og endalaust vera að labba á einhverjum eggjaskeljum. Hjálpumst að að fræða hvert annað. Ég veit ekki hversu oft ég hef hætt að fylgja einhverjum á Instagram því það er bara verið að skamma mann fyrir eitthvað sem á ekki einu sinni rétt á sér. En hvað veitir okkur innblástur til þess að verða betri? Það er þegar við verðum fróðari.“ Lærði að verða femínisti Hann segist fá mikið af skilaboðum þar sem verið sé að benda honum á hluti sem gæti verið óheppilegir. „Ég segi alltaf bara takk, þetta virkilega virkar. En ef það er sagt við mig, fokkaðu þér, þú ert rasisti, sem ég hef svo sem ekki lent í, þá myndi maður fara í klessu. Af hverju tölum við bara ekki um hlutina, setjum þá upp á borðið og leyfum okkur að segja eitthvað sem við erum ekki alveg viss um og þá getur fólk bara kennt okkur. Eins og hvernig ég varð femínisti, það er góð saga. Dagný systir var að vinna á Laufásborg og þar vinna tvær systur. Þær kenndu mér bara að vera femínisti og ég er svo þakklátur fyrir það. Þær voru bara, nú skulum við passa orðin okkar og þær ræddu við mig. Þetta var svo hollt.“ Og Helgi heldur áfram. „Nú er ég t.d. að hugsa til baka og ég sagði pottþétt eitthvað vitlaust. En það er kannski bara af því að ég veit ekki betur. Ef einhver vill benda mér á, að ég hefði geta sagt eitthvað betur þá má endilega senda á mig. Segið mér það bara með kærleik af því þá get ég orðið betri fyrir næsta viðtal,“ segir Helga en hann var spurður út í samfélagsmiðilinn Twitter. „Það er bara eineltisbúlla. Þar er alveg rosalega mikið af leiðinlegu fólki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Ómars.
Brennslan Samfélagsmiðlar Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira