Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 20:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir koma til greina að binda endi á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar með lögum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. Landhelgisgæslan hefur aðeins eina þyrlu til afnota eins og stendur og liggur fyrir að hún þurfi að fara í viðhald í næstu viku. Verði verkfallinu ekki lokið mun Gæslan ekki hafa neina þyrlu til afnota. „Þetta er öryggismál almennings, að Landhelgisgæslan geti sinnt sínu öryggishlutverki og ekki sjófarenda. Það öryggi má ekki tefla í tvísýnu,“ sagði Áslaug Arna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri grafalvarleg. Aðspurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“ Áslaug Arna sagði í dag að það kæmi til greina að lög verði sett til að binda endi á verkfallið. „Það er auðvitað ein af leiðunum sem hægt er að fara og ég mun auðvitað skoða alla möguleika en bind enn þá vonir við það að samningar náist,“ sagði Áslaug. Hún segist enn binda vonir við það að samningar náist, þó að svo virðist vera að hvorug hlið málsins ætli að haggast. „Það er verið að bjóða flugvirkjum sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið. Ég bind miklar vonir við það að það verði hægt að tryggja öryggi fólks og Landhelgisgæslan sinni því hlutverki. „ Ertu tilbúin að leggja fram þetta frumvarp? Er það í vinnslu hjá þér? „Ég mun skoða það mjög alvarlega ef þetta verður enn þá staðan í næstu viku þegar öryggi fólks verður teflt í tvísýnu með þessum verkföllum.“ Hún segir stöðuna ekki orðna þannig nú þegar. Enn sé þyrla Landhelgisgæslunni til taks. Hún þurfi hins vegar að vera til taks öllum stundum og því sé búið að fella niður allar æfingar og fleira svo hægt sé að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. „Ég tala reglulega við Landhelgisgæsluna og Georg þar á meðal og það er lang mikilvægast að Landhelgisgæslan geti sinnt þessum öryggis- og almannavörnum og við tölum reglulega saman og munum halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. Landhelgisgæslan hefur aðeins eina þyrlu til afnota eins og stendur og liggur fyrir að hún þurfi að fara í viðhald í næstu viku. Verði verkfallinu ekki lokið mun Gæslan ekki hafa neina þyrlu til afnota. „Þetta er öryggismál almennings, að Landhelgisgæslan geti sinnt sínu öryggishlutverki og ekki sjófarenda. Það öryggi má ekki tefla í tvísýnu,“ sagði Áslaug Arna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri grafalvarleg. Aðspurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“ Áslaug Arna sagði í dag að það kæmi til greina að lög verði sett til að binda endi á verkfallið. „Það er auðvitað ein af leiðunum sem hægt er að fara og ég mun auðvitað skoða alla möguleika en bind enn þá vonir við það að samningar náist,“ sagði Áslaug. Hún segist enn binda vonir við það að samningar náist, þó að svo virðist vera að hvorug hlið málsins ætli að haggast. „Það er verið að bjóða flugvirkjum sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið. Ég bind miklar vonir við það að það verði hægt að tryggja öryggi fólks og Landhelgisgæslan sinni því hlutverki. „ Ertu tilbúin að leggja fram þetta frumvarp? Er það í vinnslu hjá þér? „Ég mun skoða það mjög alvarlega ef þetta verður enn þá staðan í næstu viku þegar öryggi fólks verður teflt í tvísýnu með þessum verkföllum.“ Hún segir stöðuna ekki orðna þannig nú þegar. Enn sé þyrla Landhelgisgæslunni til taks. Hún þurfi hins vegar að vera til taks öllum stundum og því sé búið að fella niður allar æfingar og fleira svo hægt sé að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. „Ég tala reglulega við Landhelgisgæsluna og Georg þar á meðal og það er lang mikilvægast að Landhelgisgæslan geti sinnt þessum öryggis- og almannavörnum og við tölum reglulega saman og munum halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20
Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13