Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 12:30 Freyr Alexandersson hughreystir Ara Frey Skúlason eftir leik Íslands á Wembley á miðvikudagskvöldið sem var möguleika síðasti leikur þeirra beggja. Getty/Michael Regan Freyr Alexandersson er að hætta sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og hann er um leið að hætta að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir mjög viðburðarík og eftirminnileg sjö ár. Freyr Alexandersson tók þátt í gullskeiði íslenskrar knattspyrnu á tíma sínum hjá Knattspyrnusambandi Íslands og fór á stórmót sem hluti af bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á tíma sínum hjá KSÍ þá náði Freyr nefnilega að taka þátt í því að koma báðum íslensku A-landsliðunum á stórmót og var svo ótrúlega nálægt því að koma íslenska karlalandsliðinu á þriðja stórmótið í röð fyrir nokkrum dögum. Freyr Alexandersson skrifaði undir sinn fyrsta samning við KSÍ þegar hann tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2013. Hann hefur unnið fyrir sambandið síðan, var kvennalandsliðsþjálfari í fimm ár áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá karlalandsliðinu haustið 2018. Freyr skrifaði stuttan fallega kveðjupistil á fésbókina í dag þar sem hann gerði upp þessi sjö ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands. „Ekki óraði mér fyrir hvers lags ferðalag biði mín næstu sjö árin. Breytingin á sambandinu á þessum sjö árum er í raun ólýsanleg en á þessum tíma fékk ég að upplifa og taka þátt í því sem má kalla gullskeið Íslenskrar knattspyrnu,“ skrifaði Freyr. Freyr hélt nýverið upp á 38 ára afmælið sitt og hefur þrátt fyrir ungan aldur náð því að fara á þrjú stórmót með íslensku A-landsliðunum. „Í öll skiptin var ég í stórum hlutverkum sem voru bæði krefjandi en ekki síður gríðarlega gefandi. Ég mun alltaf minnast þessa tíma með þakklæti og gleði í hjarta,“ skrifaði Freyr. Hann og Erik Hamrén voru aðeins hársbreidd frá því að koma íslenska karlalandsliðinu á EM næsta sumar enda var Ísland 1-0 yfir á móti Ungverjum á 87. mínútu leiksins. „Með velgengni fylgja alltaf væntingar og sársaukinn sem fylgir því að komast ekki á lokamót er óbærilegur. Það hef ég einnig fengið að upplifa tvisvar sinnum og í bæði skiptin á loka augnablikum leiksins en þessar seinustu fimm mínútur á Puskas Arena munu aldrei gleymast. Spurningin er bara hvað maður á að gera við slíkar tilfinningar, það eina sem hægt er að gera er að læra af þeim. Um það snýst þessi leikur. Að notfæra sér öll augnablik til þess að vera betri. Eins og staðan er í dag er komið að ferðalokum hjá mér með Íslenska landsliðinu,“ skrifaði Freyr. Freyr er að kveðja KSÍ núna en það er að heyra á honum að hann ætli sér að vinna aftur fyrir sambandið og íslenska knattspyrnu. „Eitt er víst, ég lagði líf og sál í starfið. Það er og á að vera það eina sem er í boði þegar þú vinnur fyrir Ísland. Annað veit ég, reynslan sem ég hef áunnið mér mun nýtast Íslandi aftur. Hvenær getur framtíðin ein leitt í ljós. Þangað til næst. Takk fyrir mig,“ skrifaði Freyr að lokum.Það er verður að teljast mjög líklegt að Knattspyrnusamband Íslands mun leita aftur til Freys í framtíðinni en hvort það verður sem næsti A-landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands eða eftir nokkur ár verður að koma í ljós. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Freyr Alexandersson er að hætta sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og hann er um leið að hætta að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir mjög viðburðarík og eftirminnileg sjö ár. Freyr Alexandersson tók þátt í gullskeiði íslenskrar knattspyrnu á tíma sínum hjá Knattspyrnusambandi Íslands og fór á stórmót sem hluti af bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á tíma sínum hjá KSÍ þá náði Freyr nefnilega að taka þátt í því að koma báðum íslensku A-landsliðunum á stórmót og var svo ótrúlega nálægt því að koma íslenska karlalandsliðinu á þriðja stórmótið í röð fyrir nokkrum dögum. Freyr Alexandersson skrifaði undir sinn fyrsta samning við KSÍ þegar hann tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2013. Hann hefur unnið fyrir sambandið síðan, var kvennalandsliðsþjálfari í fimm ár áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá karlalandsliðinu haustið 2018. Freyr skrifaði stuttan fallega kveðjupistil á fésbókina í dag þar sem hann gerði upp þessi sjö ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands. „Ekki óraði mér fyrir hvers lags ferðalag biði mín næstu sjö árin. Breytingin á sambandinu á þessum sjö árum er í raun ólýsanleg en á þessum tíma fékk ég að upplifa og taka þátt í því sem má kalla gullskeið Íslenskrar knattspyrnu,“ skrifaði Freyr. Freyr hélt nýverið upp á 38 ára afmælið sitt og hefur þrátt fyrir ungan aldur náð því að fara á þrjú stórmót með íslensku A-landsliðunum. „Í öll skiptin var ég í stórum hlutverkum sem voru bæði krefjandi en ekki síður gríðarlega gefandi. Ég mun alltaf minnast þessa tíma með þakklæti og gleði í hjarta,“ skrifaði Freyr. Hann og Erik Hamrén voru aðeins hársbreidd frá því að koma íslenska karlalandsliðinu á EM næsta sumar enda var Ísland 1-0 yfir á móti Ungverjum á 87. mínútu leiksins. „Með velgengni fylgja alltaf væntingar og sársaukinn sem fylgir því að komast ekki á lokamót er óbærilegur. Það hef ég einnig fengið að upplifa tvisvar sinnum og í bæði skiptin á loka augnablikum leiksins en þessar seinustu fimm mínútur á Puskas Arena munu aldrei gleymast. Spurningin er bara hvað maður á að gera við slíkar tilfinningar, það eina sem hægt er að gera er að læra af þeim. Um það snýst þessi leikur. Að notfæra sér öll augnablik til þess að vera betri. Eins og staðan er í dag er komið að ferðalokum hjá mér með Íslenska landsliðinu,“ skrifaði Freyr. Freyr er að kveðja KSÍ núna en það er að heyra á honum að hann ætli sér að vinna aftur fyrir sambandið og íslenska knattspyrnu. „Eitt er víst, ég lagði líf og sál í starfið. Það er og á að vera það eina sem er í boði þegar þú vinnur fyrir Ísland. Annað veit ég, reynslan sem ég hef áunnið mér mun nýtast Íslandi aftur. Hvenær getur framtíðin ein leitt í ljós. Þangað til næst. Takk fyrir mig,“ skrifaði Freyr að lokum.Það er verður að teljast mjög líklegt að Knattspyrnusamband Íslands mun leita aftur til Freys í framtíðinni en hvort það verður sem næsti A-landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands eða eftir nokkur ár verður að koma í ljós.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira