Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:31 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrrverandi öldrunarlæknir á Landakoti, tekur undir það að ekki hafi verið hugað nægilega vel að áformum um öldrunarþjónustu í tengslum við endurbætur á Landspítala. Þá segir hann óheppilegt hversu stórum hluta af Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið varið í rekstur hjúkrunarheimila þegar sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu þeirra. Minnst þrettán andlát eru rakin til Landakots eftir hópsýkinguna þar í síðasta mánuði. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvert starfsemi Landakots verður færð og öldrunarlæknar hafa lýst yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni. Ólafur tekur undir áhyggjurnar og segir aðspurður að hópsýkingin á Landakoti hafi ekki komið á óvart enda hafi þar áður komið upp hópsýkingar, til dæmis í tengslum við nóróveirusmit, sem hafi dreifst hratt. „Félag íslenskra öldrunarlækna veit ég að hefur vakið athygli á þessu og ég tek undir mikið af þeim áhyggjum sem þeir lýsa. Ég er kannski ekki sammála öllu sem kemur frá þeim en það er mjög mikilvægt að það sé vakið máls á þessu og vakin athygli á því að við erum að eldast sem þjóð og við þurfum að vera tilbúin til að takast á við þær áskoranir sem því fylgir." Þjónusta við aldraða hafi ekki verið nógu fyrirferðarmikil í umræðu um uppbyggingu nýs spítala. „Áherslurnar hafa ekki verið í nægjanlega miklum mæli fyrir þann hóp og ég tel að við eigum að skoða betur hvort það sé ekki hægt að taka betur utan um þann hóp." Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, gagnrýndi í dag að Framkvæmdasjóður aldraðra væri að mestu nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Ólafur tekur undir þetta. „Það er óheppilegt aðviðskulum halda áfram að nota hluta af framkvæmdasjóðnum til rekstrar hjúkrunarheimila vegna þess að það var ekki upprunalega ætlunin með sjóðnum," segir hann. „Ég held að við ættum að reyna með öllum ráðum að snúa af þeirri braut og nota þennan tekjustofn sem gjöld í framkvæmdasjóðinn eru til þess að einbeita okkur að uppbyggingu á húsnæði og starfsemi sem gagnast eldra fólki til framtíðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrrverandi öldrunarlæknir á Landakoti, tekur undir það að ekki hafi verið hugað nægilega vel að áformum um öldrunarþjónustu í tengslum við endurbætur á Landspítala. Þá segir hann óheppilegt hversu stórum hluta af Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið varið í rekstur hjúkrunarheimila þegar sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu þeirra. Minnst þrettán andlát eru rakin til Landakots eftir hópsýkinguna þar í síðasta mánuði. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvert starfsemi Landakots verður færð og öldrunarlæknar hafa lýst yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni. Ólafur tekur undir áhyggjurnar og segir aðspurður að hópsýkingin á Landakoti hafi ekki komið á óvart enda hafi þar áður komið upp hópsýkingar, til dæmis í tengslum við nóróveirusmit, sem hafi dreifst hratt. „Félag íslenskra öldrunarlækna veit ég að hefur vakið athygli á þessu og ég tek undir mikið af þeim áhyggjum sem þeir lýsa. Ég er kannski ekki sammála öllu sem kemur frá þeim en það er mjög mikilvægt að það sé vakið máls á þessu og vakin athygli á því að við erum að eldast sem þjóð og við þurfum að vera tilbúin til að takast á við þær áskoranir sem því fylgir." Þjónusta við aldraða hafi ekki verið nógu fyrirferðarmikil í umræðu um uppbyggingu nýs spítala. „Áherslurnar hafa ekki verið í nægjanlega miklum mæli fyrir þann hóp og ég tel að við eigum að skoða betur hvort það sé ekki hægt að taka betur utan um þann hóp." Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, gagnrýndi í dag að Framkvæmdasjóður aldraðra væri að mestu nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Ólafur tekur undir þetta. „Það er óheppilegt aðviðskulum halda áfram að nota hluta af framkvæmdasjóðnum til rekstrar hjúkrunarheimila vegna þess að það var ekki upprunalega ætlunin með sjóðnum," segir hann. „Ég held að við ættum að reyna með öllum ráðum að snúa af þeirri braut og nota þennan tekjustofn sem gjöld í framkvæmdasjóðinn eru til þess að einbeita okkur að uppbyggingu á húsnæði og starfsemi sem gagnast eldra fólki til framtíðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01