Ósammála Kára um forgang í bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 12:34 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samsett/vilhelm Sóttvarnalæknir kveðst ósammála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um að heilbrigðisstarfsmenn ættu ekki endilega að vera í forgangi í bólusetningu við kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir að þegar bólusetningar hefjist verði miðað við að heilbrigðisstarfsmenn sem eru í samskiptum við sjúklinga verði í forgangi. Vonir eru bundnar við að bólusetningar gætu hafist hér á landi á fyrri hluta næsta árs, þó að ekkert sé enn fast í hendi í þeim efnum. Talsvert hefur verið rætt um hverjir verði bólusettir fyrst þegar bóluefni kemur á markað og í flestum tilvikum hafa heilbrigðisstarfsmenn, einkum þeir sem eru í mikilli smithættu í störfum sínum, verið settir í efsta forgang. Umfjöllun um forgangsröðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar má til að mynda nálgast hér fyrir neðan. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var inntur eftir því hvað honum þætti um þessa forgangsröðun í þættinum 21 á Hringbraut í gær. Hann sagði að í sínum huga væri þetta „ekki endilega rétta röðin“. „Vegna þess að þegar við skoðuðum mótefni í Íslendingum þá skoðuðum við sérstaklega mótefni í starfsmönnum Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og komumst að raun um að það var nákvæmlega sami hundraðshluti af heilbrigðisstarfsmönnum og Íslendingum almennt sem hafði sýkst. Sem bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn séu ekkert meira útsettir fyrir smiti en aðrir,“ sagði Kári. „Þannig að ég held að heilbrigðisstarfsmenn í flestum tilfellum eigi ekki að vera í forgangshópi heldur þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, þeir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir svona smitum, þeir sem hefur verið sýnt fram á að séu sérstaklega líklegir til að smitast.“ Viðbúið að verði metingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í þetta mat Kára á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Hann tók ekki undir með þeim síðarnefnda. „Ég er ósammála Kára í þessu. Heilbrigðisstarfsmenn í „sjúklingakontakt“ verða í forgangi hjá okkur og eru það líka samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þannig að við munum hafa það að leiðarljósi.“ Þá var Þórólfur spurðir hver ynni að áætlun um forgangsröðunina hér á landi og hverjir yrðu síðastir í röðinni. Hann sagði að sóttvarnalæknir bæri ábyrgð röðuninni, sem reyndar kæmi líka inn í reglugerð. „Við erum að vinna að því en ég er ekki tilbúinn að tala um einstaka hópa. Við vitum að það mun koma, sérstaklega ef það verður takmarkað aðgengi að bóluefni, að það muni koma metingur milli starfsgreina og einstaklinga en við munum bara taka á því þegar þar að kemur,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Sóttvarnalæknir kveðst ósammála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um að heilbrigðisstarfsmenn ættu ekki endilega að vera í forgangi í bólusetningu við kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir að þegar bólusetningar hefjist verði miðað við að heilbrigðisstarfsmenn sem eru í samskiptum við sjúklinga verði í forgangi. Vonir eru bundnar við að bólusetningar gætu hafist hér á landi á fyrri hluta næsta árs, þó að ekkert sé enn fast í hendi í þeim efnum. Talsvert hefur verið rætt um hverjir verði bólusettir fyrst þegar bóluefni kemur á markað og í flestum tilvikum hafa heilbrigðisstarfsmenn, einkum þeir sem eru í mikilli smithættu í störfum sínum, verið settir í efsta forgang. Umfjöllun um forgangsröðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar má til að mynda nálgast hér fyrir neðan. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var inntur eftir því hvað honum þætti um þessa forgangsröðun í þættinum 21 á Hringbraut í gær. Hann sagði að í sínum huga væri þetta „ekki endilega rétta röðin“. „Vegna þess að þegar við skoðuðum mótefni í Íslendingum þá skoðuðum við sérstaklega mótefni í starfsmönnum Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og komumst að raun um að það var nákvæmlega sami hundraðshluti af heilbrigðisstarfsmönnum og Íslendingum almennt sem hafði sýkst. Sem bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn séu ekkert meira útsettir fyrir smiti en aðrir,“ sagði Kári. „Þannig að ég held að heilbrigðisstarfsmenn í flestum tilfellum eigi ekki að vera í forgangshópi heldur þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, þeir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir svona smitum, þeir sem hefur verið sýnt fram á að séu sérstaklega líklegir til að smitast.“ Viðbúið að verði metingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í þetta mat Kára á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Hann tók ekki undir með þeim síðarnefnda. „Ég er ósammála Kára í þessu. Heilbrigðisstarfsmenn í „sjúklingakontakt“ verða í forgangi hjá okkur og eru það líka samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þannig að við munum hafa það að leiðarljósi.“ Þá var Þórólfur spurðir hver ynni að áætlun um forgangsröðunina hér á landi og hverjir yrðu síðastir í röðinni. Hann sagði að sóttvarnalæknir bæri ábyrgð röðuninni, sem reyndar kæmi líka inn í reglugerð. „Við erum að vinna að því en ég er ekki tilbúinn að tala um einstaka hópa. Við vitum að það mun koma, sérstaklega ef það verður takmarkað aðgengi að bóluefni, að það muni koma metingur milli starfsgreina og einstaklinga en við munum bara taka á því þegar þar að kemur,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16
Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25
Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58
Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32