Orsakir banaslyssins við Viðborðssel þríþættar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2020 11:08 Slysið varð á þjóðvegi 1 við Viðborðssel. Vísir Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ökumaður bíls sem ekið var á gangandi vegfarenda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Þá telur nefndin að vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í myrkri og rigningu í akstursstefnu bifreiðar. Slysið varð þeim hætti að síðdegis þann 21. nóvember 2019 gekk dökkklæddur maður í austur á hægri akrein Suðurlandssvegar við Viðborðssel. Maðurinn gekk með bakið í aksturstefnu, með vasaljós, en án endurskinsmerkja. Myrkur var og rigning en á sama tíma ók ökumaður pallbíls austur Suðurlandsveg. Rétt áður en slysið varð var bifreið ekið úr gagnstæðri átt framhjá manninum. Ökumaður og farþegi þeirrar bifreiðar sögðu manninn hafa gengið eftir miðri akrein vegarins þegar þeir óku framhjá manninum. Skömmu síðar var pallbílnum ekið á manninn. Ökumaðurinn sá aldrei vegfarandann Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að ökumaður pallbílsins hafi ekki séð manninn á veginum fyrir slysið. Hægra framhorn bílsins takst á manninn sem kastaðist í götuna. Ökumaðurinn fann högg koma á bílinn og farþegi í bílnum sá að ekið hafði verið á mann. Vegfarandinn hlaut banvæna fjöláverka og lést á vettvangi. Aðstæðum á vettvangi var lýst þannig að dimmt hafi verið, vegurinn blautur og skyggni lítið. Hraði bílsins samkvæmt aksturstölvu hans var 89 kílómetrar á klukkustund. Nefnir rannsóknarnefndin að orsakir slyssins séu þríþættar. Ökumaðurinn hafi ekki séð vegfarandann, vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í rigningu og myrkri í akstursstefnu bifreiða og að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Brýnt að draga úr hraða í dimmu veðri Í skýrslunni er bent á að nauðsynlegt sé að allir vegfarendur geri sér grein fyrir áhrifum myrkurs og bleytu á sýn ökumanna, rigning og myrkur skerði útsýn ökumanna. Bleyta á rúðum takmarki útsýni og regndropar dreifi og endurkasti ljósi. Er því brýnt fyrir ökumönnum að nauðsynlegt sé að draga úr aksturshraða í dimmu veðri og enn frekar þegar vegur er einnig blautur, til þess að tryggja nægilega sjónvegalengd þannig að ökumaður hafi möguleika á að bregðast við og stöðva ökutæki ef hætta skapast. Þá er einnig brýnt fyrir gangandi vegfarendum að nota endurskinsmerki við göngu í myrkri þar sem þau auki sýnileika fyrir ökumönnum um marga tugi metra og gefi ökumönnum meiri möguleika á því að bregðast við tímanlega. Þá er vegfarandum einnig bent á það að ganga á móti umferðinni í vegkantinum, með því móti sé auðveldara að greina aðkomandi farartæki og lýsa á móti til að vekja á sér athygli. Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ökumaður bíls sem ekið var á gangandi vegfarenda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Þá telur nefndin að vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í myrkri og rigningu í akstursstefnu bifreiðar. Slysið varð þeim hætti að síðdegis þann 21. nóvember 2019 gekk dökkklæddur maður í austur á hægri akrein Suðurlandssvegar við Viðborðssel. Maðurinn gekk með bakið í aksturstefnu, með vasaljós, en án endurskinsmerkja. Myrkur var og rigning en á sama tíma ók ökumaður pallbíls austur Suðurlandsveg. Rétt áður en slysið varð var bifreið ekið úr gagnstæðri átt framhjá manninum. Ökumaður og farþegi þeirrar bifreiðar sögðu manninn hafa gengið eftir miðri akrein vegarins þegar þeir óku framhjá manninum. Skömmu síðar var pallbílnum ekið á manninn. Ökumaðurinn sá aldrei vegfarandann Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að ökumaður pallbílsins hafi ekki séð manninn á veginum fyrir slysið. Hægra framhorn bílsins takst á manninn sem kastaðist í götuna. Ökumaðurinn fann högg koma á bílinn og farþegi í bílnum sá að ekið hafði verið á mann. Vegfarandinn hlaut banvæna fjöláverka og lést á vettvangi. Aðstæðum á vettvangi var lýst þannig að dimmt hafi verið, vegurinn blautur og skyggni lítið. Hraði bílsins samkvæmt aksturstölvu hans var 89 kílómetrar á klukkustund. Nefnir rannsóknarnefndin að orsakir slyssins séu þríþættar. Ökumaðurinn hafi ekki séð vegfarandann, vegfarandinn hafi ekki gætt að sér er hann gekk dökkklæddur eftir akrein þjóðvegar í rigningu og myrkri í akstursstefnu bifreiða og að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Brýnt að draga úr hraða í dimmu veðri Í skýrslunni er bent á að nauðsynlegt sé að allir vegfarendur geri sér grein fyrir áhrifum myrkurs og bleytu á sýn ökumanna, rigning og myrkur skerði útsýn ökumanna. Bleyta á rúðum takmarki útsýni og regndropar dreifi og endurkasti ljósi. Er því brýnt fyrir ökumönnum að nauðsynlegt sé að draga úr aksturshraða í dimmu veðri og enn frekar þegar vegur er einnig blautur, til þess að tryggja nægilega sjónvegalengd þannig að ökumaður hafi möguleika á að bregðast við og stöðva ökutæki ef hætta skapast. Þá er einnig brýnt fyrir gangandi vegfarendum að nota endurskinsmerki við göngu í myrkri þar sem þau auki sýnileika fyrir ökumönnum um marga tugi metra og gefi ökumönnum meiri möguleika á því að bregðast við tímanlega. Þá er vegfarandum einnig bent á það að ganga á móti umferðinni í vegkantinum, með því móti sé auðveldara að greina aðkomandi farartæki og lýsa á móti til að vekja á sér athygli.
Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira