Seðlabankinn telur kreppu ferðaþjónustunnar standa langt fram á næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2020 20:36 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ekki er gert ráð fyrir að ferðaþjónusta taki við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs samkvæmt nýrri spá peningastefnunefndar Seðlabankans. Atvinnuleysi verður meira og verðbólga hærri til lengri tíma. Seðlabankinn lækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í morgun og eru þeir orðnir lægri en lægstu sögulegu vextir hingað til eða 0,75 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að lækkunin verði til að örva fjárfestingu. Hver er megin tilgangurinn með lækkun vaxta núna? „Við viljum örva hagkerfið. Við erum komin með gríðarlega mikinn samdrátt í efnahagslífið og mikið atvinnuleysi og við viljum bregðast við því," segir Ásgeir. Þannig hafði útflutningur á öðrum ársfjórðungi dregist saman um 40 prósent og er Ísland þar á toppnum með Portúgal og Spáni á meðan meðtals samdráttur í OECD ríkjum var í kring um 20 prósent. Enn hefur sigið á ógæfuhliðina því eftir smá viðspyrnu í voru hefur staðan aftur versnað í yfirstandandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Seðlabankastjóri segir peningastefnuna með lækkun vaxta að undanförnu og öðrum aðgerðum hafa skilað sér vel inn á fasteignamarkaðinn síðustu mánuðina. „Það sem þarf núna er í rauninni meiri fyrirtækjalán og nýjar fjárfestingar. Við erum að vona það að vitneskja um bóluefni, að það sé á leiðinni, muni verða til þess að það skapist aðeins meiri vissa um framtíðina og við sjáum fyrirtæki byrja að fjárfesta. Við séum þá að sjá ný störf," segir seðlabankastjóri. Yfirstandandi bylja kórónuveirunnar hefur seinkað efnahagsbatanum að mati peningastefnunefndar sem spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár. Á punktalínunni á meðfylgjandi mynd sést hvernig bankinn spáði því í ágúst að landsframleiðsla færi að aukast hratt á næsta ári. En ný spá reiknar með að hagvexti seinki fram á lok næsta árs og verði ekki kominn á skrið fyrr en 2023. Þá fari verðbólga yfir fjögur prósent á næsta ári og verði ekki undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans fyrr en snemma árs 2022. Atvinnuleysi haldist mikið næstu misseri. „Við erum að gera ráð fyrir því núna að við séum ekki alveg að ná næsta sumri í ferðaþjónustu. Þetta gangi ekki nægjanlega hratt fyrir sig. Við erum ekki að sjá ferðaþjónustuna taka við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs. Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur," segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir að ferðaþjónusta taki við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs samkvæmt nýrri spá peningastefnunefndar Seðlabankans. Atvinnuleysi verður meira og verðbólga hærri til lengri tíma. Seðlabankinn lækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í morgun og eru þeir orðnir lægri en lægstu sögulegu vextir hingað til eða 0,75 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að lækkunin verði til að örva fjárfestingu. Hver er megin tilgangurinn með lækkun vaxta núna? „Við viljum örva hagkerfið. Við erum komin með gríðarlega mikinn samdrátt í efnahagslífið og mikið atvinnuleysi og við viljum bregðast við því," segir Ásgeir. Þannig hafði útflutningur á öðrum ársfjórðungi dregist saman um 40 prósent og er Ísland þar á toppnum með Portúgal og Spáni á meðan meðtals samdráttur í OECD ríkjum var í kring um 20 prósent. Enn hefur sigið á ógæfuhliðina því eftir smá viðspyrnu í voru hefur staðan aftur versnað í yfirstandandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Seðlabankastjóri segir peningastefnuna með lækkun vaxta að undanförnu og öðrum aðgerðum hafa skilað sér vel inn á fasteignamarkaðinn síðustu mánuðina. „Það sem þarf núna er í rauninni meiri fyrirtækjalán og nýjar fjárfestingar. Við erum að vona það að vitneskja um bóluefni, að það sé á leiðinni, muni verða til þess að það skapist aðeins meiri vissa um framtíðina og við sjáum fyrirtæki byrja að fjárfesta. Við séum þá að sjá ný störf," segir seðlabankastjóri. Yfirstandandi bylja kórónuveirunnar hefur seinkað efnahagsbatanum að mati peningastefnunefndar sem spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár. Á punktalínunni á meðfylgjandi mynd sést hvernig bankinn spáði því í ágúst að landsframleiðsla færi að aukast hratt á næsta ári. En ný spá reiknar með að hagvexti seinki fram á lok næsta árs og verði ekki kominn á skrið fyrr en 2023. Þá fari verðbólga yfir fjögur prósent á næsta ári og verði ekki undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans fyrr en snemma árs 2022. Atvinnuleysi haldist mikið næstu misseri. „Við erum að gera ráð fyrir því núna að við séum ekki alveg að ná næsta sumri í ferðaþjónustu. Þetta gangi ekki nægjanlega hratt fyrir sig. Við erum ekki að sjá ferðaþjónustuna taka við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs. Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur," segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira