Með nál á bólakaf í handlegg Daníel Þór Friðriksson skrifar 16. nóvember 2020 18:00 Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því. Í hvert sinn sem ég fer í sprautu eða blóðprufu fæ ég hnút í magan, verð náfölur og bið hjúkrunarfræðinginn um að láta mig vita þegar því er lokið svo ég þurfi ekki að sjá nálina, þá gæti liðið yfir mig. Hann segir þá oftast ,,Hvað er þetta þú ert með tattú þannig þú getur ekki verið hræddur við smá nál”. Þetta er ekki sambærilegt! Bólusetningar eru nauðsynlegar og bjarga ótal mannslífa. Þær eru eitt þeirra fjölmörgu athafna sem við þurfum á að halda og hafa fylgt okkur í gegnum lífsleiðina. Sú fyrsta þegar við erum aðeins þriggja mánaða gömul. Má því ekki gefa sér að allir viti hvað bólusetning er og hvernig þær fara fram? Fjölmiðlafólk er aldeilis ekki á þeim buxunum. Af einhverjum undarlegum ástæðum er ekki hægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins, ekki einu sinni fjármál þess án þess að sjá myndbrot úr safni fréttastofu sýni nál á bólakaf í handlegg. Þetta er ekki einu sinni alltaf sama myndbrotið, svo virðist vera að myndatökumenn fari reglulega í ferðir á heilsugæslur og spítala til að bæta nýjum sprautu myndum í safnið? Já, maður spyr sig. Leiða má líkur á því að fréttastofur landsins hafi tekið ákvörðun um að í hvert sinn sem rætt er um heilbrigðiskerfið sé ákveðin vinnuregla að sýna nálastungur ásamt öðru myndefni tekið á svipuðum slóðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæðum fyrir því. Við þurfum ekki myndskeið af ofbeldi eða bílslysum þegar fjallað er um slík mál, eins þurfum við ekki myndir af sprautum, þær bæta engu við innihald fréttarinnar. Ég gantast stundum með það að ég viti lítið sem ekkert um málefni heilbrigðiskerfisins þar sem ég hraðspóla yfirleitt yfir þær fréttir, bara til öryggis ef það skyldi leynast sprauta þar. Ég veit það eru fleiri þarna úti sem búa við þessa nálafóbíu, sem kippast við, loka augunum og fyllist ónotum yfir þessum fréttum, svo að þau fari ekki á mis við mikilvægar fréttir eins og ég. Hættið að fylla fréttatímann af sprautum! Höfundur er kennaranemi með króníska nálafóbíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því. Í hvert sinn sem ég fer í sprautu eða blóðprufu fæ ég hnút í magan, verð náfölur og bið hjúkrunarfræðinginn um að láta mig vita þegar því er lokið svo ég þurfi ekki að sjá nálina, þá gæti liðið yfir mig. Hann segir þá oftast ,,Hvað er þetta þú ert með tattú þannig þú getur ekki verið hræddur við smá nál”. Þetta er ekki sambærilegt! Bólusetningar eru nauðsynlegar og bjarga ótal mannslífa. Þær eru eitt þeirra fjölmörgu athafna sem við þurfum á að halda og hafa fylgt okkur í gegnum lífsleiðina. Sú fyrsta þegar við erum aðeins þriggja mánaða gömul. Má því ekki gefa sér að allir viti hvað bólusetning er og hvernig þær fara fram? Fjölmiðlafólk er aldeilis ekki á þeim buxunum. Af einhverjum undarlegum ástæðum er ekki hægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins, ekki einu sinni fjármál þess án þess að sjá myndbrot úr safni fréttastofu sýni nál á bólakaf í handlegg. Þetta er ekki einu sinni alltaf sama myndbrotið, svo virðist vera að myndatökumenn fari reglulega í ferðir á heilsugæslur og spítala til að bæta nýjum sprautu myndum í safnið? Já, maður spyr sig. Leiða má líkur á því að fréttastofur landsins hafi tekið ákvörðun um að í hvert sinn sem rætt er um heilbrigðiskerfið sé ákveðin vinnuregla að sýna nálastungur ásamt öðru myndefni tekið á svipuðum slóðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæðum fyrir því. Við þurfum ekki myndskeið af ofbeldi eða bílslysum þegar fjallað er um slík mál, eins þurfum við ekki myndir af sprautum, þær bæta engu við innihald fréttarinnar. Ég gantast stundum með það að ég viti lítið sem ekkert um málefni heilbrigðiskerfisins þar sem ég hraðspóla yfirleitt yfir þær fréttir, bara til öryggis ef það skyldi leynast sprauta þar. Ég veit það eru fleiri þarna úti sem búa við þessa nálafóbíu, sem kippast við, loka augunum og fyllist ónotum yfir þessum fréttum, svo að þau fari ekki á mis við mikilvægar fréttir eins og ég. Hættið að fylla fréttatímann af sprautum! Höfundur er kennaranemi með króníska nálafóbíu
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun