Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 13:39 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, líst illa á að aðgangur að sjóðum ESB verði skilyrtir við að aðildarríkin sýni réttarríkinu virðingu. Í stjórnartíð hans hafa dómstólar, fjölmiðlar og félagasamtök glatað sjálfstæði sínu að miklu leyti. Vísir/EPA Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. ESB hefur sakað sitjandi ríkisstjórnir í ríkjunum tveimur um að grafa undan réttarríkinu. Viðræður um fjárlagaáætlun ESB fyrir árinu 2021 og 2027 halda áfram í Brussel í dag. Talsmaður ungverskur ríkisstjórnarinnar ítrekaði hótanir hennar um að hún beiti neitunarvaldi sínu. Dómsmálaráðherra Póllands tók í sama streng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leiðtogar ESB samþykktu í júlí að aðgangur að sameiginlegum fjármunum sambandsins yrði skilyrtur við að stjórnvöld í aðildarríkjunum virtu réttarríkið. Ungverjar og Pólverjar hafa andmælt þeim áformum. Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði að neitunarvaldi yrði til að koma í veg fyrir „takmörkun á fullveldi Póllands“. Evrópusambandið sakar ríkisstjórnir Ungverjalands og Póllands um að grafa undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka. Ríkin tvö gætu því átt á hættu að missa aðgang að tugum milljarða evra úr sjóðum sambandsins verði hann skilyrtur við að þau virði grundvallarstoðir réttarríkisins. „Ef Ungverjar beita neitunarvaldi á fjárlagaáætlunina skapast neyðarástand,“ segir hátt settur erindreki Evrópusambandsins við Reuters. Óformlegar viðræður eigi sér nú stað, þar á meðal á milli forseta framkvæmdastjórnarinnar, formanns leiðtogaráðs og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem fer með forsæti í ráðherraráði sambandsins. Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. ESB hefur sakað sitjandi ríkisstjórnir í ríkjunum tveimur um að grafa undan réttarríkinu. Viðræður um fjárlagaáætlun ESB fyrir árinu 2021 og 2027 halda áfram í Brussel í dag. Talsmaður ungverskur ríkisstjórnarinnar ítrekaði hótanir hennar um að hún beiti neitunarvaldi sínu. Dómsmálaráðherra Póllands tók í sama streng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leiðtogar ESB samþykktu í júlí að aðgangur að sameiginlegum fjármunum sambandsins yrði skilyrtur við að stjórnvöld í aðildarríkjunum virtu réttarríkið. Ungverjar og Pólverjar hafa andmælt þeim áformum. Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði að neitunarvaldi yrði til að koma í veg fyrir „takmörkun á fullveldi Póllands“. Evrópusambandið sakar ríkisstjórnir Ungverjalands og Póllands um að grafa undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka. Ríkin tvö gætu því átt á hættu að missa aðgang að tugum milljarða evra úr sjóðum sambandsins verði hann skilyrtur við að þau virði grundvallarstoðir réttarríkisins. „Ef Ungverjar beita neitunarvaldi á fjárlagaáætlunina skapast neyðarástand,“ segir hátt settur erindreki Evrópusambandsins við Reuters. Óformlegar viðræður eigi sér nú stað, þar á meðal á milli forseta framkvæmdastjórnarinnar, formanns leiðtogaráðs og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem fer með forsæti í ráðherraráði sambandsins.
Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira