Bóluefni Moderna veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 12:08 EPA/CJ GUNTHER Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna, sem fyrirtækið tilkynnti um rétt í þessu. Niðurstöðurnar eru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Moderna í tilkynningu að stefnt sé að því að sækja um leyfi fyrir bóluefninu á næstu vikum. Reynt verði að hafa 20 milljón skammta af efninu tilbúna til notkunar í Bandaríkjunum eins fljótt og auðið er og allt að milljarð skammta til notkunar um allan heim á næsta ári. Efnið var prófað á um 30 þúsund manns í Bandaríkjunum. Helmingi voru gefnir tveir skammtar með fjögurra vikna millibili en hinn helmingurinn var sprautaður með lyfleysu. Þá eru niðurstöður Moderna sagðar sýna að ellefu af þeim 30 þúsund sem tóku þátt í rannsókninni hafi veikst alvarlega af Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Enginn þeirra hafði hins vegar fengið bóluefnisskammt. „Virknin í heildina hefur verið ótrúleg... þetta er frábær dagur,“ segir Tal Zaks, yfirmaður heilbrigðismála hjá Moderna, í samtali við BBC. Spurningum enn ósvarað Enn er talsvert mörgum spurningum þó ósvarað varðandi virkni bóluefnisins, að því er fram kemur í frétt BBC. Þannig er ekki vitað hversu lengi ónæmi við veirunni varir og þá er heldur ekki vitað hvaða áhrif efnið hefur á eldra fólk. Zaks segir þó í samtali við BBC að ekkert bendi til þess að virkni efnisins dvíni með hækkandi aldri. Bóluefni Moderna er nokkuð svipað og bóluefni Pfizer en bæði eru svokölluð RNA-bóluefni. Slík bóluefni innihalda erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Virðist geymast betur en Pfizer Þá sýna niðurstöður rannsókna beggja fyrirtækja að efnin veiti svipaða vörn gegn veirunni; Pfizer um 90 prósent og Moderna 94,5 prósent. Rannsóknir á báðum efnum eru þó enn yfirstandandi og hlutfallið gæti breyst. Hins vegar virðist sem auðveldara verði að geyma Moderna-bóluefnið. Pfizer-bóluefnið þarf að geyma við allt að 80 stiga frost en Moderna-efnið helst stöðugt við -20 gráður í allt að sex mánuði. Þá segir í frétt BBC að hægt sé að geyma það í „hefðbundnum ísskáp“ í allt að mánuð. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31 Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna, sem fyrirtækið tilkynnti um rétt í þessu. Niðurstöðurnar eru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Moderna í tilkynningu að stefnt sé að því að sækja um leyfi fyrir bóluefninu á næstu vikum. Reynt verði að hafa 20 milljón skammta af efninu tilbúna til notkunar í Bandaríkjunum eins fljótt og auðið er og allt að milljarð skammta til notkunar um allan heim á næsta ári. Efnið var prófað á um 30 þúsund manns í Bandaríkjunum. Helmingi voru gefnir tveir skammtar með fjögurra vikna millibili en hinn helmingurinn var sprautaður með lyfleysu. Þá eru niðurstöður Moderna sagðar sýna að ellefu af þeim 30 þúsund sem tóku þátt í rannsókninni hafi veikst alvarlega af Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Enginn þeirra hafði hins vegar fengið bóluefnisskammt. „Virknin í heildina hefur verið ótrúleg... þetta er frábær dagur,“ segir Tal Zaks, yfirmaður heilbrigðismála hjá Moderna, í samtali við BBC. Spurningum enn ósvarað Enn er talsvert mörgum spurningum þó ósvarað varðandi virkni bóluefnisins, að því er fram kemur í frétt BBC. Þannig er ekki vitað hversu lengi ónæmi við veirunni varir og þá er heldur ekki vitað hvaða áhrif efnið hefur á eldra fólk. Zaks segir þó í samtali við BBC að ekkert bendi til þess að virkni efnisins dvíni með hækkandi aldri. Bóluefni Moderna er nokkuð svipað og bóluefni Pfizer en bæði eru svokölluð RNA-bóluefni. Slík bóluefni innihalda erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Virðist geymast betur en Pfizer Þá sýna niðurstöður rannsókna beggja fyrirtækja að efnin veiti svipaða vörn gegn veirunni; Pfizer um 90 prósent og Moderna 94,5 prósent. Rannsóknir á báðum efnum eru þó enn yfirstandandi og hlutfallið gæti breyst. Hins vegar virðist sem auðveldara verði að geyma Moderna-bóluefnið. Pfizer-bóluefnið þarf að geyma við allt að 80 stiga frost en Moderna-efnið helst stöðugt við -20 gráður í allt að sex mánuði. Þá segir í frétt BBC að hægt sé að geyma það í „hefðbundnum ísskáp“ í allt að mánuð. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31 Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39
Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31
Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14