„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 08:39 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. Hann segir menn alltaf geta fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti og að margir hefðu viljað sjá sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins öðruvísi. Það sé hins vegar þannig að aldrei verði full samstaða um allt sem verið sé að gera. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann var spurður út í áhyggjur verslunarmanna af smithættu í röðum fyrir utan búðir en fjallað var um málið á Vísi um helgina. Ekki mega vera fleiri en tíu manns inni í verslunum sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir og helst sú regla óbreytt með nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi á miðvikudag. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi þetta í viðtali við Vísi á laugardag og sagði skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Óhjákvæmilega myndu myndast raðir fyrir utan verslanir sem hefði ekki síður í för með sér aukna smithættu. Tölurnar sýni að við höfum verið að gera rétt Spurður út í þær áhyggjur að fólk stæði kannski þétt í biðröðum frekar en það væru fleiri í búðunum sagði Þórólfur: „Ég er nú ekkert endilega viss um það. Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti ef menn vilja. Við þurfum bara að passa okkur á þessum hópamyndunum, hvort sem eru úti eða inni og halda þetta bil. Ég veit að það eru margir sem hefðu viljað gera þetta einhvern veginn öðruvísi en það er bara alltaf þannig að það verður aldrei nein endanleg full samstaða um allt sem verið er að gera. En ég held að tölurnar sýna að við höfum verið að gera rétt. Þetta er að fara niður á meðan að annars staðar í öðrum nágrannalöndum er þetta að fara upp og menn eru að herða ennþá meira en við erum að gera.“ Þá sagði Þórólfur stöðuna eftir helgina þokkalega. Hlutirnir væru í rétta átt þótt vissulega alltaf þannig að það væru færri sýni tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er bara nokkuð gott. Þetta hafa verið í kringum tíu heildartilfelli og í kringum svona fimm tilfelli eða færri sem eru utan sóttkvíar. Ég held að það sé bara ágætt og við eigum að halda áfram í þessa átt,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en þar er meðal annars einnig rætt um bóluefni og bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi um langvarandi afleiðingar Covid-19. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Bítið Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. Hann segir menn alltaf geta fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti og að margir hefðu viljað sjá sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins öðruvísi. Það sé hins vegar þannig að aldrei verði full samstaða um allt sem verið sé að gera. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann var spurður út í áhyggjur verslunarmanna af smithættu í röðum fyrir utan búðir en fjallað var um málið á Vísi um helgina. Ekki mega vera fleiri en tíu manns inni í verslunum sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir og helst sú regla óbreytt með nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi á miðvikudag. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi þetta í viðtali við Vísi á laugardag og sagði skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Óhjákvæmilega myndu myndast raðir fyrir utan verslanir sem hefði ekki síður í för með sér aukna smithættu. Tölurnar sýni að við höfum verið að gera rétt Spurður út í þær áhyggjur að fólk stæði kannski þétt í biðröðum frekar en það væru fleiri í búðunum sagði Þórólfur: „Ég er nú ekkert endilega viss um það. Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti ef menn vilja. Við þurfum bara að passa okkur á þessum hópamyndunum, hvort sem eru úti eða inni og halda þetta bil. Ég veit að það eru margir sem hefðu viljað gera þetta einhvern veginn öðruvísi en það er bara alltaf þannig að það verður aldrei nein endanleg full samstaða um allt sem verið er að gera. En ég held að tölurnar sýna að við höfum verið að gera rétt. Þetta er að fara niður á meðan að annars staðar í öðrum nágrannalöndum er þetta að fara upp og menn eru að herða ennþá meira en við erum að gera.“ Þá sagði Þórólfur stöðuna eftir helgina þokkalega. Hlutirnir væru í rétta átt þótt vissulega alltaf þannig að það væru færri sýni tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er bara nokkuð gott. Þetta hafa verið í kringum tíu heildartilfelli og í kringum svona fimm tilfelli eða færri sem eru utan sóttkvíar. Ég held að það sé bara ágætt og við eigum að halda áfram í þessa átt,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en þar er meðal annars einnig rætt um bóluefni og bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi um langvarandi afleiðingar Covid-19.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Bítið Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira