Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 09:55 Landakot. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans. Þá er deildin fámenn og af þeim sökum mátti lítið út af bregða til að starfsemi sýkingavarnadeildarinnar myndi ekki skerðast verulega eftir að undirbúningur hófst vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem bent er á í kafla um helstu sóknarfæri á sviði sýkingavarna á Landakoti í bráðabirgðaskýrslu um hópsmit covid-19 sem þar kom upp. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær en höfundar skýrslunnar benda á tíu atriði sem betur mættu fara. Þegar faraldurinn hófst þurftu bæði yfirlæknir og deildarstjóri sýkingavarnadeildar að sinna daglegum verkefnum sem og fjölmörgum verkefnum á vegum farsóttarnefndar. Því hafi verið ljóst að ekki mátti mikið út af bregða. Því þurfi að tryggja að almenn grunnstarfsemi deildarinnar geti haldið áfram á álagstímum. Meðal annars sá höfundar skýrslunnar sóknarfæri í því að fjölga starfsfólki sýkingavarnadeildar en hafa verði í huga að sýkingavarnir krefjist sérhæfðar þekkingar og það taki tíma að þjálfa upp stafsfólk. „Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum innan stofnunarinnar. Huga ætti að þáttum eins og að allir starfsmenn fari í gegnum kennsluefni í grundvallaratriðum sýkingavarna og jafnvel þreyti próf sem þeir þurfa að standast einu sinni á ári,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er bent sérstaklega á að margt starfsfólk Landspítala sé af erlendum uppruna og auka þurfi fræðslu til þeirra og tryggja að það hafi aðgang að fræðsluefni á sínu móðurmáli. Húsnæðið gamalt og engin sérhæfð farsóttareining Þá eru gerðar nokkrar athugasemdir við húsnæðið sem skipti miklu máli þegar kemur að því að rjúfa smitleið meinvalds. „Húsnæðið er gamalt og það þyrfti að framkvæma sér úttekt hvort það sé hægt að bæta þætti eins og loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum fyrir sjúklinga ásamt því að bæta búningsaðstöðu og sameiginleg vinnu-og neyslurými fyrir starfsmenn,“ segir meðal annars. Almennt sé þörf á fleiri herbergjum á Landspítalanum sem hafi neikvæðan loftþrýsting og eins sé þörf á að fjölga einbýlum með sérsalernum. Þá er bent á að spítalinn hefur ekki sérhæfða farsóttareiningu eða farsóttardeild innan stofnunarinnar. Eins er bent á í skýrslunni að skipta þurfi út hlífðar- og skjóltjöldum úr taui sem eru notuð til að stúka af sjúlinga, fyrir skjólveggi sem hægt sé að þrífa með daglegum þrifum stofnunarinnar. Annar möguleiki í stöðunni gæti verið að koma upp miðlægu kerfi þar sem slík hlífðartjöld væru tekin niður og hreinsuð reglulega. Einnig er lagt til að gæðaeftirlit ræstingadeildar verði aukið og bent á að bæta þurfi húsnæðisaðstöðu í sameiginlegri tækjageymslu og lagt til að sérhæfður starfsmaður hafi yfirumsjón með þrifum og sótthreinsun á tækjum. „Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti undirstrikar nauðsyn þess að bæta mönnun svo hægt sé að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum. Með þetta sjónarmið í huga þá er sameiginlegur búnaður sem er geymdur inni á mismunandi deildum óheppilegur því það leiðir til þess að starfsmenn séu að fara á milli deilda að sækja sameiginlegan búnað,“ segir einnig í skýrslunni í kaflanum um sóknarfæri. Loks er bent á að bæta þurfi deild starfsmannaheilsuverndar og bent á mikilvægi þess að tryggja að allir starfsmenn séu upplýstir um nýjar verklagsreglur og viti hvar þær sé að finna. Þannig mætti gæðahandbók Landspítala til að mynda vera notendavænni og skýrari. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans. Þá er deildin fámenn og af þeim sökum mátti lítið út af bregða til að starfsemi sýkingavarnadeildarinnar myndi ekki skerðast verulega eftir að undirbúningur hófst vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er meðal þess sem bent er á í kafla um helstu sóknarfæri á sviði sýkingavarna á Landakoti í bráðabirgðaskýrslu um hópsmit covid-19 sem þar kom upp. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær en höfundar skýrslunnar benda á tíu atriði sem betur mættu fara. Þegar faraldurinn hófst þurftu bæði yfirlæknir og deildarstjóri sýkingavarnadeildar að sinna daglegum verkefnum sem og fjölmörgum verkefnum á vegum farsóttarnefndar. Því hafi verið ljóst að ekki mátti mikið út af bregða. Því þurfi að tryggja að almenn grunnstarfsemi deildarinnar geti haldið áfram á álagstímum. Meðal annars sá höfundar skýrslunnar sóknarfæri í því að fjölga starfsfólki sýkingavarnadeildar en hafa verði í huga að sýkingavarnir krefjist sérhæfðar þekkingar og það taki tíma að þjálfa upp stafsfólk. „Styrkja þarf fræðslu og kennslu í sýkingavörnum innan stofnunarinnar. Huga ætti að þáttum eins og að allir starfsmenn fari í gegnum kennsluefni í grundvallaratriðum sýkingavarna og jafnvel þreyti próf sem þeir þurfa að standast einu sinni á ári,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er bent sérstaklega á að margt starfsfólk Landspítala sé af erlendum uppruna og auka þurfi fræðslu til þeirra og tryggja að það hafi aðgang að fræðsluefni á sínu móðurmáli. Húsnæðið gamalt og engin sérhæfð farsóttareining Þá eru gerðar nokkrar athugasemdir við húsnæðið sem skipti miklu máli þegar kemur að því að rjúfa smitleið meinvalds. „Húsnæðið er gamalt og það þyrfti að framkvæma sér úttekt hvort það sé hægt að bæta þætti eins og loftræstingu, fjölga einbýlum og salernis-og sturtuaðstöðum fyrir sjúklinga ásamt því að bæta búningsaðstöðu og sameiginleg vinnu-og neyslurými fyrir starfsmenn,“ segir meðal annars. Almennt sé þörf á fleiri herbergjum á Landspítalanum sem hafi neikvæðan loftþrýsting og eins sé þörf á að fjölga einbýlum með sérsalernum. Þá er bent á að spítalinn hefur ekki sérhæfða farsóttareiningu eða farsóttardeild innan stofnunarinnar. Eins er bent á í skýrslunni að skipta þurfi út hlífðar- og skjóltjöldum úr taui sem eru notuð til að stúka af sjúlinga, fyrir skjólveggi sem hægt sé að þrífa með daglegum þrifum stofnunarinnar. Annar möguleiki í stöðunni gæti verið að koma upp miðlægu kerfi þar sem slík hlífðartjöld væru tekin niður og hreinsuð reglulega. Einnig er lagt til að gæðaeftirlit ræstingadeildar verði aukið og bent á að bæta þurfi húsnæðisaðstöðu í sameiginlegri tækjageymslu og lagt til að sérhæfður starfsmaður hafi yfirumsjón með þrifum og sótthreinsun á tækjum. „Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti undirstrikar nauðsyn þess að bæta mönnun svo hægt sé að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum. Með þetta sjónarmið í huga þá er sameiginlegur búnaður sem er geymdur inni á mismunandi deildum óheppilegur því það leiðir til þess að starfsmenn séu að fara á milli deilda að sækja sameiginlegan búnað,“ segir einnig í skýrslunni í kaflanum um sóknarfæri. Loks er bent á að bæta þurfi deild starfsmannaheilsuverndar og bent á mikilvægi þess að tryggja að allir starfsmenn séu upplýstir um nýjar verklagsreglur og viti hvar þær sé að finna. Þannig mætti gæðahandbók Landspítala til að mynda vera notendavænni og skýrari.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira