Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 16:07 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í október. Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. Þetta kom fram í máli Páls á blaðamannafundi þar sem skýrsla um hópsýkingu á Landakoti var kynnt. Ítarlega umfjöllun Vísis um skýrsluna má nálgast hér fyrir neðan. Páll hóf framsögu sína á því að segja málið hafa verið öllum á spítalanum þungbært. Hugur stjórnenda og spítalans væri hjá aðstandendum þeirra sem misst hefðu ástvini á Landakoti, sjúklingum sem enn eru að glíma með Covid-veikindi og hjá starfsfólki. Með rannsókninni hefði skýringa verið leitað til að koma í veg fyrir að atburður á borð við hópsýkinguna á Landakoti endurtæki sig ekki. „Tilgangurinn er ekki að leita að sökudólgum til að hengja í hæsta gálga,“ sagði Páll. Frekara mat á málinu væri nú einkum í höndum embættis landlæknis. Þá varpaði Páll því fram hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sýkinguna. „Nei, líklega ekki,“ sagði hann. Hún hefði verið sérstaklega erfið viðureignar því hún hefði komið inn á stofnunina á fleiri en einum stað á sama tíma. Þegar smit er jafnútbreitt í samfélaginu og þegar sýkingin kom upp væri miklu erfiðara að útiloka að veiran berist inn. Ráðist í endurbætur eftir sýkingu í vor Þá hefðu stjórnendur svo sannarlega verið meðvitaðir um að ástandið á Landakoti væri ekki gott, líkt og rakið var í niðurstöðum rannsóknarinnar. Aðstæður á Landakoti hefðu til að mynda komist í hámæli um aldamótin og þá hefði lausnin átt að vera nýr Landspítali, sem sífellt hefði dregist en væri nú loks í byggingu. Enn fremur hefði 1,8 milljörðum verið varið í endurbætur á Landakoti síðustu ár. Þá vísaði Páll til þess að kórónuveirusýking hefði komið upp á Landakoti í vor. Sú sýking hafi verið minni og afmarkaðri, aðeins á einni deild, en orðið hafi eitt dauðsfall. Þá hefði verið ráðist í endurnýjun á matsal og starfsmannaaðstöðu, verklagsreglur endurskoðaðar og hætt með þríbýli sjúklinga, svo eitthvað væri nefnt. „Þrátt fyrir þetta kemur aftur upp hópsýking. Hvaða lærdóm getum við dregið af því?“ spurði Páll. Ljóst væri að strangari reglur þyrftu um flutninga sjúklinga milli stofnana. Þá hefði bráðabirgðaleið verið fundin til að setja upp loftræstingu í herbergjum Covid-sjúklinga. „Við sem þjóðfélag erum miður okkar. Þetta er harmleikur,“ sagði Páll. „Við sem þjóð berum þá virðingu fyrir lífinu að við sættum okkur ekki við dauðsföll af völdum veirunnar.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í október. Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. Þetta kom fram í máli Páls á blaðamannafundi þar sem skýrsla um hópsýkingu á Landakoti var kynnt. Ítarlega umfjöllun Vísis um skýrsluna má nálgast hér fyrir neðan. Páll hóf framsögu sína á því að segja málið hafa verið öllum á spítalanum þungbært. Hugur stjórnenda og spítalans væri hjá aðstandendum þeirra sem misst hefðu ástvini á Landakoti, sjúklingum sem enn eru að glíma með Covid-veikindi og hjá starfsfólki. Með rannsókninni hefði skýringa verið leitað til að koma í veg fyrir að atburður á borð við hópsýkinguna á Landakoti endurtæki sig ekki. „Tilgangurinn er ekki að leita að sökudólgum til að hengja í hæsta gálga,“ sagði Páll. Frekara mat á málinu væri nú einkum í höndum embættis landlæknis. Þá varpaði Páll því fram hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sýkinguna. „Nei, líklega ekki,“ sagði hann. Hún hefði verið sérstaklega erfið viðureignar því hún hefði komið inn á stofnunina á fleiri en einum stað á sama tíma. Þegar smit er jafnútbreitt í samfélaginu og þegar sýkingin kom upp væri miklu erfiðara að útiloka að veiran berist inn. Ráðist í endurbætur eftir sýkingu í vor Þá hefðu stjórnendur svo sannarlega verið meðvitaðir um að ástandið á Landakoti væri ekki gott, líkt og rakið var í niðurstöðum rannsóknarinnar. Aðstæður á Landakoti hefðu til að mynda komist í hámæli um aldamótin og þá hefði lausnin átt að vera nýr Landspítali, sem sífellt hefði dregist en væri nú loks í byggingu. Enn fremur hefði 1,8 milljörðum verið varið í endurbætur á Landakoti síðustu ár. Þá vísaði Páll til þess að kórónuveirusýking hefði komið upp á Landakoti í vor. Sú sýking hafi verið minni og afmarkaðri, aðeins á einni deild, en orðið hafi eitt dauðsfall. Þá hefði verið ráðist í endurnýjun á matsal og starfsmannaaðstöðu, verklagsreglur endurskoðaðar og hætt með þríbýli sjúklinga, svo eitthvað væri nefnt. „Þrátt fyrir þetta kemur aftur upp hópsýking. Hvaða lærdóm getum við dregið af því?“ spurði Páll. Ljóst væri að strangari reglur þyrftu um flutninga sjúklinga milli stofnana. Þá hefði bráðabirgðaleið verið fundin til að setja upp loftræstingu í herbergjum Covid-sjúklinga. „Við sem þjóðfélag erum miður okkar. Þetta er harmleikur,“ sagði Páll. „Við sem þjóð berum þá virðingu fyrir lífinu að við sættum okkur ekki við dauðsföll af völdum veirunnar.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45
Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50