Hver er þín málstefna? Ármann Jakobsson og Eva María Jónsdóttir skrifa 16. nóvember 2020 08:01 Dagur íslenskrar tungu er aðeins einu sinni á ári en þennan dag fögnum við málinu og öllum dögunum sem við eigum það og þökkum fyrir að eiga móðurmál sem er fallegt, margslungið og einkar nytsamlegt. Markmiðið á að vera að geta notað málið í öllum aðstæðum og á öllum sviðum samfélagsins. Íslenskan þrífst best ef hún er mikið notuð og af áhuga. Hvert og eitt okkar getur hugleitt hvaða málstefnu við fylgjum í daglegu lífi og spurt okkur sjálf þessara og fleiri spurninga: Hvernig íslensku reynum við að tala? Hugsum við um hvernig er best að orða hlutina? Óttumst við að tjá okkur á móðurmálinu? Finnst okkur það stundum kjánalegt? Leitum við nýrra orða yfir ný fyrirbæri? Erum við dugleg að leita upplýsinga um málið t.d. á netinu? Slettum við orðum úr öðrum tungumálum? Hvers vegna? Tjáum við okkur á íslensku þegar við skrifum t.d. færslur á samfélagsmiðla? Svörum við á ensku ef við erum ávörpuð með hreim eða höldum að við séum að tala við útlending? Reynum við að tala um ólík málefni við börn og ungmenni? Hvetjum við aðra til að tjá sig á íslensku, meðal annars með því að gera það sjálf? Tölum við fyrst og fremst um tunguna með því að leiðrétta villur annarra? Lesum við margs konar texta á íslensku? Horfum við á myndefni á íslensku eða með íslenskum texta? Á hvaða sviðum notum við síst íslenskt mál? Mætti breyta því? Svör við ofangreindum spurningum getur hver og einn átt fyrir sig. En þegar við leiðum hugann eitt andartak að afstöðu okkar til málsins styrkjum við tengslin við það og um leið stöðu þess í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu hentar prýðisvel til þess. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu er aðeins einu sinni á ári en þennan dag fögnum við málinu og öllum dögunum sem við eigum það og þökkum fyrir að eiga móðurmál sem er fallegt, margslungið og einkar nytsamlegt. Markmiðið á að vera að geta notað málið í öllum aðstæðum og á öllum sviðum samfélagsins. Íslenskan þrífst best ef hún er mikið notuð og af áhuga. Hvert og eitt okkar getur hugleitt hvaða málstefnu við fylgjum í daglegu lífi og spurt okkur sjálf þessara og fleiri spurninga: Hvernig íslensku reynum við að tala? Hugsum við um hvernig er best að orða hlutina? Óttumst við að tjá okkur á móðurmálinu? Finnst okkur það stundum kjánalegt? Leitum við nýrra orða yfir ný fyrirbæri? Erum við dugleg að leita upplýsinga um málið t.d. á netinu? Slettum við orðum úr öðrum tungumálum? Hvers vegna? Tjáum við okkur á íslensku þegar við skrifum t.d. færslur á samfélagsmiðla? Svörum við á ensku ef við erum ávörpuð með hreim eða höldum að við séum að tala við útlending? Reynum við að tala um ólík málefni við börn og ungmenni? Hvetjum við aðra til að tjá sig á íslensku, meðal annars með því að gera það sjálf? Tölum við fyrst og fremst um tunguna með því að leiðrétta villur annarra? Lesum við margs konar texta á íslensku? Horfum við á myndefni á íslensku eða með íslenskum texta? Á hvaða sviðum notum við síst íslenskt mál? Mætti breyta því? Svör við ofangreindum spurningum getur hver og einn átt fyrir sig. En þegar við leiðum hugann eitt andartak að afstöðu okkar til málsins styrkjum við tengslin við það og um leið stöðu þess í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu hentar prýðisvel til þess. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun