Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 22:00 Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka, en þá var Ísland 1-0 yfir. Getty/Laszlo Szirtesi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Ungverjalandi, 2-1, í umspili um sæti á EM í kvöld. „Þetta er svekkelsi en markar engin endalok. Það er stutt í næstu undankeppni. Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt,“ sagði Aron Einar eftir leik. „Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni.“ Aron Einar viðurkennir að kannski hafi verið orðið lítið á tankinum hjá íslensku leikmönnunum undir lok leiks. „Já, vissulega. Við fengum samt ferskar lappir inn á. Nokkrar hreinsanir hefðu mátt fara betur og við hefðum kannski átt að færa okkur framarlega. En mér fannst við vera hættulegir og fengum færi til að klára þetta endnalega og því fór sem fór,“ sagði Aron Einar sem lék sinn nítugasta landsleik í kvöld. Hann segir að andrúmsloftið í búningsklefanum eftir leikinn hafi verið þungt. „Menn eru niðurlútir og horfa fyrst og fremst á sjálfa sig. Þetta svipar til þess eftir leikinn gegn Króatíu í umspilinu fyrir HM 2014. Við getum verið svekktir með okkur sjálfa í kvöld,“ sagði Aron Einar að endingu. Klippa: Viðtal við Aron Einar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Ungverjalandi, 2-1, í umspili um sæti á EM í kvöld. „Þetta er svekkelsi en markar engin endalok. Það er stutt í næstu undankeppni. Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt,“ sagði Aron Einar eftir leik. „Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni.“ Aron Einar viðurkennir að kannski hafi verið orðið lítið á tankinum hjá íslensku leikmönnunum undir lok leiks. „Já, vissulega. Við fengum samt ferskar lappir inn á. Nokkrar hreinsanir hefðu mátt fara betur og við hefðum kannski átt að færa okkur framarlega. En mér fannst við vera hættulegir og fengum færi til að klára þetta endnalega og því fór sem fór,“ sagði Aron Einar sem lék sinn nítugasta landsleik í kvöld. Hann segir að andrúmsloftið í búningsklefanum eftir leikinn hafi verið þungt. „Menn eru niðurlútir og horfa fyrst og fremst á sjálfa sig. Þetta svipar til þess eftir leikinn gegn Króatíu í umspilinu fyrir HM 2014. Við getum verið svekktir með okkur sjálfa í kvöld,“ sagði Aron Einar að endingu. Klippa: Viðtal við Aron Einar
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51
Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44
Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50