Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 09:10 Heilbrigðisstarfsmenn í Kaliforníu flytja lík manneskju sem dó vegna Covid-19. AP/Jae C. Hong Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. Ástandið þykir mjög alvarlegt víða. Í Texas hafa rúmlega milljón manns greinst smitaðir og Kalifornía nálgast þann fjölda einnig. 1.408 dóu í gær. Í ríkjum eins og Tennessee, Alabama og Minnesota hefur fjöldi látinna aldrei verioð hærri. AP fréttaveitan segir að smituðum fari fjölgandi í 49 ríkjum Bandaríkjanna og dauðsföllum fjölgi í 39. Í heildina hafa tæplega 10,5 milljónir manna smitast og 242 þúsund dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Álag á sjúkrahúsum hefur víða verið að aukast til muna og hafa sóttvarnaraðgerðir verið hertar í borgum eins og New York, Philadelphia, San Diego og víðar. Í New York hefur samkomutakmörkunum verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Í Ohio hefur einnig verið gripið til samkomutakmarkana og hefur ríkisstjórinn MIke DeWine einnig sett á grímuskyldu og heitið því að tryggja að henni verði framfylgt. Heilbrigðiskerfi Ohio er að hruni komið og DeWine segir að ekki megi gefast upp fyrir sjúkdómnum. Svipaða sögu er að segja frá Iowa þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð að undanförnu. Í frétt Washington Post segir talsmaður sambands sjúkrahúsa í Missouri að heilbrigðisstarfsfólk þurfi mögulega að fara að neita fólki læknaþjónustu. Enn séu til næg rúm til að leggja fólk inn en ekki sé starfsfólk til að annast þau. Alls voru rúmlega 64 þúsund lagðir inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum í gær og þar af voru nærri því þrjú þúsund settir í öndunarvél. Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Illinois sendi nýverið opið bréf til ríkisstjórans J.B. Pritzker og Lori Lightfoot, borgarstjóra Chicago, þar sem hópurinn varaði við því að öll gjörgæslurúm ríkisins muni fyllast á næstu vikum. Svipaðar sögur berast víða. Læknar í Oklahoma segir að þar sé heilbrigðiskerfið að springja vegna álags. Læknasamtök Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að fólk beri andlitsgrímur, stundi félagsforðun og þvoi hendur sínar reglulega. Einhverjir læknar sem ræddu við Washington Post segjast sérstaklega óttast það að veiran nái aftur til dvalarheimila Bandaríkjanna, eins og gerðist í vor. Það gæti valdið fjölmörgum dauðsföllum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27 Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. Ástandið þykir mjög alvarlegt víða. Í Texas hafa rúmlega milljón manns greinst smitaðir og Kalifornía nálgast þann fjölda einnig. 1.408 dóu í gær. Í ríkjum eins og Tennessee, Alabama og Minnesota hefur fjöldi látinna aldrei verioð hærri. AP fréttaveitan segir að smituðum fari fjölgandi í 49 ríkjum Bandaríkjanna og dauðsföllum fjölgi í 39. Í heildina hafa tæplega 10,5 milljónir manna smitast og 242 þúsund dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Álag á sjúkrahúsum hefur víða verið að aukast til muna og hafa sóttvarnaraðgerðir verið hertar í borgum eins og New York, Philadelphia, San Diego og víðar. Í New York hefur samkomutakmörkunum verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Í Ohio hefur einnig verið gripið til samkomutakmarkana og hefur ríkisstjórinn MIke DeWine einnig sett á grímuskyldu og heitið því að tryggja að henni verði framfylgt. Heilbrigðiskerfi Ohio er að hruni komið og DeWine segir að ekki megi gefast upp fyrir sjúkdómnum. Svipaða sögu er að segja frá Iowa þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð að undanförnu. Í frétt Washington Post segir talsmaður sambands sjúkrahúsa í Missouri að heilbrigðisstarfsfólk þurfi mögulega að fara að neita fólki læknaþjónustu. Enn séu til næg rúm til að leggja fólk inn en ekki sé starfsfólk til að annast þau. Alls voru rúmlega 64 þúsund lagðir inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum í gær og þar af voru nærri því þrjú þúsund settir í öndunarvél. Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Illinois sendi nýverið opið bréf til ríkisstjórans J.B. Pritzker og Lori Lightfoot, borgarstjóra Chicago, þar sem hópurinn varaði við því að öll gjörgæslurúm ríkisins muni fyllast á næstu vikum. Svipaðar sögur berast víða. Læknar í Oklahoma segir að þar sé heilbrigðiskerfið að springja vegna álags. Læknasamtök Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að fólk beri andlitsgrímur, stundi félagsforðun og þvoi hendur sínar reglulega. Einhverjir læknar sem ræddu við Washington Post segjast sérstaklega óttast það að veiran nái aftur til dvalarheimila Bandaríkjanna, eins og gerðist í vor. Það gæti valdið fjölmörgum dauðsföllum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27 Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27
Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent