Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2020 20:16 Anthony Fauci. Vísir/Getty Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. Þetta hefur Financial Times eftir Fauci en hann segir að Moderna muni byrja að meta niðurstöður úr þriðja fasa prófana sinna á næstu sjö dögum. Fauci segir að það muni koma honum á óvart ef niðurstöður Moderna verði ekki svipaðar og þær sem bóluefnaframleiðandinn Pfizer birti á mánudag. Pfizer sagði að rannsóknir hefðu sýnt fram á 90 prósenta virkni þeirra bóluefnis. Pfizer framleiðir RNA-bóluefni en það gerir Moderna einnig. Fauci sagði að bóluefni þessara tveggja framleiðenda væri nánast eins, þess vegna myndi það koma á óvart ef niðurstöðurnar verða ekki svipaðar. „Okkur var tjáð að þeir muni hefja sama mat á næstu dögum líkt og Pfizer gerði í síðustu viku,” er haft eftir Fauci. Fauci leiðir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem vinnur með Moderna að þróun bóluefnis. Þar að auki er haft eftir honum að hann hafi ekki búist við jafn góðum niðurstöðum og Pfizer sýndi fram á. Fái Pfizer leyfi til að setja bóluefni sitt á markað verður það fyrsta RNA-bóluefnið sem verður skráð. Fauci segir það ekki aðeins risa skref í baráttunni við kórónuveiruna, heldur einnig risa skref fyrir bóluefnaþróun í heild. Þess má geta að Moderna er einn af sex bóluefnaframleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Það tryggir Íslandi aðgengi að Moderna-bóluefninu ef það fær leyfi. Evrópusambandið tilkynnti í dag að það hefði náð samningum við Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta, og með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Einnig hefurEvrópusambandið samið við Astrazenica, sem framleiðir bóluefni með Oxford háskólanum í Bretlandi. Búist er við niðurstöðum frá því fyrirtæki á næstu vikum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. Þetta hefur Financial Times eftir Fauci en hann segir að Moderna muni byrja að meta niðurstöður úr þriðja fasa prófana sinna á næstu sjö dögum. Fauci segir að það muni koma honum á óvart ef niðurstöður Moderna verði ekki svipaðar og þær sem bóluefnaframleiðandinn Pfizer birti á mánudag. Pfizer sagði að rannsóknir hefðu sýnt fram á 90 prósenta virkni þeirra bóluefnis. Pfizer framleiðir RNA-bóluefni en það gerir Moderna einnig. Fauci sagði að bóluefni þessara tveggja framleiðenda væri nánast eins, þess vegna myndi það koma á óvart ef niðurstöðurnar verða ekki svipaðar. „Okkur var tjáð að þeir muni hefja sama mat á næstu dögum líkt og Pfizer gerði í síðustu viku,” er haft eftir Fauci. Fauci leiðir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem vinnur með Moderna að þróun bóluefnis. Þar að auki er haft eftir honum að hann hafi ekki búist við jafn góðum niðurstöðum og Pfizer sýndi fram á. Fái Pfizer leyfi til að setja bóluefni sitt á markað verður það fyrsta RNA-bóluefnið sem verður skráð. Fauci segir það ekki aðeins risa skref í baráttunni við kórónuveiruna, heldur einnig risa skref fyrir bóluefnaþróun í heild. Þess má geta að Moderna er einn af sex bóluefnaframleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Það tryggir Íslandi aðgengi að Moderna-bóluefninu ef það fær leyfi. Evrópusambandið tilkynnti í dag að það hefði náð samningum við Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta, og með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Einnig hefurEvrópusambandið samið við Astrazenica, sem framleiðir bóluefni með Oxford háskólanum í Bretlandi. Búist er við niðurstöðum frá því fyrirtæki á næstu vikum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01
Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25