Man. United sagt ætla að blanda sér í baráttuna um Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 09:01 Cristiano Ronaldo fagnar marki á síðasta tímabili sínu með Manchester United. EPA/MAGI HAROUN Stuðningsmenn Manchester United sáu táninginn Cristiano Ronaldo verða að einum besta fótboltamanni heims í búningi United og hafa síðan að hann fór til Real Madrid, eflaust látið sig dreyma um það að sjá hann spila aftur fyrir félagið. Nú eru sagðar auknar líkur á því það gæti orðið að veruleika ef Juventus reynir að selja Portúgalann næsta sumar. Það kom flestum á óvart þegar Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 en Juventus þurftu reyndar að borga hundrað milljónir fyrir hann og bjóða honum ofurlaun. Ronaldo is considering a return to Old Trafford IT IS ON UNITED FANS https://t.co/M6X4yJ6NQd— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 11, 2020 Ronaldo var nýbúinn að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn þegar hann yfirgaf Real Madrid en hefur ekki náð að komast langt með Juventus í Meistaradeildinni síðan þá. Ronaldo hefur engu að síður orðið tvisvar sinnum ítalskur meistari og þá hefur hann skorað 71 mark í 94 leikjum fyrir félagið. Spænska blaðið Sport sagði frá því um helgina að Juventus sé tilbúið að selja Ronaldo eftir 2020-21 tímabilið og auk þess að losna við að borga þessi ofurlaun hans þá mun ítalska félagið reyna að fá eitthvað til baka af því sem það greiddi fyrir Portúgalann sumarið 2018. Cristiano Ronaldo hefur verið mikið orðaður við franska félagið Paris Saint Germain og Manchetser City var jafnvel komið inn í myndina ef Lionel Messi yrði áfram hjá Barcelona. ULTIMO MOMENTO: nuestras fuentes en Manchester y en Oporto nos confirman que Manchester United tentó a Cristiano Ronaldo con un regreso al club para la próxima temporada. El portugués lo analiza. Juventus lo negociaria si él lo pide. pic.twitter.com/NDTVkAYCcF— Christian Martin (@askomartin) November 10, 2020 Fjölmiðlamaðurinn Christian Martin sagði aftur á móti 390 þúsund fylgjendum sínum á Twitter að hans heimildir frá bæði Manchester og Porto hermi að Manchester United sé að biðla til Cristiano Ronaldo um að hann snúi aftur til Manchester United. Það fylgir sögunni að Juventus sé tilbúið að fara í samningaviðræður ef leikmaðurinn sjálfur biður um það. Cristiano Ronaldo er nú 35 ára gamall en hann spilaði með Manchester United frá 2003 til 2009 eða á aldrinum 18 til 24 ára. Hann varð þrisvar enskur meistari með liðinu. Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum mðe Manchester United þar af 42 mörk í 49 leikjum tímabilið 2007-08 þegar liðið vann bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. Cristiano Ronaldo reportedly has an offer on the table from Manchester United and is strongly considering it. Juventus are happy to accept if he requests! https://t.co/fMaxgydPmR— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United sáu táninginn Cristiano Ronaldo verða að einum besta fótboltamanni heims í búningi United og hafa síðan að hann fór til Real Madrid, eflaust látið sig dreyma um það að sjá hann spila aftur fyrir félagið. Nú eru sagðar auknar líkur á því það gæti orðið að veruleika ef Juventus reynir að selja Portúgalann næsta sumar. Það kom flestum á óvart þegar Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 en Juventus þurftu reyndar að borga hundrað milljónir fyrir hann og bjóða honum ofurlaun. Ronaldo is considering a return to Old Trafford IT IS ON UNITED FANS https://t.co/M6X4yJ6NQd— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 11, 2020 Ronaldo var nýbúinn að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn þegar hann yfirgaf Real Madrid en hefur ekki náð að komast langt með Juventus í Meistaradeildinni síðan þá. Ronaldo hefur engu að síður orðið tvisvar sinnum ítalskur meistari og þá hefur hann skorað 71 mark í 94 leikjum fyrir félagið. Spænska blaðið Sport sagði frá því um helgina að Juventus sé tilbúið að selja Ronaldo eftir 2020-21 tímabilið og auk þess að losna við að borga þessi ofurlaun hans þá mun ítalska félagið reyna að fá eitthvað til baka af því sem það greiddi fyrir Portúgalann sumarið 2018. Cristiano Ronaldo hefur verið mikið orðaður við franska félagið Paris Saint Germain og Manchetser City var jafnvel komið inn í myndina ef Lionel Messi yrði áfram hjá Barcelona. ULTIMO MOMENTO: nuestras fuentes en Manchester y en Oporto nos confirman que Manchester United tentó a Cristiano Ronaldo con un regreso al club para la próxima temporada. El portugués lo analiza. Juventus lo negociaria si él lo pide. pic.twitter.com/NDTVkAYCcF— Christian Martin (@askomartin) November 10, 2020 Fjölmiðlamaðurinn Christian Martin sagði aftur á móti 390 þúsund fylgjendum sínum á Twitter að hans heimildir frá bæði Manchester og Porto hermi að Manchester United sé að biðla til Cristiano Ronaldo um að hann snúi aftur til Manchester United. Það fylgir sögunni að Juventus sé tilbúið að fara í samningaviðræður ef leikmaðurinn sjálfur biður um það. Cristiano Ronaldo er nú 35 ára gamall en hann spilaði með Manchester United frá 2003 til 2009 eða á aldrinum 18 til 24 ára. Hann varð þrisvar enskur meistari með liðinu. Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum mðe Manchester United þar af 42 mörk í 49 leikjum tímabilið 2007-08 þegar liðið vann bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. Cristiano Ronaldo reportedly has an offer on the table from Manchester United and is strongly considering it. Juventus are happy to accept if he requests! https://t.co/fMaxgydPmR— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira