Evrópuleiðtogar vilja skella í lás eftir hryðjuverkaárásir Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 20:42 Kurz, kanslari Austurríkis, (t.v.), Macron Frakklandsforseti, (f.m.) og Merkel Þýskalandskanslari (t.h.) ræða við fréttamenn eftir fund þeirra í dag. Vísir/EPA Frönsk og þýsk stjórnvöld vilja nú herða eftirlit á landamærum Evrópusambandsins í kjölfar hrinu hryðjuverka undanfarinn mánuð. Þau leggja til umbætur á Schengen-samstarfinu sem Ísland á aðild að. Átta manns féllu í hryðjuverkaárásum í París, Nice og Vín á undanförnum vikum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að bregðast yrði við hættunni af hryðjuverkum sem vofi yfir allri Evrópu eftir að hann fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Brussel í dag. „Að gera umbætur á Schengen er að leyfa frjálsa för með öryggi,“ sagði Macron og vísaði til landamærasamstarfs 26 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Merkel tók í svipaðan streng. „Það er bráðnauðsynlegt að vita hver kemur inn og hver yfirgefur Schengen-svæðið,“ sagði hún að fundi loknum. Þegar dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu á föstudag ræddu þeir meðal annars tillögur um að leggja ríkari skyldur á herðar netþjónustufyrirtækja að vinna gegn öfgahyggju á netinu, þjálfunarbúðir fyrir múslimaklerka og leiðir til þess að vísa fólki sem á ekki tilkall til alþjóðlegrar verndar, glæpamönnum og grunuðum öfgamönnum úr landi. Þá eru hugmyndir um að auka upplýsingaskipti á milli öryggisstofnana innan álfunnar og styrkja Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Ráðherrarnir ræddu einnig um að ítreka rétt aðildarríkja til þess að stöðva tímabundið frjálsa för fólks innan Schengen þegar neyðarástandi er lýst yfir. Frakkar hafa nýtt sér slíka heimild frá því að hryðjuverkamenn felldu fleiri en 130 manns í árásum í París árið 2015, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið Hryðjuverk í Vín Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Frönsk og þýsk stjórnvöld vilja nú herða eftirlit á landamærum Evrópusambandsins í kjölfar hrinu hryðjuverka undanfarinn mánuð. Þau leggja til umbætur á Schengen-samstarfinu sem Ísland á aðild að. Átta manns féllu í hryðjuverkaárásum í París, Nice og Vín á undanförnum vikum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að bregðast yrði við hættunni af hryðjuverkum sem vofi yfir allri Evrópu eftir að hann fundaði með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Brussel í dag. „Að gera umbætur á Schengen er að leyfa frjálsa för með öryggi,“ sagði Macron og vísaði til landamærasamstarfs 26 Evrópuríkja, þar á meðal Íslands. Merkel tók í svipaðan streng. „Það er bráðnauðsynlegt að vita hver kemur inn og hver yfirgefur Schengen-svæðið,“ sagði hún að fundi loknum. Þegar dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu á föstudag ræddu þeir meðal annars tillögur um að leggja ríkari skyldur á herðar netþjónustufyrirtækja að vinna gegn öfgahyggju á netinu, þjálfunarbúðir fyrir múslimaklerka og leiðir til þess að vísa fólki sem á ekki tilkall til alþjóðlegrar verndar, glæpamönnum og grunuðum öfgamönnum úr landi. Þá eru hugmyndir um að auka upplýsingaskipti á milli öryggisstofnana innan álfunnar og styrkja Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Ráðherrarnir ræddu einnig um að ítreka rétt aðildarríkja til þess að stöðva tímabundið frjálsa för fólks innan Schengen þegar neyðarástandi er lýst yfir. Frakkar hafa nýtt sér slíka heimild frá því að hryðjuverkamenn felldu fleiri en 130 manns í árásum í París árið 2015, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Evrópusambandið Hryðjuverk í Vín Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira