Guðni Bergsson um fréttir dagsins: Gríðarlega ánægður og þakklátur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 15:01 Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands sem er nú mun nærri því að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir landsliðin sín. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fagnar fréttum dagsins um að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Með slíkum viðræðum um framtíðar leikvang fyrir íslenska landsliðið er mikilvægt skref stigið í þeirri vegferð að byggja keppnisaðstöðu sem stenst alþjóðlegar kröfur, en undanfarin ár hefur Laugardalsvöllur þurft undanþágur og sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja í alþjóðlegum mótum. „Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali á heimasíðu sambandsins. ,,Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins. @gudnibergs https://t.co/7xlpzT0WoR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 10, 2020 „Þetta er orðið tímabært enda getum við ekki leikið alla þá heimaleiki sem við þurfum að leika hér á landi að vetri til. Sú staðreynd skerðir möguleika okkar að ná árangri og komast á stórmót. Núverandi aðstaða á vellinum er áratugum á eftir því sem þekkist á öðrum þjóðarleikvöngum í Evrópu,“ sagði Guðni. „Nýr þjóðarleikvangur mun ekki einungis þjóna landsliðum okkar heldur einnig íslenskum félagsliðum og samfélaginu öllu sem nýr og glæsilegur vettvangur fyrir fótboltaleiki, sýningar, viðburði og tónleikahald,“ sagði Guðni. Viðræður við Reykjavíkurborg munu byggja á valkostagreiningu breska ráðgjafafyrirtækisins AFL en AFL telur að fimmtán þúsund manna leikvangur án þaks sé hagkvæmasti kosturinn, ef eingöngu sé horft til beinna fjárhagslegra þátta. Hins vegar myndi slíkur leikvangur með opnanlegu þaki skila bestu heildarniðurstöðunni m.t.t. vinnsluvirðis, efnahagslegra áhrifa, nýtingar og fleiri þátta. Fótbolti Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fagnar fréttum dagsins um að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Með slíkum viðræðum um framtíðar leikvang fyrir íslenska landsliðið er mikilvægt skref stigið í þeirri vegferð að byggja keppnisaðstöðu sem stenst alþjóðlegar kröfur, en undanfarin ár hefur Laugardalsvöllur þurft undanþágur og sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja í alþjóðlegum mótum. „Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali á heimasíðu sambandsins. ,,Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins. @gudnibergs https://t.co/7xlpzT0WoR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 10, 2020 „Þetta er orðið tímabært enda getum við ekki leikið alla þá heimaleiki sem við þurfum að leika hér á landi að vetri til. Sú staðreynd skerðir möguleika okkar að ná árangri og komast á stórmót. Núverandi aðstaða á vellinum er áratugum á eftir því sem þekkist á öðrum þjóðarleikvöngum í Evrópu,“ sagði Guðni. „Nýr þjóðarleikvangur mun ekki einungis þjóna landsliðum okkar heldur einnig íslenskum félagsliðum og samfélaginu öllu sem nýr og glæsilegur vettvangur fyrir fótboltaleiki, sýningar, viðburði og tónleikahald,“ sagði Guðni. Viðræður við Reykjavíkurborg munu byggja á valkostagreiningu breska ráðgjafafyrirtækisins AFL en AFL telur að fimmtán þúsund manna leikvangur án þaks sé hagkvæmasti kosturinn, ef eingöngu sé horft til beinna fjárhagslegra þátta. Hins vegar myndi slíkur leikvangur með opnanlegu þaki skila bestu heildarniðurstöðunni m.t.t. vinnsluvirðis, efnahagslegra áhrifa, nýtingar og fleiri þátta.
Fótbolti Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira