Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 14:31 Óljóst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðinu eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland. vísir/hulda margrét Enn ríkir óvissa um það hvort enska landsliðið geti tekið á móti því íslenska í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk sem ferðast frá Danmörku að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Bretlands. Ísland á að mæta Danmörku í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, og svo Englandi 18. nóvember. „Við erum að bíða eftir upplýsingum frá UEFA. Við höfum ekki fengið að vita annað en það að málið sé í höndum ríkisstjórnar Bretlands,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Ef ekki verði hægt að spila í Englandi sé sá möguleiki til staðar að færa leikinn til annars lands. UEFA býður upp á fjögur lönd til að spila í á „hlutlausum velli“, en það eru Grikkland, Kýpur, Pólland og Ungverjaland, þar sem Ísland spilar einmitt á fimmtudagskvöld. Enska götublaðið The Sun segir að fari svo að leikurinn verði færður út fyrir England sé Grikkland líklegasti kosturinn þar sem að ekki sé krafa um sóttkví fyrir þá sem komi frá Grikklandi til Englands. Blaðið segir jafnframt að upp á því hafi verið stungið við UEFA að leikur Danmerkur og Íslands verði færður til Grikklands, svo íslenska landsliðið eigi ekki í vandræðum með að komast til Englands. Það gæti hugnast Dönum sem þá gætu fengið til sín leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Ef ekki tekst að spila leik Englands og Íslands, vegna sóttvarnareglna Englendinga, verður Íslandi úrskurðaður 3-0 sigur. Ensku félögin banna fjórum Íslendingum að fara til Danmerkur Ensku félagsliðin Everton, Burnley, Arsenal og Millwall hafa öll haft samband við KSÍ og lýst áhyggjum sínum af því að íslenskir landsliðsmenn þeirra fari til Danmerkur. Að óbreyttu fá þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson því ekki að fara með til Danmerkur, eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland um sæti á EM. Félögin hafa rétt á að banna landsliðsmönnum að fara í verkefni sem hafa í för með sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví, samkvæmt farsóttarreglum sem FIFA setti í haust. Þannig hafa orðið miklar breytingar á landsliðum Danmerkur og Svíþjóðar vegna reglnanna í Englandi, en þjóðirnar mætast í vináttulandsleik á fimmtudaginn. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Enn ríkir óvissa um það hvort enska landsliðið geti tekið á móti því íslenska í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk sem ferðast frá Danmörku að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Bretlands. Ísland á að mæta Danmörku í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, og svo Englandi 18. nóvember. „Við erum að bíða eftir upplýsingum frá UEFA. Við höfum ekki fengið að vita annað en það að málið sé í höndum ríkisstjórnar Bretlands,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Ef ekki verði hægt að spila í Englandi sé sá möguleiki til staðar að færa leikinn til annars lands. UEFA býður upp á fjögur lönd til að spila í á „hlutlausum velli“, en það eru Grikkland, Kýpur, Pólland og Ungverjaland, þar sem Ísland spilar einmitt á fimmtudagskvöld. Enska götublaðið The Sun segir að fari svo að leikurinn verði færður út fyrir England sé Grikkland líklegasti kosturinn þar sem að ekki sé krafa um sóttkví fyrir þá sem komi frá Grikklandi til Englands. Blaðið segir jafnframt að upp á því hafi verið stungið við UEFA að leikur Danmerkur og Íslands verði færður til Grikklands, svo íslenska landsliðið eigi ekki í vandræðum með að komast til Englands. Það gæti hugnast Dönum sem þá gætu fengið til sín leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Ef ekki tekst að spila leik Englands og Íslands, vegna sóttvarnareglna Englendinga, verður Íslandi úrskurðaður 3-0 sigur. Ensku félögin banna fjórum Íslendingum að fara til Danmerkur Ensku félagsliðin Everton, Burnley, Arsenal og Millwall hafa öll haft samband við KSÍ og lýst áhyggjum sínum af því að íslenskir landsliðsmenn þeirra fari til Danmerkur. Að óbreyttu fá þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson því ekki að fara með til Danmerkur, eftir úrslitaleikinn við Ungverjaland um sæti á EM. Félögin hafa rétt á að banna landsliðsmönnum að fara í verkefni sem hafa í för með sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví, samkvæmt farsóttarreglum sem FIFA setti í haust. Þannig hafa orðið miklar breytingar á landsliðum Danmerkur og Svíþjóðar vegna reglnanna í Englandi, en þjóðirnar mætast í vináttulandsleik á fimmtudaginn. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01
Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sjö leikmönnum danska landsliðsins, sem spila með enskum félagsliðum, hefur verið skipt út. Líklegt er að Ísland missi fjóra leikmenn fyrir leikinn í Kaupmannahöfn á sunnudag. 9. nóvember 2020 08:15