Tók áður enga ábyrgð á sjálfri sér og hjálpar nú öðrum í sömu stöðu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 08:01 Halldóra Halldórsdóttir segir að of margir foreldrar langveikra barna gleymi að setja eigin andlega og líkamlega heilsu í forgang. Spjallið með Góðvild „Það er í byrjun árs 2019 sem ég lendi alveg á vegg og fer út frá því að hugsa betur um sjálfa mig, setja mig ofar á forgangslistann,“ segir Halldóra Hanna Halldórsdóttir. Undanfarinn var sá að Halldóra eignaðist langveikt og fjölfatlað barn í apríl árið 2013. Hún ákvað eftir nokkur erfið ár að líta inn á við og gera breytingar. „Ég var búin að vera í fimm til sex ár í mikilli vanlíðan og fórnarlambsgír, eins og ég vil kalla það,“ segir Halldóra í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Þar segist hún í byrjun hafa hugsað af hverju hún hefði eignast þetta barn og hvað hún hefði gert til að „eiga þetta skilið.“ Lífið breyttist mikið eftir að hún eignaðist langveikt barn en í dag er Halldóra ánægð með margar breytingarnar sem hún hefur gert núna á eigin lífi og hugarfari. Þessa reynslu ætlar hún að nota til að hjálpa öðrum. „Ég vil meina að hann hafi komið í líf mitt til að ranka við mér og koma mér í þakklætið fyrir það sem maður hefur.“ Halldóra segir að margir í sömu stöðu og hún var í, geri sér ekki endilega grein fyrir því hvað þeir eru fastir í sínum neikvæðu hugsunum. Sjálf var hún í mikilli andlegri og líkamlegri vanlíðan. „Ég var ekki að taka neina ábyrgð á sjálfri mér. Þegar ég fer svo í sjálfsvinnuna þá er það þessi breyting að ég tek fulla ábyrgð á sjálfri mér og geri mér grein fyrir því að það er enginn að fara að hjálpa mér að verða hamingjusöm, komast eitthvað áfram í lífinu eða líða vel, annar en ég sjálf.“ Markþjálfun getur skipt sköpun fyrir fólk sem þarf stuðning til að stíga sín fyrstu skref í átt að betra lífi. Halldóru langar nú að hjálpa öðrum að komast á betri stað í lífinu og þá sérstaklega öðrum foreldrum langveikra barna sem á hverjum degi glíma við gífurlegt álag og áskoranir. „Þjáningin þarf oft að vera búin að vera það mikil á þessum stað að við loksins rönkum við okkur og förum að gera eitthvað í okkar málum.“ Í þessum þætti ræðir Halldóra hvernig hún er búin að breyta erfiðri og neikvæðri reynslu yfir í jákvæða breytingu með sjálfskoðun sem umturnaði lífi hennar. „Það er kannski skrítið segja þetta, að maður sé þakklátur fyrir að fá fjölfatlað barn sem lifir við miklar þjáningar í lífinu. En ég er í alvöru þakklát fyrir það því að ég trúi því að hann hafi komið hingað til að kenna mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild Halldóra Hanna Halldórsdóttir Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég veit ég þarf að jarða barnið mitt“ Móðir fjölfatlaðs drengs segir meira en að segja það að sjá um barn sem er fjölfatlað og að fólk þori ekki alltaf að tala um óþægilegu hliðarnar á þeim málum. Því vilji hún breyta. 17. ágúst 2020 20:38 „Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01 Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Það er í byrjun árs 2019 sem ég lendi alveg á vegg og fer út frá því að hugsa betur um sjálfa mig, setja mig ofar á forgangslistann,“ segir Halldóra Hanna Halldórsdóttir. Undanfarinn var sá að Halldóra eignaðist langveikt og fjölfatlað barn í apríl árið 2013. Hún ákvað eftir nokkur erfið ár að líta inn á við og gera breytingar. „Ég var búin að vera í fimm til sex ár í mikilli vanlíðan og fórnarlambsgír, eins og ég vil kalla það,“ segir Halldóra í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Þar segist hún í byrjun hafa hugsað af hverju hún hefði eignast þetta barn og hvað hún hefði gert til að „eiga þetta skilið.“ Lífið breyttist mikið eftir að hún eignaðist langveikt barn en í dag er Halldóra ánægð með margar breytingarnar sem hún hefur gert núna á eigin lífi og hugarfari. Þessa reynslu ætlar hún að nota til að hjálpa öðrum. „Ég vil meina að hann hafi komið í líf mitt til að ranka við mér og koma mér í þakklætið fyrir það sem maður hefur.“ Halldóra segir að margir í sömu stöðu og hún var í, geri sér ekki endilega grein fyrir því hvað þeir eru fastir í sínum neikvæðu hugsunum. Sjálf var hún í mikilli andlegri og líkamlegri vanlíðan. „Ég var ekki að taka neina ábyrgð á sjálfri mér. Þegar ég fer svo í sjálfsvinnuna þá er það þessi breyting að ég tek fulla ábyrgð á sjálfri mér og geri mér grein fyrir því að það er enginn að fara að hjálpa mér að verða hamingjusöm, komast eitthvað áfram í lífinu eða líða vel, annar en ég sjálf.“ Markþjálfun getur skipt sköpun fyrir fólk sem þarf stuðning til að stíga sín fyrstu skref í átt að betra lífi. Halldóru langar nú að hjálpa öðrum að komast á betri stað í lífinu og þá sérstaklega öðrum foreldrum langveikra barna sem á hverjum degi glíma við gífurlegt álag og áskoranir. „Þjáningin þarf oft að vera búin að vera það mikil á þessum stað að við loksins rönkum við okkur og förum að gera eitthvað í okkar málum.“ Í þessum þætti ræðir Halldóra hvernig hún er búin að breyta erfiðri og neikvæðri reynslu yfir í jákvæða breytingu með sjálfskoðun sem umturnaði lífi hennar. „Það er kannski skrítið segja þetta, að maður sé þakklátur fyrir að fá fjölfatlað barn sem lifir við miklar þjáningar í lífinu. En ég er í alvöru þakklát fyrir það því að ég trúi því að hann hafi komið hingað til að kenna mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild Halldóra Hanna Halldórsdóttir Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég veit ég þarf að jarða barnið mitt“ Móðir fjölfatlaðs drengs segir meira en að segja það að sjá um barn sem er fjölfatlað og að fólk þori ekki alltaf að tala um óþægilegu hliðarnar á þeim málum. Því vilji hún breyta. 17. ágúst 2020 20:38 „Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01 Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Ég veit ég þarf að jarða barnið mitt“ Móðir fjölfatlaðs drengs segir meira en að segja það að sjá um barn sem er fjölfatlað og að fólk þori ekki alltaf að tala um óþægilegu hliðarnar á þeim málum. Því vilji hún breyta. 17. ágúst 2020 20:38
„Þurfum að gæta að því að það sé enginn útskúfaður úr samfélaginu“ Foreldrar langveikra og fatlaðra barna hvetja Sjúkratryggingar Íslands til þess að endurskoða reglugerð varðandi endurgreiðslu í tengslum við kaup á hjólastólahjólum og öðrum hjálpartækjum. Framkvæmdastjóri landssambands hreyfihamlaðra segir að það sé nauðsynlegt að tryggja jafnan aðgang allra að hjólum. 7. nóvember 2020 15:01
Það versta sem gerist í lífinu verður kannski að einhverju góðu líka Foreldrum langveikra barna finnst ekki haldið nógu vel utan um þennan hóp. Ekkert ferli fari í gang þegar greining er komin og foreldrar þurfi sjálfir að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn., upplýsinga um rannsóknir og sækja ráðstefnur. 1. nóvember 2020 13:01